Þegar sniðug rafmagnstæki koma fyrst á markað, þá hef ég ekki mikla trú á því að fólk spekúleri í "grænt/ekki-grænt". Ef fólk sér praktísk not fyrir hlutinn, þá kaupir það hann. Þegar flatskjár-æðið brast á, hver var þá að spá í þessa hluti? Svo fara svona pælingar líka eftir efnahagsástandinu. Í kreppu þá kaupir fólk einfaldlega það sem er hagstæðast fyrir budduna. Venjulega er umhverfisvænt dýrara, einnig í matvælum. Umhverfisvænir þvottalegir, t.d. olíuhreinsar, virka lítið sem ekkert, en kosta samt jafnmikið eða jafnvel meira.
Framtíðin er græn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 7.1.2009 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 946085
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Orkuöflun sem ekki hefur náðst óg pólitíkin
- Dulsýnir
- Þolendur spillingar eru stundum gerendur - og séu marxískar bókmenntir nútímans lesnar með réttum gleraugum meika þær sens - geyma sannleiksmola, gullkorn
- Spurt var
- Vilja halda krónunni
- Tapað stríð
- Leiðir til að sökkva samfélagi, eða forðast það
- Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?
- Sjö fallnar sýnir
Athugasemdir
Allt er vænt sem vel er grænt.
Offari, 7.1.2009 kl. 18:25
Það er vegna þess að þú býrð á Íslandi...
Ferningur, 7.1.2009 kl. 18:37
Þessi "græna" þróun er búin að standa yfir í nokkur ár í tölvuiðnaðinum. WD er með línu af "grænum" hörðum diskum, Intel og AMD eru í markaðsbaráttu um hvor er með meiri afköst/watt, flatskjáir og sjónvörp voru kynnt í byrjun bæði sem tæki með betri myndgæði og að þau notuðu minna rafmagn, aflgjafar í borðtölvum hafa verið að auka nýtni og eru þeir bestu í dag með rúm 86% nýtni og margir eru merktir "80plus" sem á að gefa til kynna að tækið sé grænna en hjá samkeppniaðillum.
Svo er það blessuð RoHS skilyrðin sem takmarka notkun á ýmsum þungamálmum og hafa tæki sem uppfylla þau skilyrði verið hampað sem umhverfisvænum.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 19:27
Gleymdi að bæta því við að markaðsvinna sem snýr að "umhverfisvænum" raftækjum er aðallega unnin í norður Ameríku og á meginlandi Evrópu.
Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 19:29
Fyrirgefðu að ég skuli vera gjörsamlega ósammála þér. Þú býrð á Íslandi og hefur því leyfi til að vera doldið vitlaus varðandi þetta málefni, því Ísland er ekki nafli heimsins og þau forréttindi að búa við íslenska grænu orku eru ótrúleg. Flestar ef ekki allar aðrar þjóðir finna fyrir aukinni mengun, háu raforkuverði osfrv. Setning þín "ef fólk sér praktísk not fyrir hlutinn, kaupir það hann" virðist vera orðið eitthvað alíslenskt. Aðrar þjóðir hafa breytt sínum hugsanagangi verulega á síðustu árum. Þarf einhver flatskjá ef það gamla er í góðu lagi? Þarf einhver Playstation? NEI! Til að sanna að ég sé Íslendingur keypti ég mér flatskjá um daginn. Betra seint en aldrei. Eitt það mikilvægasta við tækið var að það var hægt að skipta í "Energie save". Í stað 240 W, notar tækið þá einungis 130 W. Sama orkunotkun og gamla stóra 66 kílóa tækið (sem verður samt áfram notað, en annars staðar), og ekki tek ég eftir verri myndgæðum í "Energy safe". Ég er einn af fáum sem viðurkenna að þeir hafa aldrei séð neinn mun á 40.000:1 og 30.000:1. Meira máli skiptir hvað maður situr langt frá tækinu. Plasma skjáir nota um eða yfir 3-400 W, stórir LCD nálgast það sama. Og umhverfisvænt þýðir ekki endilega dýrt! Markaðurinn sjálfur hefur meiri áhrif á verð rafmagnstækisins en hversu grænt það er. Auðvitað skipta myndgæðin og fleira máli - það þarf að vera í virkilega góðu lagi. En það sem er verið að tala um í greininni sem þú ákvaðst seta þitt blaður við, er að fólk er farið að hugsa grænna en það gerði. Dæmi: Ef allir Þjóðverjar myndu slökkva á öllum sínum raftækjum í stað þess að setja þau á "stand-by", væri hægt að loka heilli kjarnorkuverksmiðju. Ég vona að fólk hér fari að hætta að setja á Stand-by. Það er mín von, já. Þess vegna er ég grænn.
