Svokallaðar "Fótboltabullur" hafa stundum komið óorði á enska knattspyrnuáhugamenn. Þeirra aðal áhugamál er ekki fótbolti, heldur slagsmál og ofbeldi gagnvart öðrum áhorfendum og lögreglunni.
Þessar "Mótmælabullur" er samskonar fólk. Það vill bara slagsmál við lögregluna. Ég held með löggunni.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
- Starfsmenn neyðarmóttöku og hjúkrunarheimila afþakka mRNA bóluefnið
- Trump mun tapa þó hann sigri
- Helstefna Davíðs Þórs Jónssonar
- Erfiður starfsmaður
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Seinkun á jólamandarínum í ár
- Græni punkturinn ekki til marks um lágvöruverð
- Fjórir handteknir grunaðir um ólöglega dvöl
- Niðurskurður komi illa niður á þjónustu við börn
- Svo er bara enginn að framkvæma þetta
- Hljóðmúrinn til Hafnarfjarðar
- Ríkið geti lært ýmislegt af borginni
- Leggja til stofnun þjóðgarðs í Dalabyggð
Athugasemdir
Gunnar minn, þú ert svo klár í efnafræði. Hvaða frumefni er í táragasi?
Sigurður Hrellir, 22.1.2009 kl. 01:55
Eitt er víst að gangstéttahellur eru nokkuð harðari en táragas, og höggið eflaust þeim mun þyngra. Tveir lögreglumenn alvarlega slasaðir, segir greinin.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:09
Sammála.
Ég mætti nokkrum sinnum í gær og mótmælti. Leiðinlegt þegar aðrir mótmælendur skemma f. málstaðnum með skrílslæti.
ari (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:25
Ég er Sjálfstæðismaður, sumur kalla mig "helbláan". Ég geri mér ágætlega grein fyrir því að þessi ríkisstjórn á ekki að sitja út kjörtímabilið og ég er mjög óánægður, eins og allir held ég. En svona skrílslæti eru ekki í mínu nafni.
Ég tel að það eigi að bíða með kosningar fram á haustið en sennilega verður kosið strax í vor því Samfylkingarfólk er farið á taugum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 11:00
Varstu á staðnum?
Ég var þar. Það er langt frá því að hafi verið stemning fyrir grjótkasti og þeir sem beittu því í gær eru sannarlega bullur, það tek ég undir.
Þegar ég kom á Austuvöll eftir götupartýið við Þjóðleikhúsið var lögregluliðið þar komið með gasgrímur. Mótmælendur við Alþingishúsið höfðu hátt en risu sem einn maður gegn því þegar einhver kastaði steini. Aðgerðasinnar gengust fyrir því að fólk settist niður og allt varð sallarólegt. Við kyrjuðum 'friðsöm mótmæli, ekkert ofbeldi'. Samt sem áður leyfði ein, drukkin manneskja sér að kasta gangstéttarflís. Steinninn lenti á stéttinni fyrir framan lögreglumann. Þetta vakti mikla vandlætingu og munaði minnstu að maður gengi í skrokk á gerandanum.
Vinir hins reiða náðu honum strax niður og á einni mínútu varð allt rólegt. Ég stóð upp og byrjaði að gefa leiðbeiningar um viðbrögð gegn gasi, því eftir reynslu mína af lögreglunni hafði ég ekki trú á að þeim myndu hætta við að prófa dótið sitt, bara af því að allt var orðið rólegt. Ástandið var ekki verra en svo að fékk algjört hljóð og gat talað yfir hópinn án gjallarhorns en um leið og ég fór að nefna hvernig ætti að bregðast við táragasi, var gasinu beitt. Einkennilegt augnablik? Nei, ekki svo, þeir voru greinilega að bíða eftir tylliástæðu til að nota gas og sjálfsagt þykir verra að fólk kunni að bregðast við því.
Þeir sem lentu í gasinu fengu aðstoð. Örfáir fóru heim en flestir skunduðu upp að Stjórnarráði, staðráðnir í að láta ekki buga sig. Ég fór frá Stjórnarráðinu um kl 2:30, veit ekki hvað gerðist eftir það en þegar ég fór var ekkert grjótkast í gangi. Ég harma það að fólk kasti grjóti eða öðru sem getur meitt og skaðað en get ekki sagt að ég sé hissa. Þessi ríkisstjórn hefur með sinnuleysi sínu beðið um óeirðir og þæt mun hún fá. Ef stjórnin fellur ekki í dag má reikna með að lögreglan fái raunverulega ástæðu til að beita gasi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:15
Þú kemur eiginlega upp um þig með þessu Eva:
"Ég harma það að fólk kasti grjóti eða öðru sem getur meitt og skaðað en get ekki sagt að ég sé hissa. Þessi ríkisstjórn hefur með sinnuleysi sínu beðið um óeirðir og þæt mun hún fá. Ef stjórnin fellur ekki í dag má reikna með að lögreglan fái raunverulega ástæðu til að beita gasi".
Þú réttlætir ofbeldi, ekki ég.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 11:32
Er þetta ekki mestan part óuppalinn krakkalýður, geðsjúklingar og vinstri frík?
Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 11:46
Gunnar.
Mótmælandur og skemmdar skríll er ekki það sama..
Skríllinn skemmir fyrir þeim, sem vilja koma saman og mótmæla, friðsamlega.
Ingunn Guðnadóttir, 22.1.2009 kl. 17:33
Hárrétt, Ingunn. Skríllinn fer sínu fram í skjóli heiðvirðra mótmælenda.
Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 17:42
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 18:08
Ég hef aldrei réttlætt ofbeldi. Það er hinsvegar ekkert sérstakt sem bendir til þess að Íslendingar séu öðruvísi innréttaðir en Grikkir, Frakkar eða Danir og þessvegna er ég ekki hissa.
Þegar friðsamar aðgerðir til að fylgja réttlátum kröfum eftir, bera ekki árangur harðna þær. Þannig er það bara allsstaðar í heiminum, óeirðir eru ekki skipulagðar, heldur endar með því að fólk svarar fyrir sig með hefnd ef ranglætið gengur nógu langt. Það er bara mannlegt eðli. Nú hafa staðið yfir maraþonmótmæli í þrjá daga, einstaka maður hefur látið ófriðlega og hversu illa sem okkur líkar að mun reiðin stigmagnast ef á að hundsa okkur áfram.
Ég vona sannarlega að ríkisstjórnin sjái að sér en af tvennu illu finnst mér skárra að losna við hana með óeirðum en að sitja uppi með hana áfram. Það þýðir ekki að ég sé sátt við óeirðir, en andúð mín á skipulagðri valdníðslu og spillingu stjórnvalda er megnari en ótti minn við að fólk missi stjórn á skapi sínu vegna þess.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:00
Hvað heldurðu að breytist með annari ríkisstjórn?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 01:18
Mér þætti strax skárra að fá aðra ríkisstjórn eða jafnvel enga ríkisstjórn þótt væri ekki nema upp á prinsippið. Ef ég hefði ráðið til mín starfsmann sem hefði hjálpað vinum sínum að ræna mig, þá myndi ég reka hann á staðnum, þótt það þýddi að ég þyrfti að loka búðinni um tíma. Þetta er bara eins.
Ég tel hinsvegar nýja ríkisstjórn byggða á sama grunni, ekki vera neina lausn. Við þurfum að fá ríkisstjórn sem er tilbúin til að gera þannig breytingar á stjórnkerfinu að það sé ekki hægt að safna völdum á fáar hendur og ef það gerist samt, eða ef stórnendur gera sig seka um vanrækslu, spillingu eða afglapahátt, þá sé hægt að skipta um stjórnanda í hvelli. Svo þarf að uppræta þetta flokkakerfi og breyta lögum um kosningar.
Ég er að vona að fram komi flokkur sem hefur ekki hug á að nota vald sitt til neins annars en að koma á beinu lýðræði og er svo tilbúinn til að stíga frá og láta sérfræðingum eftir að stjórna. Þá á ég ekki við að þeir sérfræðingar fengju endalaus völd, hvað þá að þeir hefðu leyfi til að leyna þjóðina upplýsingum um hvað þeir eru að bardúsa.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:40
Svo virðist sem mótmælendur hafi næstum jafnmargar sýnir á hvað beri að gera, og þeir eru margir. Þetta er sundurleitur hópur og stjórnarkreppa er það sem við þurfum síst á að halda.
"Sérfræðingar" þínir munu einnig hafa misjafna sýn á hlutina og við verðum að vita hver sú sýn er ef velja á þá til ábyrgðarstarfa. Einhver "sérfræðingurinn" gæti t.d. haft tiltekna skoðun á leið til úrbóta sem fengi þig til þess að þeysa á Austurvöll á ný með kröfuspjald og andlitsgrímu.
Sumir segja að um leið og "sérfræðingum" er hleypt í ákvarðanatökur, þá byrji vandræðin fyrir alvöru. Ég hef séð margan undarlegan "sérfræðinginn"
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 12:00
Menn verða aldrei sammála um alla hluti og það er ekki raunhæft að búa til fullkomið samfélag. Það sem skiptir mig mestu máli er að komið verði á kerfi sem leiðir til almennrar meðvitundar og þátttöku.
Þetta bankahrun hér hefði t.d. aldrei átt sér stað ef allar upplýsingar hefðu verið uppi á borðinu og almenningur haft eitthvað um málin að segja annað en einn kross á kjörseðli á 4 ára fresti.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:38
Bankahrunið er afleiðing innri kerfisgalla og kosningahringl hefði ekki komið í veg fyrir það. Það sváfu allir á verðinum, líka stjórnarandstaðan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 13:00
Það sem meira er, þjóðin svaf á verðinum, einmitt vegna þess stóra kerfisgalla sem þetta fulltrúalýðræði okkar er. Ég sé ekki betur en að við séum sammála og held að þú sért í raun hinn mesti anarkisti. Ég hélt sjálf að ég væri kapítalisti á meðan ég leyfði fordómum mínum að hindra mig í því að kynna mér hugmyndir um stjórnvaldsleysi. Ef þú vilt skal ég útvega þér aðgengilegt lesefni um anarkisma.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:55
Takk, ég er alltaf til í að fræðast
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:30
En þú verður að lofa að kasta ekki yfir mig einhverjum nornaseið og festa mig í álögum
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:32
Neinei, ég vil alls ekki að fólk taki pólitíska afstöðu út frá álögum. Ég skal senda þér lesefni eftir helgi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:41
Þú ert ágæt.... inn við beinið a.m.k.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:52
Inn við beinið í nefinu?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:22
Rómeo og Júlía?? eða fyrsta bloggparið?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.