Hvað getur verið svo mikilvægt í augum Samfylkingarfólks á þessari stundu, að það réttlæti stjórnarslit? Að Davíð Oddsson og Seðlabankasjórn víki? Að Árni Matt víki? Varla getur tilvonandi ályktun Sjálfstæðismanna á næsta landsfundi um Evrópumál, verið mjög mikilvæg í dag, þó Ingibjörgu hafi þótt það mikilvægt fyrir nokkrum dögum. Staðan er gjörbreytt frá því hún hótaði Sjálfstæðisflokknum í sambandi við það mál. En kannski vill Samfylkingarfólk stjórnarskrárbreytingar fyrir vorið til að flýta inngönguferlinu í ESB.
Það er ósanngjarnt að stilla samstarfsflokki sínum upp við vegg, varðandi svo dramatískar breytingar. En það væri Samfylkingunni líkt að reyna þessa leið. En ef stjórnarslit verða og einhverskonar þjóðstjórn verður mynduð, þá hefur slík stjórn ekki umboð til svo veigamikillar ákvörðunar. Það er a.m.k mín skoðun.
Útilokum ekki breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945805
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Mér finnst það virkilega ósmekklegt af samfylkinguni að reyna að misnota ástandið til að þvinga fram kröfum sínum.
Offari, 25.1.2009 kl. 19:37
Sammála. Það þarf bara að halda þessu gangandi í nokkrar vikur. Svo geta menn reynt að semja um eitthvað eftir kosningarnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 19:43
"Hvað getur verið svo mikilvægt í augum Samfylkingarfólks...?"
Nú veit ég ekki hvort þú ert búsettur á þeirri hlið tungslins sem snýr að jörðu eða frá henni en get upplýst þig um að hér á Íslandi er alvarleg og óleyst gjaldeyriskreppa ásamt fjármálakreppu sem er að valda gjaldþrotum hundruða eða þúsunda fyrirtækja, atvinnuleysi og eignamissi.
Það tók Samfylkinguna fleiri vikur að sannfæra forsætisráðherra um að við ættum engan annan kost en leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en það mætti þá gífurlegri andstöðu formanns stjórnar Seðlabankans sem virtist gera sitt besta til að fara á svig við þá áætlun.
Síðan eru liðnir fleiri mánuðir og umbóta- og verkáætlanir virðast fastar í stjórnkerfinu og allt traust horfið milli ríkisstjórnar og þjóðarinnar en það er þó forsenda þess að hægt sé að leysa úr gjaldeyriskreppunni.
Samfylkingin var illu heilli til í að trúa fagurgala forsætisráðherra um að hann þyrfti bara að fá umboð flokksins til nauðsynlegra verka á landsfundi og endurfæðast þá sem foringi. Þess vegna hefur þjóðin beðið og beðið og beðið.
Nú er ekki lengur beðið, svo einfalt er það.
Arnar (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:35
Það er dálítið merkilegt mál þetta með gjaldeyriskreppuna. Síðustu 2-3 mánuði hefur verið fáheyrður plús í vöruskiptajöfnuði. Samkvæmt kenningum hagfræðinga, þá átti það að styrkja krónuna, en það hefur ekki gerst. Hvar er gjaldeyririnn? Er hann í skúffum fyrirtækjanna? Hann virðist ekki skila sér til bankanna.
En nú á fólk að anda rólega í nokkrar vikur fram að kosningum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 20:44
Arnar mælti:
Það tók Samfylkinguna fleiri vikur að sannfæra forsætisráðherra um að við ættum engan annan kost en leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Eftir því sem mér hefur skilist á forsætisráðherra er það eimitt hans vilji við að klára samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem aftrar honum að slíta stjórnini. Samfylkingin vill ekki halda áfram nema sjálfstæðisflokkurinn lúti þeirra kröfum.
Þetta segjir mér einfaldlega að samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn virðist ekki svo nauðsynlegur að mati samfylkingarinnar. Tilhvers var þá samfylkingin þá að reyna að sannfæra forsetisráðherrann um að ná þessum samning?
Ég er hinsvegar staddur á Eskifirði og því fjarri þessari spillingu.
Offari, 25.1.2009 kl. 20:53
Arnar gleymir einu, menn frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum voru Seðlabankanum til aðstoðar, það upplýsti Davíð og fór víst mjög vel á með þeim. Þannig að þetta bull í Arnari fellur um sjálft sig.
Fyrstu áætlanir gerðu nú ráð fyrir því að krónan myndi hríðfalla en styrkjast svo mjög hratt. En hún féll ekkert, heldur hefur hún sigið hægt og rólega uppá við.
Kannski pirrar það Samfylkinguna núna, að ESB umræðan er að snúast í höndunum á þeim og fylgið hríðfellur. Þá er bara að byrja aftur að agnúast út í Davíð.
Hvernig á að vera hægt að vinna með svona rugludöllum eins og Samfylkingunni. Vona bara að Geir rjúfi þing og boði til kosninga sem allra fyrst.
Og allir muna að strika yfir nafn Ragnheiðar Ríkharsdóttur, það mun ég gera.
Sigurður Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 21:11
Er ekki tímabært að leggjast undir feld og hugsa aðeins líkt og Þorgeir um árið, er þetta ekki löngu hætt að snúast um hægri eða vinstri stjórnmál? anda rólega fram að kosningum???bara svo þú vitir þá anda atvinnulausir foreldrar ekki rólega og þeim fjölgar hér ört,með sama stjórnarfari og verið hefur þá viðgengst bullið áfram og viljum við það? viljum við ekkert fá að vita um hvernig svokölluð sameign þjóðarinnar er nýtt og fyrir hvað? viljum við ekkert vita um styrktaraðila stjórnmálaflokka?viljum við að ráðherra fjármála geti sjálftekið fé úr almannasjóði( Árni og stofnféð í sph) viljum við annan Finn Ingólfs sem er líklega mesti þjófurinn (orkuveitumælarnir,vís og f.l, nýkjörinn formaður Framsóknar er með gamla takta á takteinum og á ekki að gjalda fyrir faðernið en gerir samt (Ratsjárstofnun nú kögun) væri ekki nær að hugsa um heigulshátt okkar sjálfra sem aldrei mótmæltum sama hvað það var, er það þetta sem við ætlum börnum okkar að eiga við eða viljum við breytingar??
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.