Bandarísk líkamsræktarstöð

Örugglega einhverjir sem sjá ekkert athugavert við þessa mynd Errm

a1

 


mbl.is Offita sífellt stærra vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég sé ekkert athugavert því svona á þetta að vera.

Offari, 12.1.2009 kl. 00:43

2 identicon

Jú, mér finnst þetta mjög fyndin mynd. Hef reyndar séð álíka spaugileg dæmi á Íslandi. Sem er, að í smábæjum víða um land, fer fólk ekki milli húsa nema í bíl. Til og frá vinnu akandi þó vinnustaðurinn sé aðeins í 300 metra fjarlægð og síðan fer fólkið akandi í íþróttahús staðarins eftir vinnu og borgar fyrir að fá að labba á færibandi

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 06:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kannast við þennan "bílisma" hér á Reyðarfirði. Reyndar er kannski eðlileg skýring á því. Fólk fer e.t.v. að versla eftir vinnu og í annað stúss og vill því hafa bílinn við hendina. En samt...

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 09:23

4 identicon

Þetta vandamál er fjölþætt.  
Hreyfingin er stór hluti.  Þegar við vorum ungir var nánast ekkert sjónvarpsgláp.  Sjónvarpið sendi frá kl. 20.00 og ekki á fimtudögum og tók sér 6 vikna frí á sumrin. Tölvur ekkert sérstaklega algengar það vor komin Video-tæki en þau voru fyrst rándýr. 
Annað atriðið er það að núna er stór hluti barna og ungmenna er keyrt í skólann og er nánast umferðaraöngþveiti í kringum skóla auk þess eru fullfísk ungmenni ekinn út um hvippin og hvappin. Það er klagað og kvartað ef eitthvað þarf að hreyfa sig. Maður sér þetta bæði í sveit og borg og á minni stöðum úti á landi þar sem er 5mín ganga á milli húsa er farið í bílana og allar afsakanir eru teknar að það rigni að það sé svolítið rok og að maður sé að flýta sér.
Sleppa því að taka lyftuna en labba stigan.  Hreyfing er ekkert sem þú þarft að borga fyrir á líkamsræktarstöð dýrum dómum.
Því miður virðist íþróttaiðkun verða meiri þannig að afburðafólkið eigi að spreyta sig en hinir eiga að horfa á (og sem oftast) háma í sig kartöfluflögur og drekka gos/bjór.

Hinn hlutinn var gosdrykkja og kolvetnaát.  Það var ekki mikið af gosdrykkjaneyslu og var það appelsín, SPUR-kóla og Coca Cola í 20ml flöskum núna er ekkert selt minna en 1/2 lítersflöskum.  Ég man eftir þegar 1 líters glerflöskur komu með Coca Cola manni þótti þær gríðarlegar og núna er þetta 1 1/2 líters plastflöskur og bráðum koma 5 lítra flöskur.
Pizzu, pasta og frönsku kartöflurnar eru eitt dæmið fyrir utan sælgætisátið.  Það hefur aukist gríðarlega.

Það væri vit á að í nýja fátæka Íslandi að fólk notaði almenningssamgöngur, hreyfði sig meira með hjólum eða göngu. Ókeypis Gvendarbrunnavatnið slær út þessum kolsýrudrykkjum lakara vatn kaupir fólk á flöskum dýrum dómum. 
Það var annars rannsókn á orkudrykkjum sem birt var í viðurkenndu læknistímariti fyrir skömmu og þar sló kókómjólk (úr léttmjólk) út alla svokölluðu "orku"drykkina fyrir brota brota brotabrot af kosnaðinum.  Nei það dýrara þarf ekki að vera betra.

Gunnr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gott innleg hjá þér Gunnr.

Stundum sakna ég sjónvarpslausra fimmtudaga og 6 vikna sumarfrísins. Þá segir einhver, að maður þurfi ekki að kveika á sjónvarpinu. "Yea right"

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 12:19

6 identicon

Þetta byrjar allt á uppeldinu. 

Ég ólst upp í Hafnarfirðinum og hef ég talað við jafnaldra mína sem hafa komið viðsvegar að frá Íslandi.  Það var ekkert verið að keyra krakka í skóla eða á æfingu.  Það var um 2 - 3 km í skólann hjá mér og ég man eftir að hafa verið sóttur örfáum sinnum  í skólann í annað skipti fuku þakplötur og var fárviðri og í hitt skiptið held ég að við vorum að fara eitthvað út á land var þetta eftirminnilegt enda gerðist ekki oft.
Maður labbaði yfir á Kaplakrika á fótboltaæfingu og niður í Hafnarfjörð í Íþróttahúsið á handboltaæfingu.
Ekki var veðrið neitt betra þá.  Síðan bar maður út blöð Vísi og Alþýðublaðið og Dagblaðið þegar það kom og þótti ekkert tiltökumál. 
Ég var nú ekkert neinn íþróttaálfur bara venjulegur krakki og held að maður hafi bara haft gott af þessu.  Held ekki að faðir minn hefði tekið það í mál að skutla mér út um allt þó vitaskuld hefði það verið stundum þægilegri ferðamáti en tveir jafnfljótir.

Gunnr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband