Ég held að flestir séu á því að eitthvað þurfi að gera fyrir fólk sem er að missa húsnæði sitt. Venjulegt fólk, oft ungt með börn, eru að missa íbúðir sínar beinlínis vegna kreppunnar. Það er svo óheppið að lánin hafa hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum og allt annað hefur hækkað líka, en launin hafa lítið hækkað. Dæmið gengur ekki upp. Ber ekki þjóðfélaginu skylda til að rétta þetta fólk við þannig að það haldi húsnæði sínu og e.t.v. dálítilli reisn? Ég hefði haldið það.
Við vitum öll að sumt fólk er alltaf með allt niðrum sig fjárhagslega. Það líður vart vika að gulir miðar komi ekki inn um lúguna og varla mánuður að ekki er krafist fjárnáms, sem oftar en ekki reynist árangurslaust. Fólkið er áskrifandi að Intrum. Ég veit ekki hversu margir eru svona, en mig grunar að þeir séu fleiri en fólk grunar. Ég hef efasemdir um að það sé rétt að bjarga svona fólki. En einhversstaðar verða vondir að vera og sem betur fer höfum við félagslega kerfið til hjálpar.
Þegar ég var ungur og vitlaus, (já, já,... nú er ég bara vitlaus ) ... keypti ég mér nýjan bíl. Á þessum árum var ég einhleypur og kærulaus í peningamálum og var mikið úti að "skemmta" mér. Ég hef "skemmta" innan gæsalappa, því þessar skemmtanir voru innihaldsrýrar, leiðigjarnar og dýrar. Auk þess var þetta auðvitað óholt líferni, bæði á sál og líkama. Þegar ég hafði haft bílinn til umráða í rúmt ár, þá horfði ég á pallbíl með krana taka bílinn snemma morguns. Ég horfði á þetta út um eldhúsgluggann.
Ég var fullmeðvitaður um að ég hafði trassað að borga nokkrar afborganir og ég hafði fengið einhver bréf sem ég var löngu hættur að opna. Samt kom þetta mér í opna skjöldu. Ég fylltist lamandi vonleysi og skömm og það rann upp fyrir mér hversu skelfilega kærulaus ég hafði verið. Líferni mitt var farið að bitna á vinnunni og ég átti ekki krónu með gati.
Þegar ég lít til baka á þennan unga kærulausa mann, þá er ég sannfærður um að utanaðkomandi björgun hefði gert honum illt.
Harma innantóm loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.2.2009 (breytt kl. 07:08) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Athugasemdir
Gunnar, með fullri virðingu, þá urðu vandamál heimilanna ekki til við fall bankanna. Ástæða fyrir vandamálum heimilanna eru þríþættar, þ.e. viðvarandi háir vextir, fall krónunnar sem byrjaði í júlí 2007 og verðbólgan sem fylgdi í kjölfarið. Frá því að bankarnir féllu, þá hefur krónan raunar styrkst og verulega hefur dregið úr verðbólguhraðanum.
Þegar bankarnir féllu, þá hafði gengisvísitalan farið úr 110,7 stigum seinni hluta júli 2007 í 230 stig 6. október 2008. Á sama tíma hafði verðbólga mælst 15,6%. Þetta er ástæðan fyrir vandamálum heimilanna, ekki afleiðingarnar af bankakreppunni. Að fólk sé komið í greiðsluerfiðleika hefur ekkert með óráðsíu að gera.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 00:08
Þetta er rétt hjá þér en ofan á þetta allt saman kemur atvinnuleysi og myntkörfulánin. Fólk var narrað í þau fram í rauðan dauðan og margir tóku lán af því það þurfti ekki nema símtal í bankann.
-
Það er verið að tala um bjargráðasjóð heimilanna. Hverjum á hann að bjarga? Þarf ekki að skoða alla sem einstök tilvik, eða á bara að bjarga öllum yfir línuna? Jafræðisreglan gæti spilað þarna inní, ef opinbert fé á að fara í einstaklinga. Svo eru auðvitað líka fullt af einstaklingum sem er ekki í neinum vandræðum. Fólk sem sparar fyrir því sem það kaupir, en lyftir ekki bara upp símtólinu og biður um yfirdrátt þegar því langar í eitthvað. Éiga þeir sem sýnt hafa sparnað og ráðdeildarsemi að borga fyrir glannana?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.