Loddaraskapur

Nú þegar Björgvin veit að það verða kosningar í vor, þá segir hann af sér. Hann vill fá að fara í prófkjör Samfylkingarinnar ótruflaður af ráðherradómi sínum. Hann vill fá klapp á bakið fyrir að hafa tekið pólitíska ábyrgð. Maðurinn sem svaf yfir sig, jafnvel þó vekjaraklukkan væri bæði hvell og hávær. Maðurinn sem vissi ekki neitt.

Samfylkingin hefur alla tíð verið "skoðanakannanaflokkur". Áður en flokksmenn taka einarðlega afstöðu til málefna, þá láta þeir gera skoðanakönnun. Hvað er líklegt til vinsælda?

Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins áttu fund í dag með formanni Samfylkingarinnar og manni sem kallar sig starfsmann á plani. Varaformaðurinn er einskis virði í jafnaðarmannaflokknum sem átti sér draum. Draum um að vera eini raunverulegi valkosturinn gegn Sjálfstæðisflokknum. Til hver var kosið til varaformanns í flokknum? Bara til að fylla út í formið?

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaknaðu Gunnar  og láttu einhvern segja þér sannleikann, helblár segir þú um sjálfan þig og er það líklega skýringin á þessu hjá þér þ.e.a.s súrefnisleysi til heilans

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef reyndar aldrei kallað sjálfan mig "helbláan", heldur sagt að sumir kalli mig það.

En hvað afsökun hefur þú fyrir sjálfum þér og bjánalegum og innihaldsrýrum athugasemdum þínum hér? Fæðingargalli?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 19:00

3 identicon

Að segja af sér eftir stórfelld afglöp sem setja næstum þjóðina sjálfa á hausinn, er prinsipp mál. Það er eitthvað sem þarf að hamra all verulega inní hausinn á þverum pólitíkusum Íslands. Björgvin gerir það seint, en þó betra seint en aldrei, og núþegar er hann orðinn meira trúverðugu en hinir asnarnir í ríkisstjórn sem þrjóskast við og neita að horfast í augu við "helbláan" sannleikann. Hefði Geir og öll stjórnin gert það rétta og sagt af sér strax eftir hörmungarnar er ég handviss um að þau öll kæmu miklu betur útúr könnunum núna...því fólk kann að meta fólk sem er heiðarlegt.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:17

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er a.m.k. lítil reisn yfir afsögn á þessum tímapunkti.

Afsögn ríkisstjórnarinnar strax eftir hrunið hefði líka verið óábyrgt. Fólk fær á næstu vikum tækifæri til að gera upp hug sinn varðandi framhaldið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 19:24

5 identicon

Stórt er spurt en líklega er það finnski uppruni minn sem veldur þessu en ekki hef ég talið mig þurfa afsaka hann og er nú virkilega glaður með hann ég ráðlegg ykkur að líta til Finnlands og sjá hvað þeir gerðu í ekki ósvipuðum málum, Finnar gáfu konum fyrstir Evrópuþjóða kosningarrétt þar hafa verið skólamáltíðir í 60 ár, Finnland unnu vetrarstríðið og urðu ekki kommaþjóð, hérna komust menn á legg með hermangi, fyrst Bretinn svo kaninn og svo þegar við áttum að hugsa sjálf fór þetta svona  ojjj nei ég segi og skrifa Finnland já takk

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband