Talsmaður fólksins hefur talað. Talsmaður þjóðarinnar. Rödd þjóðarinnar.
Þetta var ömurlegt útspil hjá Herði Torfasyni. Ég skora á alla Íslendinga að hunsa hér eftir þennan ömurlega mann og allt sem hann hefur að segja. Hann hefur opinberað sitt innra eðli og þessi maður á hvergi heima í siðuðu samfélagi.
Hver og einn hefur rétt til að mótmæla og ég vona að það verði aldrei frá þjóðinni tekið. Hins vegar finndist mér mótmæli í ljósi þess að kosið verði í vor, tóm vitleysa. Nú geta allir stjórnmálaflokkar undirbúið sig af kostgæfni fyrir komandi kosningar og í framhaldinu getur almenningur tekið ákvörðun um það sem hann vill.
Þannig virkar lýðræðið.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.1.2009 (breytt kl. 16:07) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Forritun á næstu kynslóð af "góða fólkinu"
- Kosningaúrslit í Bandaríkjunum - mjótt á munum
- Óvænt drama, góð matargjöf af Skaga og þvottavélarólukka
- Hin hliðin
- Trúir einhver því í alvöru
- Óhjákvæmileg stjórnarslit
- Biden endaði Bandaríska heimsveldið á fjórum árum
- Er stefnan eintóm blekking?
- Þegar stjórnmálaprófessor fer á flug!
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Hvað gerist ef það verður jafntefli?
- Missti hönd eftir axarárás í París
- Umhverfissvið eigi vísan stað í helvíti
- Ákærðir fyrir háskalegar árásir
- Nágranninn fannst látinn við nærliggjandi skóla
- Fimmtán ára fangelsi fyrir að aðstoða Rússa
- Það skiptir ekki máli hvor vinnur
- Svona verður endaspretturinn
- Óttast að demókratar steli kosningunum
- Leita manna í bílastæðahúsum
Athugasemdir
Þú lest bara það sem þú vilt lesa út úr ummælum Harðar. Svo er ekki alltaf haft rétt eftir fólki í blaðagreinum.
Hænuskref í rétta átt..........ég skildi það svo að það var vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn boðar til kosninga í mai.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:00
Þetta voru ömurlegar aðdróttanir hjá Herði. Það fór ekki á milli mála hvað hann meinti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 16:01
Sammála þér Gunnar, Hörður getur ekki snúið sig út úr þessu !
Rödd fólksins ???
Ja annað hvort flokkast ég eða Hörður undir "fólk" eða öllu heldur manneskju sem er fær um að sýna samúð og samstöðu með fólki sem greinist með banvænan sjúkdóm.
Við erum dæmd eftir því hversu vel við bregðumst við mótlæti og hvernig við berum okkur í erfiðleikum, vissulega eru tímarnir hræðilegir núna, en ég grýti ekki lögregluna með hellum eða Geir með eggjum.
Óska Geir alls hins besta í baráttu við sjúkdóm sem við alltof mörg þekkjum af eigin raun
Þórunn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:14
Þetta viðtal við Hörð er einfaldlega ekki hægt að misskilja enda setur hann marga hnefa af salti í sama sárið, tekur undir allt sem þú skrifar Gunnar Th.
Ómar B., 23.1.2009 kl. 16:14
Þannig virkar fulltrúalýðræðið ef farið er eftir bókinni. Stjórn Seðlabankans situr áfram, stjórn Fjármálaeftirlitsins situr áfram og enginn stjórnmálamaður hefur axlað ábyrgð.
Veikindi eru sorgleg, ömurleg, hryggileg en við þurfum að losna við Davíð og reyndar miklu fleiri, jafnvel þótt formenn stjórnarflokkanna séu veikir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:09
Fólkið fær tækifæri til þess 9. maí. Fullkomið lýðræði
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 17:12
Stofnar þú ekki bara flokk Eva?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 17:34
Þetta er ömurleg færsla hjá þér! Þitt innra eðli á greinilega enga samleið með mínu.