áhugasamur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:19
Stundum er minna meira. Sum tæki og tól sem eyða minni orku, t.d. sumar tegundir ljósapera, eyða í raun alls ekki minni orku þegar heildar dæmið er skoðað.
Svo er hún dæmalaus þessi flökkusaga sem sá "áhugasami" flaggar hér. Að halda því fram að þetta "standby" dæmi eyði svona mikilli orku er beinlínis heimskt. Spurning hvort hann þori að vera svona kokhraustur undir fullu nafni: "...sem þú ákvaðst seta þitt blaður við..."
Það að hin græna auglýsingaherferð í USA og árangurinn af henni segir ekkert um hve græn hún er í raun og veru. En grænt selur vissulega þar, ég neita því ekki. Ef ég hef um tvö jafngóð tæki að velja á svipuðu verði og annað er sparneytnara, þá vissulega vel ég það sparneytnara. Ég á mjög sparneytinn bíl, ég keypti hann af hagkvæmnisástæðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 20:42
Ég hef í allnokkur ár átt græn rafmagnstæki sem ég hef notað mikið. Þetta eru borvélar frá Bosch. Önnur er með rafhlöðum en hin gengur fyrir venjulegu rafmagni frá vistvænum vatnsafls- og jarðgufuvirkjunum. Bæði tækin eru sem sagt fagurgræn á litin. Er það ekki það sem átt er við?
Ágúst H Bjarnason, 7.1.2009 kl. 20:54
Sæll aftur, ég setti setninguna inn til að fá nákvæmlega þetta svar frá
þér: "Spurning hvort hann þori að vera svona kokhraustur undir fullu
nafni". Já, og líka til að fá svar frá þér yfirhöfuð. Því þú þyrftir í
rauninni bara að afsaka "blaður" þitt, en þú gleymdir því víst.
Afhverju þarf ég að vera kokhraustur til að skrifa svona smá athugasemd?
Afhverju þarf ég að skrifa undir nafni? Hefði ég á hættu að þú myndir lemja
mig ef þú vissir hver ég væri? Auðvitað ætti ég að vera hræddur við myndina
af þér (soldið "Besserwisser" og soldið "hrokafullur"). En þar sem ég veit
að þín skrif eru hvorki besserwisser né hrokafull, hef ég engar áhyggjur...
hmmm...
Ég kýs einfaldlega að skrifa ekki undir nafni. Svo einfalt er það. Og þar
sem mín skrif snúast ekki um árásir á eitt né neitt - nema kannski
hugsanagang, er ágætt að halda því svo áfram. Mér finnst frekar skrítið að
þú skulir skrifa undir nafni...
@ Ágúst: Takk fyrir rosalega fyndinn brandara.
áhugasamur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:00
Það er bara áberandi hvernig nafnlausu hugleysingjarnir velja hugrenningum sínum orðalag. Þeir sem skrifa undir nafni eru oftast "dannaðari"
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 21:46
Sparneytin rafmagnstæki hafa oft vinningin en það hefur ekkert endilega með grænt/ekki grænt að gera.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 21:47
alalvitlaus ertu ekki. En ekki myndi ég skrifa öðruvísi þó nafn mitt stæði undir.
Þú ert búinn að kalla mig huglausan og skoðanir mínar heimskar. Þínar tala fyrir sig. Ég er hættur öllu stríði og býð góða nótt, vinur.
