Eitt bjartsýnishjalið og töfraorðið í eyrum sumra í þeim þrengingum sem herjar á íslensku þjóðina um þessar mundir, er: "Sprotafyrirtæki" Ég held að það sé tímaskekkja að dæla miklu áhættufjármagni úr opinberum sjóðum í slík fyrirtæki. Í góðæri er það í lagi, þá er lag, en í þrengingum þá gerir 90% hlutfallið um flopp á slíkum hugmyndum, ekki annað en að hækka.
Auðvitað á að taka með opnum huga hugmyndum fólks, því sumar hverjar eru mjög góðar. Einstaklingar eru líklegri en opinber battarí til þess að finna lausnirnar, en stundum þarf sérfræðiaðstoð til þess að útfæra þær í smáatriðum. Þar gæti opinbert fé komið að gagni.
Efnahagsspáin svört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 18.1.2009 (breytt 19.1.2009 kl. 00:06) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Þetta sprotafyrirtækja kjaftæði er bara til þess að drepa vandanum á dreif. Ráðherrar, td Valgerður Sverrisdóttir, hafa notað þetta til þess að hygla liðinu í kringum sig en út úr þessu kemur nálega ekki neitt.
Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 00:31
Þarna er ég ekki sammála og tel einmitt afar nauðsynlegt að gefa nýjum hugmyndum tækifæri
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2009 kl. 00:34
Já, mér hefur sýnst að sumir bindi miklar vonir við þetta, sem er algjört rugl eins og staðan er í dag. En það má samt ekki loka alveg á þann möguleika að einhverjar hugmyndir geti skilað árangri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 00:40
Nýjar hugmyndir fá alltaf tækifæri ef þær eru arðvænlegar. En það er ekki gott að sóa fé í hugmyndir vegna þess eins að þær eru nýjar.
Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 00:47
Einmiit, og ef hugmyndir eru mjög góðar og viðskiptaáætlunin er pottþétt, þá hefur bankakerfið verið tilbúið að lána í slík verkefni. En vandamálið núna er auðvitað háir vextir og lánsfé af skornum skamti.
Auk þess eru góðar og pottþéttar hugmyndir fyrir 1-3 manna fyrirtæki ekki endilega áhugaverður kostur fyrir fjármálafyrirtæki að lána til. Svo spila inní veð og fl. sem lánastofnanir heimta og ekki allir sem geta lagt slíkt fram í dag, þannig.... eins og ég segi í pistlinum, þá má ekki loka fyrir þann möguleika að opinberir sjóðir komi að uppbyggingu. En kröfur um viðskiptaáætlanir þurfa að vera ríkar. En að þetta reddi einhverju í því ástandi sem nú er, er tóm vitleysa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 01:03
Leggja þarf meira fé til að styðja við ökukennzlu & ríkið þarf að koma á móti leigubílztjórum vegna þeirrar staðreyndar að fólk labbar meira núna í kreppunni !
Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 01:28
Heyr, heyr! Zteingrímur
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 01:37
Sammála Steingrími, það þarf að stórefla umferðarfræðslu og tryggja umsjónarmönnum þess næga menntun sem þeir geta sótt til Rvk, flug og uppihald greitt af ríkinu, eins þarf að rígfesta æviúthlutanir á leiguakstursleifum og koma þar með í veg fyrir endurnýjun í stéttinni
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.