Reyðarfjarðardeild Rauða Kross Íslands hefur gefið Grunnskóla Reyðarfjarðar PAD-hjartastartara, en það er hjartastuðtæki sem er ótrúlega einfalt í notkun og hefur þegar sannað gildi sitt hér á landi og bjargað nokkrum mannslífum á undanförnum mánuðum. Allir geta notað tækið eftir nokkurra mínútna námskeið í notkun þess, jafnvel börn og unglingar. HÉR má sjá kynningu á notkun þess og hún er í raun alveg nóg, svo einfalt er tækið. Tækið er geymt í ólæstum skáp við aðalinngang skólans, en þegar skápurinn er opnaður þá fer hávær sírena í gang og starfsfólkið er að sjálfsögðu uppálagt að hraða sér á vettvang ef það heyrir í sírenunni. Björgvin Pálsson, sjúkraflutningsmaður á Reyðarfirði með meiru kom í skólann í dag og kynnti tækið fyrir kennurum og öðru starfsfólki.
Engin hætta er á að tækið gefi frá sér straum, nema ef skynjarar þess gefi til kynna að viðkomandi sjúklingur þurfi á því að halda. Eina "hættan" sem fylgir notkun tækisins er ef einhver kemur við sjúklinginn um leið og straumi er hleypt á. Tækið "talar" við þann sem kveikir á því svo það er faktískt ekki hægt að klúðra neinu.
Reyðarfjarðardeild Rauða krossins hefur gefið fleiri svona tæki, m.a. til lögreglunnar og hefur hún þau í lögreglubifreiðum embættisins á Eskifirði og einnig er eitt tæki staðsett á áberandi stað í verslunarmiðstöðinni Molanum hér á Reyðarfirði. Hvert tæki kostar um 200 þús. kr. með kassa og uppsetningu, svo ljóst er að um umtalsverða gjöf er að ræða. Þó má segja að þetta sé afar ódýrt öryggistæki sem bjargar mannslífum. Lögreglan á öðrum stöðum á Austurlandi hefur einnig yfir "Hjartastartaranum" að ráða og fengið að gjöf frá Rauðakrossdeildum á sínu svæði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Athugasemdir
Það er flott mál að koma þessum græjum á sem flesta staði sem að fólk safnast saman á, en það staðreyndsem mér finnst að ekki hafi verið lögð mikil áhersla á í markaðssetningu þessara tækja. Tækið eitt og sér bjargar engum mannslífum, það er aðeins hluti af endurlígunarkeðjunni, en vissulega er rétt að því fyrr sem hægt er að beita rafstuði, því meiri líkur eru á árangri. Mikilvægast er að sem flestir hafi kunnáttu í skyndihjálp og geti beitt endurlífgun samhliða notkun tækisins þar til sérhæfð aðstoð berst.
Hafliði Hinriksson, 10.1.2009 kl. 13:37
Alveg rétt Hafliði, en tækið getur þó skipt sköpum og skilið milli lífs og dauða og hefur gert það í nokkrum tilfellum á rúmu ári.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 17:10
Ég er alls ekki að draga úr því að tækið getur átt stóran þátt í björgun mannslífa, en svo er bara að vona að það komi aldrey upp þær aðstæður að nota þurfi tækið!!!
Hafliði Hinriksson, 10.1.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.