áhugasamur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:07
Ég kalla ekki; " Ef allir Þjóðverjar myndu slökkva á öllum sínum raftækjum í stað þess að setja þau á "stand-by", væri hægt að loka heilli kjarnorkuverksmiðju"., skoðun. Ég kalla þetta fullyrðingu og hún er heimskuleg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 22:21
Þetta er einfalt reiknidæmi, maður þarf aðeins að vita:
a) hvernig reiknivél virkar
b) hversu mörg heimili eru í Þýskalandi
c) hversu mörg tæki eru sett á Stand-by á hverju heimili
d) hvað þessi tæki nota af orku í Stand-by
e) Hvernig samansetning þessara tækja er á hverju heimili
f) hvað kjarnorkuver framleiðir mikla orku
mín vitneskja er: a) já b) nálægt 60 Mio. c) ? d) (ný: <2 W, gömul: >10 W.) e) ? f) að meðaltali ca. 9 GWh (ný og gömul - í Þýskalandi)
Auðvitað stenst þessi reikningur ekki þegar tekið er mið af nýju og flottu kjarnorkuverunum. En mörg eldgömul eru ennþá í notkun, því miður. Og þeirra orkugeta er oft ansi lítil en hættan fyrir umhverfið hin sama.
Ef að Stand-by myndi hverfa myndi það kannski nægja til að menn færu að hugsa um að kannski myndi það ekki borga sig að halda þessu kjarnorkuveri á lífi. Kannski bara að slökkva á því?
Takk fyrir að vekja mig og góða nótt aftur. Væri þakklátur fyrir að fá afsökunarbeiðni frá þér í morgunsárið.
áhugasamur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:52
Hva!! Hringir bjalla á koddanum þínum ef ég set inn athugasemd? Sniðugt! Hvað eyðir þessi útbúnaður miklu rafmagni?
Þú þarft að uppfæra viskuna þína. Það hafa orðið mjög miklar breytingar á orkunotkun tækja á "Stand by mode" sl. 10 ár. Þessar tölur þínar eru löngu úreltar og endurnýjun raftækja er hröð.
Auk þess er hæpið að 60 miljón heimili séu í 80 miljón manna þjóðfélagi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 23:42
Skilningur og áhugi hefur aukist mjög síðustu ár og til dæmis er það fyrsta sem ég sjálf hugsa um við kaup á varningi hversu umhverfisvænn hann getur talist. Það eru mjög mörg ár síðan ég keypti síðast ávexti á frauðplastbakka.
Hvar varðar þvottalög og olíu vil ég benda á umhverfisvænu penslasápuna sem vinnur hreinlega á öllu og hefur gert terpentínulög gersamlega óþarfan á mínu heimili. Meira að segja olíumálning hverfur sem dögg fyrir sólu.
Borghildur Anna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:31
Ég eins og þú Gunnar efast um að þetta hefði mikil áhrif eitt og sér hér heima, en mun vafalítið hafa mikil áhrif ef um er að ræða val milli tækja sem að öðru leyti er nálægt því að vera sambærileg.
Ég ætla hins vegar ekki að hætta mér út í umræðuna um hvernig "allir hinir" hugsa, hef ekki nokkra hugmynd um eða trú á að aðrar þjóðir heims séu allar farnar að hugsa í sama formi.
Hugmyndin um umhverfisvitund virðist afar víða í vestrænum samfélögum vera orðin mjög viðurkennd, virðist ekki það sama eiga við utan t.d. Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Ekki almennt að minnsta kosti.
Baldvin Jónsson, 8.1.2009 kl. 13:51
Sammála Baldvin, örugglega ekki hátt hlutfall neytenda sem eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir grænt.
Þegar ég átti túbu-sjónvarpstæki, þá slökkti ég alltaf alveg á því, en reyndar ekki vegna orkusparnaðar heldur vegna eldhættu. Í dag eru tvo tæki á heimilinu á standby, flatskjárinn og steriótæki dóttur minnar.
Fyrir ca. 2 árum síðan spurði ég rafvirkja um orkueyðslu á standby-mode og hann sagði að flest tæki í dag væru að eyða um 1-2 w. Á flatskjánum sem ég keypti í fyrra er ekki boðið upp á að slökkva alveg nema að taka úr sambandi og það er ekki mælt með því, en ég veit ekki af hverju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 13:59
Mín reynsla af umhverfisvænum olíuhreinsum er vægast sagt slæm.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.