Spurning um forgangsröðun

Flest allar vegaframkvæmdir eru arðsamar, þegar til lengri tíma er litið, bara mis-arðsamar. Ég man ekki hvað Dettifossvegur á að kosta, nema hann er mjög dýr, a.m.k. miðað við þá umferð sem um hann fer. Ég hef talið að þessi vegur sé ekki framarlega í forgangsröð vegabóta... ekki í góðærinu, hvað þá nú. Það er svo ótal margt í vegakerfi landsins sem beinlínis hrópar á umbætur.

dettifossvegur

Dettifossvegur er auðvitað ekki merkilegur, en umferð um hann er fyrst og fremst að sumarlagi, ca. 3 mánuði á ári.


mbl.is Dettifossvegur lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hann er kannski ekki merkilegur, en það verða hvergi fleiri óhöpp á jafn stuttum vegakafla eins og honum, á hverju sumri. Þúsundir, á allaveg farartækjum fara um þennann veg á sumrin, í rykmekki og á þvottabrettum. Ég tel að það væri vel varið þeim peningum, sem settir væru í þennan veg.

Þú tekur kannski eftir að ég er að tala um núverandi veg. Ég tel það algerlega útí hött, að byggja nýjan vestanmegin árinnar. Frekar ætti að velja ódúrari kostinn, og laga núverandi veg, þar sem t.d. öll aðstaða fyrir ferðamenn eru.

Börkur Hrólfsson, 13.1.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sennilega með kostnaðartölur frá þessum nýja vegi í hausnum. Ef þetta er rétt hjá þér með slysatíðnina á eystri veginum, þá horfir málið öðruvísi við og sjálfsagt að skoða umbætur vegna þess.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er það ekki alltaf þannig að um leið og tölur hætta að vera bara tölur/prósentur/hlutföll á blaði og verða að einhverju nær okkur (vinir/vandamenn/nágrannar) þá horfa málin allt öðru vísi við okkur?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.1.2009 kl. 13:27

4 identicon

Hverjum þykir sinn fugl fagur, þannig að mér finnst ekkert skrýtið að Þingeyingar leggi áherslu á þetta. Ég verð samt að vera sammála þér, mér finnst þetta ekki vera forgangsverkefni. Ég bý á Egilsstöðum og get tekið þó nokkur dæmi um vegabætur sem nýttust ferðamönnum ekki síður, eða jafnvel mun betur heldur en Dettifossvegur. Hringvegurinn hérna á svæðinu er orðinn til háborinnar skammar. Vegurinn um Skriðdal er t.d. ónýtur, svo ekki sé talað um áframhaldið um Breiðdalsheiði. Mér finnst þó samt eðlilegra að Axarvegur verði bættur og gerður að heilsársvegi. Í Berufirði, Hamarsfirði og Álftafirði er einnig mikil þörf á uppbyggingu. Ég get fullyrt að fleiri keyra þessa vegi heldur en Dettifossveg. En núna er eins og við vitum eru allar vegaframkvæmdir í landinu í uppnámi og á meðan grotna vegirnir niður, og mikið af fólki horfir fram á atvinnuleysi vega þessa niðurskurðar.

Sigrún Jóna Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:28

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er spurning líka hvað menn eiga við sem "veg að Dettifossi." Er ekki ráðlegast að laga veginn sem er þangað og losna við þvottabrettin? M.ö.o. senda á hann veghefla og laga hann smá til með uppfyllingarefni og tiltækum hlutum -sem kosta lítið í innflutningi en geta skapað atvinnu.

Vegirnir um Álftafjörð og Hamarsfjörð eru einstaklega skemmtilegir að keyra á. Synd ef þeir væru gerðir of beinir, eru þeir ekki bara almennt séð í þokkalegu ástandi ef þeim er haldið við?

Ólafur Þórðarson, 13.1.2009 kl. 14:27

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þjóðvegur 1 um Álftafjörð og Hamarsfjörð er dauðagildra og þjóðinni til skammar. Einnig margir aðrir kaflar á aðal þjóðvegi landsins, að maður tali ekki um Vestfirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 15:38

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

"Þjóðinni til skammar" er stórt til orða tekið. Held það megi vel LAGA örfáa punkta á veginum og svo er ágætt ef menn reyna að gera það sem þarf á flestum stöðum; að keyra á skikkanlegum hraða. Einu hætturnar sem ég hef lent í á þjóðvegunum eru fífl sem keyra eins og hálfvitar miðað við veginn.

Eiginlega er ég hættur að nenna að fara hringinn, það er flest orðið svo þráðbeint að maður á hættu á að sofna við stýrið, svona eins og þegar maður keyrir um í Ohio. Sjálfsagt er ég ekki sá eini sem tekur eftir þessari breytingu.

Ólafur Þórðarson, 13.1.2009 kl. 15:53

8 Smámynd: Dunni

Gunnar.  Nú liggur á að malbika út í Vöðlavík.  Það er mikilvægur vegur, einkum fyrir þá sem vilja draga fyrir í ósnum.  Það getur verið gjaldeyrisskapandi líka.

Dunni, 13.1.2009 kl. 19:37

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst vegurinn út í Vöðlavík mjög sjarmerandi eins og hann er í dag og vil ekki að honum sé breytt. Ef fólk þarf endilega að komast þangað með hraði, þá leigir það bara þyrlu til þess.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband