Populismi

 

Populismi Samfylkingarinnar ríður ekki við einteyming. Forystulið flokksins veit sem er að meirihluti þjóðarinnar og reyndar alls almennings á Vesturlöndum lætur glepjast af einhliða fréttaflutningi af málum þarna. Það selur betur blöðin og eykur meira áhorfið, að einblína á mannfall óbreyttra borgara og barna, heldur en að reyna að skoða heildarmyndina.

Það er augljóst að aflsmunur á Palestínumönnum og Ísraelum er gífurlegur og sumir myndu kalla það óðs manns æði að svona veikburða þjóð ráðist á herveldi. Svona svipað og ef varðskipin okkar hefðu skotið á bresku herskipin í þorskastríðinu. Hvað gengur þá Palestínumönnum til með því að ráðast á Ísraelsmenn? Er það herbragð hjá þeim til þess að fá Ísraelsmenn til þess að neyta aflsmunar síns? Að fórna varnarlausum konum og börnum sínum til þess að fá samúð annara? Frekar er það nú löðurmannleg aðferð.

Annars er ég ekki viss um að hlutfall óbreyttra borgara og þ.m.t. barna sem fallið hafa í Palestínu, sé mkið hærra en í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Það hefur verið þróunin í stríðum, eftir því sem tækninni fleygir fram (svo merkilegt sem það nú er)  að æ fleiri óbreyttir borgarar falla í átökunum.

Sveinn Tryggvason skrifar afar athyglisvert blogg til varnar Ísrael. Ég skora á alla að skoða það sem hann segir og einnig myndböndin sem hann vísar í máli sínu til stuðnings.

Pistill Sveins er  HÉR


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband