Vinstriflokkarnir héldu að þeir gætu rétt Framsóknarflokknum undirritaðann stjórnarsáttmála sinn til samþykkis, óskoðaðan. Það finnst mér hrokafullt í meira lagi. Hvað varð um umræðupólitík Ingibjargar og allan fagurgala VG um gagnsæjar upplýsingar og allt á borðinu?
Og svo átti að verða eitthvert húllumhæ við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli á morgun! Stjórnin ætlar að koma inn með "Grand entrance", líkt og Tjarnarkvartettinn gerði óaðfinnanlega. Áramótaskaupið gerði þeim atburði ágæt skil og nú er næsta skaup að fá alveg briljant efni í hendurnar, fyrirhafnarlaust.
Er þessi ríkisstjórn mynduð um hræsni og sýndarmennsku?
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.1.2009 (breytt kl. 23:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 946202
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Orkuver út á sjó
- I wish I was in Dixie
- Fyrsta nýja Tungl ársins 2025
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Flokkur Fólksins hefur aðlagað sig að stefnumálum Samfó og Viðreisnar
- Innsetningarathöfn Bandaríkjaforseta haldin innandyra
- Í mesta lagi framkvæmdastjórar
- Trump snýr til baka
- Það eykur ekki lýðræðið að flytja spillingu Reykjavíkurborgar til Alþingis
- Keith Starmer forsætisráðherra Bretland steig á fætur Trumps
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
Fólk
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
- Helgi hættir og óviss með framhaldið
- 100% frá hjartanu
- Þetta eru söngvar lífsins
- Jessica Alba biður um frið
- Gugga í Gúmmíbát og Patrekur Jaime deildu kossi
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
Athugasemdir
Ég er alveg hjartanlega sammála Sigmundi Davíð að það er ekki hægt að afhenda Samspillingunni og VG óútfylltan tékka. Auðvitað styðja Framsóknarmenn ekki að hætt verði við hvalveiðar svo að dæmi sé tekið.
J. Trausti Magnússon, 30.1.2009 kl. 23:03
Nákæmlega, enda engin ástæða til
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 23:08
Gunnar. Ef þeir ná saman hvað mun gerast mun ríkistjórnin þá heita.
Catch-22 og stjórna þannig.
Kv. SIgurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 30.1.2009 kl. 23:32
Þetta lið nær eflaust saman, það er tilbúið í hvað sem er fyrir stólana, þó í stuttan tíma sé.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 23:52
Góður, Gunnar ! Álappaleg uppákoma hjá flokkunum tveimur sem héldu að Framsóknarmenn hefðu gleymt hinni firnasterku oddaaðstöðu sem þeir og gleymdu líka að það var lágmarkskurteisi, þótt ekki hefði verið annað, að lofa þeim sem stuðninginn átti að veita gæti kynnt sér hvað hann ætti að taka ábyrgð á.
Þetta virðist ætla að verða þriggja flokka stjórn sem einn flokkurinn segist ekki getað tekið þátt af því að hann skorti umboð en tekur samt þátt í myndun stjórnarstefnunnar og telur sig greinilega hafa umboð til þess !
Ómar Ragnarsson, 30.1.2009 kl. 23:53
Já, þeir eru nefnilega í miklu sterkari stöðu en vinstriflokkarnir áttuðu sig á í upphafi. Og sennilega er Sigmundur Davíð klókari en margur eldri refurinn í pólitík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 00:04
Gunnar þú fellur eins hratt og krónan í áliti með svona málflutningi (og framsókn öll þótt lítill örflokkur sé)
Af hverju?
Jú maður lofar ekki og svíkur svo?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:17
Það er ekki verið að svíkja neitt, bara að fá tíma til að skoða
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 00:36
Þetta er auðvitað bara bull og fyrirsláttur. Ætla Framsóknarmenn að finna upp aðferðir til að bjarga heimilum og atvinnulífi á morgun? Tekur það tvo hagfræðinga og einn dag?
Það er einn galli á málflutningnum: Framsókn hafði greinilega engar hugmyndir eða tillögur um hvað þeir vildu gera? Hvað hafa mennirnir verið að bardúsa þarna á Alþingi?
Vita ekki hvað þeir vilja, en eru klárir á því hvað þeir vilja ekki. Hljómar einsog ábyrgðarlaust fólk á fullum launum við að hafa enga sýn, engar tillögur, engar hugmyndir.
Doddi D (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 03:23
Það eru vinstriflokkarnir sem gera samning á milli sín og Framsóknarflokkurinn ætlar að verja þá vantrausti. Er eitthvað óeðlilegt að Framsókn vilji skoða hvað þeir eru að skrifa upp á fyrir?
Ef Framsóknarmönnum finnst samningur vinstriflokkanna óraunhæfur kosningavíxill, þá mun hann ekki verða ábekingur á þeim víxli. Frammararnir hljóta að mega koma með tillögur sínar í þennan pakka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 04:41
Mjög góð grein og það er mikið að einhver gerir sér almennilega grein fyrir "leikfléttunni" og hefur kjark til að fjalla um þann "skítaleik" sem vinstriflokkarnir virðast hafa ætlað sér að leika.
Jóhann Elíasson, 31.1.2009 kl. 07:21
Sammála þér að öllu leyti Gunnar. Sigmundur er greinilega óvitlaus...
Sigurjón, 1.2.2009 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.