Ég skil ekki VG. Ég hef staðið í þeirri trú að þeir væru á móti umhverfisspjöllum, í hvaða mynd sem þau birtast. Samkvæmt þessari frétt, þá er nýja umhverfisráðherfan bara á móti álverum.
Álver í Helguvík en ekki á Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 2.2.2009 (breytt kl. 18:02) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
Athugasemdir
Nei verkafólki og uppbyggingu atvinnu á landsbyggðinni.
Rauða Ljónið, 2.2.2009 kl. 18:02
Já, eitt leiðir af öðru
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 18:05
Álver framleiða koltvísýrng sem í raun er andrúmslof plantna. Álver auka því líslíkur plantna og plöntunar auka lífslíkur mann með því að prumpa frá sér súrefni.
Hnattrænni hlýnun hefur verið skrifuð á aukinn koltvísýrng í andrúmsloftinu. Það sést vel á steingerfingum hérlendis að einhvertíman fyrir tíma álrisana hafi hér verið mun hlýrra svo ég á bágt með að trúa að þar hafi það verið álverum að kenna.
Offari, 2.2.2009 kl. 18:15
Já, nú er bara að muna að kjósa rétt eftir ca. 80 daga!
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:17
Náttúruvernd snýst um að viðhalda þeim skilyrðum sem tryggja mannlega tilvist. Að viðhalda jafnvægi. Jörðin sem slík finnur alltaf jafnvægi en hennar hrynjandi er ekki beinlínis í takt við okkar. Við getum ekki eytt náttúrunni sem slíkri, bara þeim skilyrðum sem fyrir eru. Eitt álver til eða frá hefur lítið sem ekkert að segja. En margt smátt gerir eitt stórt.
Ef þú hefur tíma, skoðaðu þetta:
http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/792595/Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:24
Á eftirfarandi slóð má finna stuttan texta sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem velta fyrir sér stóriðju og umhverfisvernd:
http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/792595/
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:44
Þetta er tóm steypa í Indriða í þessari grein. Ekki skoðað heildardæmið, heldur valið úr eftir hentugleikum, eins og alsiða er hjá álversandstæðingum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 20:25
Sæll. Guðmundur nú er búið að setja inn á Indriða að greinin er steypa.
Rauða Ljónið, 2.2.2009 kl. 20:35
Þá eru Gunnar og Sigurjón Vigfússon búnir að ganga frá grein Indriða um efnahagsleg áhrif stóriðju á Íslandi: „Greinin er steypa...“
Ég vil samt hvetja lesendur til þess að renna yfir skýrslu fyrrverandi ríkisendurskoðanda. Hann fjallar um innlendan virðisauka af stjóriðjunni, þ.v.s. það sem stóriðjan SKILUR EFTIR í landinu, ekki brúttótölur eins og útflutningstekjur af áli, hlutfall áls af vöruútfluttningi sem segja EKKERT um mikilvægi starfseminnar fyrir þá sem í þessu landi búa. Stóriðjan er æði umfangsmikil og því hlýtur hún að mælast hátt á alla kvarða sem mæla MAGN. Það sem skiptir máli er auðvitað hvað verður EFTIR Í LANDINU.
Svo langar mig til þess að leggja fyrir Gunnar og Sigurjón gátu. Hún er svona. Hver er arðsemi Kárahnjúkavirkjunnar?
a) 11,9%
b) 13,4%
c) 6-8%
d) Ekkert af ofannefndu
e) Allt af ofannefndu
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:24
Forsendur arðsemis eru aldrei 100% nákvæmar, einfaldlega vegna þess að forsendur hafa tilhneigingu til að breytast.
Forsendur
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 21:43
Sjá: HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 21:50
Indriði vitnar mest í tvo helstu leigupenna náttúruverndarsamtaka, Þorstein Siglaugsson, rekstrarhagfræðing og Sigurð Jóhannesson "sérfræðing".
Skýrsla Þorsteins sem hann gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands árið 2001 (nú Landvernd) var honum til mikillar háðungar, eins og Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur sýndi fram á, lið fyrir lið. Sjá HÉR
Sigurður Jóhannesson, sem titlar sig "sérfræðing" er með kanditatspróf í hagfræði (cand. polit.) Kaupmannahöfn 1987, ph. d. frá viðskiptadeild Kent State University 2001. Sigurður er einnig leigupenni náttúruverndarsamtaka. Hversu trúverðugir verða menn við það? Í flestum greinum sínum í fjölmiðla, vitnar Sigurður í hina arfavitlausu skýrslu Þorsteins Siglaugssonar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 22:30
Rosalega getur fólk verið vitlaust, er eina leiðin til þess að byggja upp atvinnu með stóriðju? Hvað haldið þið að það vinni margir við kárahnjúkavirkjun núna? Þrír!!!!!!!!! Að kalla stóriðju einu leiðina er bölvuð þröngsýni og heimska sem sem hefur sett ísland í þrot.
Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:43
Það hefur enginn svo ég viti til talað um stóriðju sem einu leiðina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 22:46
Nefndu eitt dæmi um það að stóriðja hafi komið í veg fyrir
"eitthvað annað"
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 22:56
Hvernig er hægt að reikna út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar þegar söluvaran er leyndó ?
Nýi Jón Jónsson ehf, 2.2.2009 kl. 23:17
Sæll. Guðmundur ég setti ekki inn allar tölur en þú rýnir í tölur Indriða og skoðar og metur þá var ekkert bankahrun samkvæmt hans útreikningum Indriða ef miðað er við hvað áliðnaður skilar litlu inn í þjóðarbúið sem hann reiknar út svo einfall er það.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 2.2.2009 kl. 23:42
Sæll. Nýji söluverð á áli er ekkert leyndó þær eru til.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 2.2.2009 kl. 23:45
Nýji Jón, þetta er ágæt spurning. Sérfræðingateymi Landsvirkjunar hefur verðið nákvæmlega og eftir áralanga útreikninga, þá komast þeir að þeirri niðurstöðu að orkusalan er hagkvæmt til stóriðju. Þeir eiga erfitt með að falsa slíka útreikninga, því ársskýrsla og afkomutölu Landsvirkjunar sýna fram á stöðuna.
En svo koma "sérfræðingar" fram á sjónarsviðið, sem engar tölur hafa handbærar, en reikna samt út í hjáverkum yfir kaffibolla á kvöldin, að tap sé á öllu saman. Svo nota náttúruverndarsamtök útreikningana með góðfúslegu leyfi "sérfræðinganna" (Þorsteinn Siglaugsson og Sigurður Jóhannesson) og birta í áróðursskýrslum sínum sem "stórasannleik" og fá ótrúlega stóran hluta þjóðarinnar til þess að trúa sér... um stundarsakir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 00:05
Sigurjón Vigfússon, Kárahnjúkavirkjun framleiðir rafmagn síðast þegar ég vissi en ekki ál.
Nýi Jón Jónsson ehf, 3.2.2009 kl. 00:31
Raforkuverð er reyndar tengt álverði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 01:26
Af hverju birtir þú ekki þennan fyrirvara við töflu Guðmundar hann skiptir gríðalegu máli í öllu saman.
sama hátt verður ekki fallist á að raforkuverð fylgi álverði að verulegu leiti og ekki heldur því að álverð fari lækkandi með sama hætti og hingað til. Það sem mestu skiptir er hvernig samning menn gera.
Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 03:02
Vegna þess að þessi skrif eru síðan 2001, áður en samningar voru gerðir við Fjarðaál (Alcoa). Þessi óvissa er ekki lengur fyrir hendi, raforkuverðið ER tengt álverði. En á því er bæði þak og botn, til að tryggja báða viðskiptaaðilana.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.