Margir eru róttækir á vinstri kantinum á ungdómsárum sínum og ég var í þeim hópi. Eitt sinn var þýskur stjórnmálamaður "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á sínum yngri árum. Maðurinn svaraði því á þennan hátt:
"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það ennþá þegar hann er fertugur, er heilalaus".
Það er "in" að vera rótækur vinstrisinni á menntaskólaaldrinum. Þeir sem á annað borð spekúlera eitthvað í pólitík á þeim aldri, eru í yfirgnævandi meirihluta á móti ríkjandi kerfi og hverjir eru líklegastir til að taka undir hið vinsæla ungdómsslagorð: "Kúkum á kerfið"? Jú, auðvitað unglingar og VG, eins og Hlynur Hallsson gerði með skilyrðislausum stuðningi sínum við skrílslæti óeirðaseggja vegna Ungdómshússins í Köben hér um árið.
Einnig hefur mátt sjá hann á blogginu mæra hina svokölluðu "borgaralegu óhlíðni", sem er fínna orð V-grænna yfir ofbeldi mótmælenda í Reykjavík á undanförnum vikum.
Það er augljóst hvaða hagsmunir liggja í húfi með tillögu um að lækka kosningaaldurinn niður í 16 ár. Velkist einhver í vafa um það?
Hlynur Hallsson í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.2.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
Athugasemdir
Sæll Gunnar,
þú ert nú meiri bullustampurinn. Borgaraleg óhlýðni er ekki ofbeldi. Þú ættir að kynna þér hlutina aðeins áður en þú gasprar um þá. Ég hafna öllu ofbeldi, alltaf, enda einlægur friðarsinni.
Þú ættir einnig að skoða hugmyndir um lýðræði aðeins og kynna þér kosningalög í öðrum löndum þá kemst þú væntanlega að því að mörg lönd hafa verið að taka upp 16 ára kosningaaldur, einkum í sveitarstjórnarkosningum en einnig í þingkosningum. Sem nýlegt dæmi nefni ég Austurríki.
Þessi bolur þinn er líka frekar ljótur.
Annars bið ég þig bara vel að lifa:)
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 13:16
Hægri er stöngin beint upp [Há ásinn:hásin] allt þar frá er val til vinstri. Maður þarf ekki að vera kommúnisti til að vera róttækur á fyrsta fengitímabilinu í ævi sínu. Menn sleppa heimdraganum en allir sem ná áttum koma heima aftur því heima er best. Hækka lögræðialdurinn í 18 ár. Líilsvirðing við löggjafarvaldið eða þjóðarvaldið: krata tvískinnungur.
"Hooligans" kallast þessir mest áberandi. Hér á landi.
Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 13:35
Mér finnst að nú ætti að miða kosningaraldurinn við fæðingu, því nú er líka verið að kjósa um framtíð þeirra sem nú er að fæðast.
Offari, 4.2.2009 kl. 13:38
Verða menn almennt meiri mannþekkjarar með aldri og reynslu?
Bera kjósendur ekki ábyrgð gerðum umbjóðendanna sem þeir velja ?
Ólýðræðislegum ný-aðli ESB hentar markaðssetningu hans til valda að lækka kosningaaldur?
Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 14:17
Eitthvað er hann nú á reiki skilningur þinn á borgaralegri óhlýðni, Hallur. Eða er það ofbeldið sem vefst svona fyrir þér?
Þú neitar því þó ekki að hafa fagnað ofbeldi mótmælendanna vegna Ungdómshússins, er það? Það hefur einnig verið sláandi að heyra viðbrögð þingmanna VG við eggjakasti og rúðubrotum við Austurvöll og mjög athyglisvert að sjá Katrínu Jakobs og Álfheiði Ingadóttur spóka sig meðal mestu óeirðaseggjanna í fulkomnu öryggi. Þær horfðu með velþóknun yfir lýðinn, í þann mund sem þær smeigðu sér aftur inn á vinnustað sinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:36
Já, Júlíus, menn verða almennt betri mannþekkjarar með aldri og reynslu. Sem betur fer er það regla fremur en undantekning að fólk þroskast. En það eru fáar reglur án undantekninga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:38
....Og já, það er rétt hjá þér Hallur, bolurinn er hryllilegar ljótur
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:52
Hvaða Hall ertu að tala við Gunnar?
Það sýnir sennilega best hvað þú tekur vel eftir:)
Ég heiti Hlynur en pabbi minn heitir Hallur.
Að kast eggi í hús er ekki til fyrirmyndar en það er nú ekki ofbeldi. Eitt skýrasta dæmið um borgaralega óhlýðni eru aðgerðir Nelsons Mandela og Mahatma Gandhis. Þeir beittu ekki ofbeldi. Og Rosa Parks, svarta konan sem settist fremst í strætó í BNA árið 1955, þar sem einungis hvítir máttu sitja. Hún stundaði borgaralega óhlýðni en beitti ekki ofbeldi Gunnar.
Ég fagna ekki ofbeldi en skil reiði fólks. En reiði réttlætir aldrei ofbeldi Gunnar.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 15:18
Já, ekki í fyrsta skipti sem ég sé að þið líkið ykkur við þetta ágæta fólk. Það hlýtur að snúa sér við í gröfum sínum
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 15:21
Nelson Mandela er nú ekki kominn í neina gröf Gunnar:)
Þú ert snillingur og getur snúið þér við í sófanum.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 21:37
Nei, en ég hélt ekki að ég þyrfti að taka það sérstaklega fram, hverjir eru í gröf og hverjir ekki. Um daginn sá ég einhvern úr ykkar röðum líkja baráttu ykkar við baráttu Martein Lúter King. Skrítið að þið nefnið ekki Lenín og Stalín.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 22:31
Þar væru þó einhverjir sem hefðu velþóknun á ykkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 22:33
Lenín og Stalín með velþóknun á Vg! Ég held ekki Gunnar. Geisp:)
Hlynur Hallsson, 5.2.2009 kl. 10:06
"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það ennþá þegar hann er fertugur, er heilalaus".
Þessi setning er sönn, en - ég er verulega ósámmála ykkur báðum.
Þetta er nú ótrúlegt að sjá þegar menn vilja láta sig líta út sem þann sem er með stöðuna á hreinu og hugsandi bara frá hægri og vinstri - þið í þessu gamla setti hérna og talið ykkar á milli gerið ykkur ekki grein fyrir því að svona hugsunargangur er líkt og að lýsa raunveruleikanum í tvívídd. Það er svona eins og að í heiminum sé bara um að ræða neo-con plottara eða kommúnista-spreðarar. Allt annað er ekki til umræðu því þetta er það eina sem þið þekkið, hafið skilgreint allt skoðanakerfi ykkar útfrá þeim forsendum og hafið því nánast til tekið engan rétt á því að hugsa um framtíðina.
Það sem er að gerast núna er á þeirri stærðargráðu að þetta hægri-vinstri er (öllu heldur "á", en þið gamla settið sjáið það ekki og haldið því áfram valdataflinu) búið. Það er einn meginþáttur sem lagði hugmyndafræði beggja stjórnarhátta á hliðina og það fyndna er að það gleymist að gera ráð fyrir haldbærri skilgreiningu á þessum þætti í kenningum beggja - manninum.
Við getum hvorugt - við erum ekki nógu "góð" við hvort annað, svo einfalt er það. Og þið haldið að "vinstri" eða "hægri" eigi eftir að redda þessu öllu saman? Nei, það er búið að margsanna að hvorugt kerfið virkar! Hvað á þá að gera? Fyrst allt er að bilast, af hverju ekki að ráðast í rót vandans og skipta út þessu öllu kerfi? Nú höfum við reynslu af þessu og hví ekki að skipta? Hví ekki að koma með nýjung og sjá hvað gerist í stað þess að endurtaka leikinn svo gamlir menn eins og þið friðist í ykkar hægra og vinstra horni? Svo aliði börn af ykkur í ykkar horni og kennið þeim að gefa högg neðan beltis í bardaga á móti barni andstæðingsins.
Vakniði og hættiði þessu væli og sjáið að þið eruð menn, báðir tveir.
"Já, Júlíus, menn verða almennt betri mannþekkjarar með aldri og reynslu. Sem betur fer er það regla fremur en undantekning að fólk þroskast. En það eru fáar reglur án undantekninga."
Því miður virðist maðurinn hópa í kringum sig sér líku fólki og mótast og þroskast því í samræmi við hvernig sá hópur er, því skilgreiningagleði mannsins á umhverfi sínu og trúfesta á skilgreiningu hópsins jaðrar við ímyndunarveiki. Gerið ykkur grein fyrir því áður en þið rífist um svo fáránlega hluti að þið vitið ekki af ástæðu trúar hvors annars - og já, því miður takið þið þetta á sama stig og þegar trúarbragðahópar lenda í átökum.
Eruð þið ekki að sjá það? Mæli eindregið með því að þið prufið kannski að hlusta á ungann "strákskratta" til að stoppa ykkur aðeins og líta í eigin barm, ÞIÐ látið eins börn og skríll.
Ég mætti einungis tvisvar á mótmæli, og bara til að ganga og sjá stöðu mála - svona svo ég komi í veg fyrir límmiðann að ég sé bara skríll sem kastar steinum. Þetta er minn steinn.
Óðinn, 5.2.2009 kl. 20:12
Takk fyrir athugasemdina Óðinn. Margt óvitlaust í þessu hjá þér.
En ég samt ósammála því hjá þér að hugmyndafræði hægrimanna (frjálshyggjunnar) hafi lagst á hliðina. Hún hallaði ekki einu sinni, því mistökin sem gerð voru hér, eru ekki frjálshyggju sem slíkri, eða hægrimennsku að kenna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 21:34
Já sko, þetta kom mér bara nokk á óvart - yfirvegað hjá þér. Ég hafi dæmt þig ögn fljótt miðað við samskipti þín við aðila sem jafn sterklega trúir á andstæðu þinnar skoðunnar, það virðist einfaldlega kolmenga alla málefnalega úrlausn vanda okkar í dag - og hann er miklu stærri og meiri en hvaða flokkur situr við völd. Ég sem rétt er skriðinn á vitsmunaár mín og sé svo fullorðin börn slást á alþingi og stuðningsmenn flokkanna fylgja á eftir líkt og um teymda hóphundagöngu væri að ræða.
Ég hefði haldið að þarna væri nú ekki bara menntað fólk, sem margt af því er, heldur líka fólk sem hefur að minnsta kosti gert sér grein fyrir mikilvægri reglu rökræðna, persónulegt mat er órætt. Þeir á þingi ættu að vera búin að gera sér grein fyrir því hvar þeim deilir á og gera einfaldlega ráð fyrir því að þurfa að komast að málamyndun, ekki koma með "mín hugmynd er best" - heldur vinna sem hópur. Svona eins og ef um hóp lýðræsilega kjörna fulltrúa væri að ræða.
Því miður virkar það ekki heldur því jú, líkt og ég sagði áðan, við erum ekki nógu góð við hvort annað og viljum einfaldlega ekki skilja hin sjónarmiðin að fullu því við erum þegar búin að gera ráð fyrir því að þeirra álit sé rangt.
Þú verður að afsaka að ég hafi komið með eitthver blitzkrieg hérna á bloggið þitt en ég samsama mig mjög við kommentið um kommúnistann án hjarta um 20 - heilalausan um 40. Ég hélt að þar sem ég var búinn að sjá í gegnum þessar fallegu hugmyndir (sem við erum svo ósammála um með hægrihliðina) sem gleyma vonsku, svikum, eigingirni og siðleysi mannsins í heild. Ef við erum ekki tilbúin að játa þessa hluti að fullu og reyna að koma þeim í "jöfnu" stjórnmála - þá er okkur ekki viðreisn von. Þú sérð hvað langvarandi seta valdsins hafði gífurlega aukandi áhrif á mótmæli þegar illa fer - þetta mun alltaf gerast að eilífu ef þetta kerfi fær að halda, ekki viljum við gefa upp völd þegar við höfum þau? Nei, ekki maðurinn.
Óðinn, 5.2.2009 kl. 23:12
Djöfull, og ég gerði þreföld greinaskil!
Virkar þetta?
Óðinn, 5.2.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.