Það er ekki bara almenningur á Íslandi sem nánast ekkert fær að vita frá ríkisstjórninni, heldur eru þingmenn einnig óupplýstir um stöðu mála. Jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna.
Látið hefur verið að því liggja að umtalverðar millifærslur hafi streymt úr bönkunum þegar ljóst virtist að þeir væru að riða til falls. Ef rökstuddur grunur hefur vaknað hjá Bretum um að verið væri að skjóta undan fjármagni og að hagsmunir breskra þegna væru í hættu vegna þess, þá er eins víst að lögsókn á hendur þeim sé tíma og peningaeyðsla. Hins vegar bitnuðu hryðjuverkalögin á íslensku þjóðinni allri og fyrirtækjum sem hvergi komu nærri þessu bankahneyksli okkar. Hver er réttur saklausra aðila í málinu? Er kannski engin saklaus? Ekki einu sinni ég?
Það er kominn tími að Geir og Ingibjörg leggi spilin á borðið fyrir þegna landsins. Upplýsingaskorturinn er orðinn frekar neyðarlegur.
Vítaverð hagsmunagæsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.1.2009 (breytt kl. 04:12) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 946084
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Leiðir til að sökkva samfélagi, eða forðast það
- Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025
- Hvaðan á kvótinn að koma?
- Sjö fallnar sýnir
- Hlutverk vindorkuvera á Íslandi
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- Áramóta annáll fyrir 2024
- Smávegis af desember
- Gamlir skandalar lifa enn
- Hættu að spyrja um spillinguna
Athugasemdir
Verðum við ekki að gefa skilanefndunum tíma til að kanna málið? Ég sé annmarka á því að rjúka í fjölmiðla með yfirlýsingar sem síðan gætu reynst tilhæfulausar.
Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 04:18
Það er rétt Baldur
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 08:05
Hvað með Davíð? Hann hefur nú lýst því yfir að hann viti þetta. Af hverju fær maður sem veit en neitar að upplýsa að sitja í valdastöðu áfram?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:23
Bankaleynd, kona. Hann leysir frá skjóðunni þegar þú verður búinn að galdra hann út úr Svörtuloftum.
Baldur Hermannsson, 11.1.2009 kl. 23:51
"Sagan" segir að sinnuleysi íslenskra stjórnvalda við tilboði Breta um að gera dótturfyrirtæki Landsbankans vegna Icesave, að bresku útibúi, með tryggingafé héðan, hafi verið ástæðan fyrir hryðjuverkalögunum. Tilboðinu var ekki einu sinni svarað.
Ef Davíð segir þetta og hefur það eftir embættismönnum frá Bretlandi, þá er Ríkisstjórnin í slæmum málum. Kannski þess vegna sem Geir þori ekki að losa sig við Davíð úr Seðlabankanum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 00:17
Einkennilegt þetta orðalag (hef heyrt það áður), að "losa sig við Davíð úr Seðlabankanum". Menn létu svona fyrst eftir hrunið, þá héldu allir að bankahrunið væri einhvers konar prívat hefnd Davíðs á Jóni Ásgeiri. Svo þegar staðreyndirnar birtust hver af annarri fjaraði þessi talsmáti út. Jafnvel svæsnustu Davíðshatarar sáu að hann hafi ekkert rangt aðhafst.
Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 01:20
Baldur láttu ekki svona vitleysu frá þér. Fyrir utan það að Seðlabankinn er ábyrgur fyrir Fjármálaeftirlitinu, sem átti auðvitað að vera meðvitað um það hvað var í gangi í viðskiptalífinu, þá getur þú varla haldið því fram að það sé ekkert rangt við að neita að gefa upplýsingar um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum. Ástæðan fyrir því að reiðin beinist ekki jafn sterkt að Davíð lengur er bara sú að það er alltaf að koma betur í ljós að það eru svo margir aðrir sem hafa sýnt af sér vanhæfni og/eða hegðað sér skítlega að athyglin dreifist á fleiri.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:15
Ég hef nú reyndar verið aðdáandi Davíðs lengi, en ófriðurinn og tortryggnin í garð hans hefur lengi verið til staðar (að ósekju að mínu mati) og áður en bankahrunið varð. Það er ekki heppilegt að slíkt sé fyrir hendi.
Eva, Fjármálaeftirlitið er ekki á ábyrgð Seðlabankans, það er sjálfstæð stofnun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.