Billi bilaði, 23.1.2009 kl. 22:56
krakkar mínir eru foreldrar ykkar ekkert að fylgjast með ykkur í tölvunni, Gunnar þú hlýtur að geta eytt þessum færslum sem sonur þinn er að skrifa hér undir þínu nafni. Hélt eitt augnablik áður en ég fór að lesa færslurnar að fullorðna fólkið væri að missa sig en gladdist þegar ég fattaði að svo er það auðvitað ekki, sem betur fer.
Arnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:14
Æ Gunnar. Þú ættir nú að vera farinn að þekkja mínar hugmyndir betur en svo að halda að ég kæri mig um þátttöku í þessu flokkakerfi. Ég vil bylta flokkakerfinu. Ef ekki kemur fram flokkur sem hefur það markmið að breyta stjórnskipulaginu, verður mitt framlag til kosninganna að hvetja fólk til að skila auðu.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:17
Var nokkuð að lesa úr ummælum?? Þau voru spiluð í útvarpi að mig minni, auk þess í Kastljósinu í kvöld.
Örstutt til þín Eva Hauks, lagðir þú ekki einhver álög á einhverja fyrir utan Stjórnarráðið um daginn?
Magnús Þór Friðriksson, 24.1.2009 kl. 00:07
ÉD VERÐ NÚ AÐ TAKA UNDIR MEÐ ARNARI. ERUM VIÐ Á SAMA LANDI !.
Éd hef alltaf kosið mína menn, þ.e. sjálfstæðisflokkinn, en fyrir nokkru er mér nóg boðið, Spillingin er alsráðandi, þeirra menn voru það sem skipti málai, nýfrjálshyggjaan sem var innleidd er ekki að virka , spllingin er algjör, það er ekki ráðið eftir getur fólks, það er logið að þjóðinni, það er haldið áfram að plata fólk þó vitað sé betur.
Nei þetta er of lang gengið, voru elkki "okkar" menn með fjármálin í 13 ár ! Og allt í kalda koli, nei strákar að þið skuluð láta ykkur detta í hug að verja þetta, þið eruð verri en kommarnir og ég skammast mín fyrir ykkur, kommarnir hættu er kerfið virkaði ekki, en þið haldið áfran ! Þið eruð aumingjar ÍSLAnds, fólk sem ættu að skammast sín fyrir að hafa boðað þetta kerfi. SKAMMIST YKKAR áður en börnin ykkar fatta hvað þið hafið gert þeim. óska svo Geir góðs bata.
Bjartur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:35
Jú einmitt. Ég sendi Geir og ríkisstjórn hans stefnivarg, þ.e. lagði svo á að reiði þjóðarinnar skyldi verða sem hver annar vargur á þessari voluðu ríkisstjórn þar til hún hrektist frá völdum. Álögin eru nú greinilega farin að hrífa, enda er raunveruleg ástæða fyrir boðun kosninga í vor ekki heilsufar Geirs, heldur margra daga mótmælamaraþon sem örugglega hefur valdið meiri truflun en rottuplága og mávager samanlagt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 02:09
Lít bara inn til að sjá hvað er títt fyrir austan!
Segi eins og Arnar: Bið að heilsa honum Gunnari Th., krakkar!
Hlédís, 24.1.2009 kl. 12:14
Æ Gunnar minn ... ég held að ég verði að fara að kom austur ræða við þig. Þú ert alltaf svo reiður greykallinn. Trúlega ertu ekki búinn að gera þér grein fyrir því, en mótmælin sem eiga sér stað vítt og breytt um okkar fagra land hafa ekkert með Hörð Torfason að gera. Nú fer ég að hnýta flugu sem heitir Öfugsnúni bloggvinurinn að austan. Mætti láta han snúa öfugt eins og lýðræðið á Íslandi. Hafðu það nú gott Gunnar minn í austfirska álandvaranum.
Pálmi Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 14:31
Þú átt eftir að mokveiða á "öfugsnúna bloggvininn"
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 04:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.