Garðahlynur

Hlynur er í miklu uppáhaldi hjá mér og hlynurinn á horni Suðurgötu og Vonarstrætis er sá magnaðasti á Íslandi að mínu mati, enda var hann valinn tré ársins einhverntíma, ef ég man rétt. Hlynur getur orðið allt að 500 ára.

gardahlynir1

En varðandi þennan hlyn sem þessi mbl. frétt er um, þá er það nú óþarfa viðkmæmni í eiganda þess, að ekki megi snyrt tréð til. Þessi neðsta grein sem skagar út fyrir lóðina má alveg missa sín og gerir tréð bara enn fallegra ef hún fer. Tréð er óvenju hátt og beinvaxið af hlyni á Íslandi að vera. Myndin hér að ofan er af Garðastrætis/Suðurgötu hlyninum og hann er gríðarlega krónumikill.

garðahlynur

Útbreiðslusvæði garðahlyns í náttúrulegum heimkynnum sínum í Evrópu. Útbreiðslusvæðið er á láglendi í norðanverðri Evrópu, en til fjalla þegar sunnar dregur. Smella tvisvar á myndina til að sjá hana stærri.

 


mbl.is Áttræður vinnur fegurðarsamkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ætli Hlynur frændi fái að lifa í 500 ár?

Offari, 2.2.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það má varðveita hann í formalíni

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband