Er það að gerast núna fyrst?

criminal_defense_photoÉg skil það svo á þessari frétt að það sé fyrst með tilkomu rannsóknarnefndar Alþingis, sem reynt sé að tryggja að gögnum sé ekki spillt. Ef ég væri hvítflibbaglæpamaður, þá myndi ég þyggja það með þökkum að fá að eyða gögnum um glæp minn, óáreittur í margar vikur. Svo myndi ég skála í kampavíni. Reyndar hef ég einnig staðið í þeirri trú að erfitt sé að eyða gögnum, eins og t.d. millifærslum á fjármagni og slíku. Peningar hafa nokkuð langa slóð sem hægt er að rekja. En hvað veit ég svosem, sem aldrei hef átt neitt nema skuldir.
mbl.is Öryggi rannsóknargagna tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Loksins erum við eiginlega sammála og það hlýtur nú að vekja ugg hjá öðrum hvorum okkar.

Árni Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ykkur ?

Ég er alveg skíthræddur núna !

Steingrímur Helgason, 9.1.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þá erum við þrír hræddir menn

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Má ég vera með?

Jóhann Elíasson, 10.1.2009 kl. 18:10

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hrædd þjóð á barmi örvæntingar.....

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 18:19

6 identicon

Æjæjæ, nú verð ég líka að vera sammála. Búinn að vera ósammála þér Gunnar í nánast öllum bloggum sem ég hef lesið frá þér (í 99,9% tilvika án kommentara), en "breyttir tímar, breyttir menn"!

Samt er ég skíthræddur um að þessi færsla þín hafi bara verið mistök.

áhugasamur (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband