Þegar skorið er niður í ríkisútgjöldum hjá opinberum stofnunum, þá er ekki óeðlilegt að starfsfólkið sé uggandi um sinn hag. En þegar opinber þjónustustofnun verður fyrir niðurskurði þá hef ég miklu meiri áhuga á að heyra af áhyggjum þeirra sem njóta þjónustunnar, en þeirra sem veita hana. Er verið að stofna öryggi sjúklinga í hættu með þessari aðgerð? Mér skilst ekki.
Eins og maður hafi verið skotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Það er vond stefna að færa heilbrigðisþjónustuna burt frá fólkinu. Það er glórulaust að láta sjúkt fólk skælast frá höfuðborgarsvæðinu suður í Keflavík. Við erum öll hér á sama blettinum: starfsfólkið og þeir sem njóta þjónustu þeirra. Guðlaugur er alveg búinn að tapa glórunni.
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 03:43
Heilbrigðisráðherra reynir auðvitað að auglýsa þessa nýju vöru sína á sem sölulegastan hátt. Maður á aldrei að treysta söluaðilum vöru blint um ágæti hennar. Minnist þess ekki að svona "hagræðingar" áður, hafi skilað neinu þegar upp var staðið, þótt mikið stæði til.
Baldur það er alveg jafn langt fyrir sjúkt fólk að fara frá Reykjavík til Keflavíkur og sjúka að skælast frá Keflavík til Reykjavíkur svo ekki sé talað um aðra landshluta. Ekki það að ég sé að mæla þessum breytingum bót, síður en svo. Bara orðin leiður á þessu væli í Reykvíkingum ef þeir þurfa að rétta út hendurnar eftir björginni en gefa skít í fólk í örðum landshlutum sem þurfa að fara jafnvel hundruð kílómetra eftir því sem þykir sjálfsagt að hafa við höndina í Rvík. Og ekki er veittur neinn afsláttur fyrir aðstöðumuninn!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2009 kl. 09:31
Axel: Það eru auðvitað mun fleiri Reykvíkingar heldur en Keflvíkingar. Ekki þarf ég að nota þessa þjónustu enda heilsuhraustur en ég geri mér grein fyrir að þetta eru óþægindi og aukinn kostnaður fyrir fleiri en hagnast á þessu.
Fyrir flest landsbyggðarfólk er þetta líka lengra.
Annars er St. Jósefsspítali í Hafnarfirði en ekki Reykjavík.
Karma (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:36
Axel, þar sem byggðarlög eru fámenn verða svona óþægindi ekki umflúin. En þau hafa margt annað umfram fjölmenn byggðarlög, meðal annars þarf fólk að fara miklu styttri vegalengdir í vinnuna daglega. En það er út úr öllu korti að flytja þjónustu úr borgum út í dreifbýlið. Þessi drengur er óhæfur til að vera ráðherra.
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 11:15
Í niðurskurði er óumflýjanlegt að einhver óþægindi verði. Þessi verða varla til að skipta sköpum fyrir sjúklinga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 14:01
Ein óþægindin af þessari "hagræðingu" er að vaktir verða afnumdar á skurðstofum í Keflavík og Selfossi. Sem þýðir t.d. að konur sem koma þangað til að fæða geta ekki treyst á keisaraskurður sé í boði.
Finnst þér það virkilega ekki skipta sköpum?
Karma (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:08
Það væri öflugri niðurskurður að fækka ráðuneytum. 300 000 manna þjóð þarf ekki alla þessa ráðherra og öll þessi ráðuneyti. Hentar vel skriffinnum og pólitískum framapoturum en kostar mig og þig morðfjár.
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 14:59
Karma, nei það er ódýrara að láta mæðurnar kveljast og sálast ef svo ber undir. Við verðum að spara!
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 15:00
Neyðartilvikum verður örugglega sinnt, en ég held að meirihluti keisaraskurða sé fyrirfram ákveðinn .
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 15:11
Jæja, en samt. Í vor þurfti ég að láta laga kinnholugöngin. Smávægileg aðgerð en svæfður samt. Mátti ekki aka heim. Konan skutlaðist eftir mér. Sem betur fer þurfti hún ekki að sækja mig til Keflavíkur. Heilbrigðisþjónusta á alltaf að vera á næsta leiti ef unnt er að koma því við.
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 15:37
Það er krafa sem er sjálfsögð í góðæri
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 16:32
Gunnar, svo gætum við skorið niður vegagerð í dreifbýli, afar óarðbær fjárfesting. Skorið niður í landbúnaði.....
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 16:59
"Neyðartilvikum verður örugglega sinnt"
Hvernig færðu það eiginlega út?
Þegar það er engin vakt er engir læknar til að svæfa, skera o.s.frv. þannig er það bara. Neyðartilvikum verður ekki sinnt ef það er enginn til að sinna þeim, það er bara þannig.
Ég tók keisaraskurði bara sem dæmi en það eru alls ekki allir slíkir ákveðnir fyrirfram.
Karma (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:39
Baldur, það ER verið að skera niður helling í vegaframkvæmdum á landsbyggðinni en hvort sú vegagerð sé óarðbær er annað mál. Í nánast öllum tilvikum er hún arðbær, bara mismunandi mikið.
Karma, heldurðu að læknar og annað starfslið sjúkrahúsa hverfi af yfirborði jarðar af því það er ekki á vakt?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.