Engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri.

danielhannan.jpgBretinn Daniel Hannan er þingmaður á Evrópuþinginu. Hann hefur oft komið til Íslands síðastliðin 15 ár og þekkir vel til ESB. Það er því full ástæða til að hlusta á hvað þessi Íslandsvinur hefur til málanna að leggja varðandi Evrópusambandið.

Lesið endilega það sem Hannan hefur að segja, sjá HÉR

22 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samningsumboð ríkjanda stjórnvalda við önnur ríki verður algerlega tekið af okkur. Ef við sjáum t.d. tækifæri í viðskiptum á sviði orkumála við ríki í Asíu, sem margir segja að gæti orðið þjóðinni gullegg á næstu árum, þá verður það aðeins gert í gegnum Brussel eftir inngöngu í ESB.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 06:19

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hvað með aðra sérfræðinga um EB? Af hverju ertu að hylla þennan einstaka mann? Ég þarf allavega rök frá fleirum en frá þessum manni til þess að sannfæra mig.

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, kom þú með þá

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Hlédís

Aldrei hefur mér litist á að Íslendingum yrði stungið í þann Nornapott sem sýnist Bandaríki Stór-Evrópu vera. Grein Hannan jók þann ugg. Telst seint hægrisinnuð, en hef lengi sagt, ef til vill í hálfkæringi : Þá ættum við frekar að sameinast BNA!     Eftir á að hyggja: Canada-sameining væri frábær! - en sennilega enn-ómögulegra að fá framgegnt en að ganga í BNA

Hlédís, 5.1.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það sem ég er að meina er að það virðist enginn hafa það á hreinu af hverju eða af hverju ekki við eigum að ganga inn í EB. Og þess vegna spyr ég af hverju eigum við að hlusta á þennan mann en ekki einhvern annan? Er þetta meiri fræðingur í þessum geira en t.d. Jón Baldvin? Hvern eigum við að hlusta á er nokkuð stór spurning og mín skoðun er sú að við þurfum að hugsa út fyrir pólitískar takmarkanir okkar þegar að verið er að hugsa um þessi mál enda mjög stór ákvörðun að taka. Skiptir þá litlu hvort þú ert hægri eða vinstri sinnaður enda finnst mér það vera úreld hugtök í pólitík.

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 16:16

6 Smámynd: Hlédís

Pétur! Satt er, að við erum í talsverðri klemmu með þetta stóra mál. Ég þekki margt fólk úr, mismunandi flokkum, mjög snjallt, sem sér ESB-aðild Íslands allt til ágætis.  EN....?!

Hlédís, 5.1.2009 kl. 17:20

7 Smámynd: Pétur Kristinsson

En hvað.... stórt spurt og fá svör ekki satt? Þar liggur öxin grafinn og enginn virðist hafa heilstætt svar á reiðum höndum um það hvort að það sé hollt fyrir okkur að ganga í EB.

Sorgleg staðreynd en sönn engu að síður.

Pétur Kristinsson, 5.1.2009 kl. 19:25

8 identicon

Gunnar, takk fyrir að benda á þennan tengil.

Pétur lastu ekki greinina? Ég sé ekki betur en að allavega þessi maður sé algerlega með það á hreinu hversvegna við ættum ekki að ganga í ESB. Svo við drögum það saman í eina setningu; af því að það stofnar sjálfstæði okkar í voða.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 00:55

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er í raun dálítið sammála ykkur báðum. Gallinn við umræðuna er að fólk virðist skiptast í LIÐ, fólk heldur með sínu liði eins og íþróttafélagi, með og á móti.

Ég vil ekki taka afstöðu gegn ESB aðild á grundvelli einhvers þjóðernisrembings. Ég vil einfaldlega kalt mat á því hvað er hagfellt fyrir þjóðina í landinu. Hvort við verðum næsta stjarna í Evrópufánanum eða þeim bandaríska, hmmmm ?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 00:58

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir komuna Eva, auðvitað spilar samt þjóðerniskennd okkar flestra inní þetta líka, það er erfitt að komast hjá því. En við verðum samt að taka kalt hagsmunamat á þetta.

Þeir sem vilja aðild segja að vextir lækki og gjaldmiðillinn verði stöðugur, en þeir minnast lítið á atvinnuleysi og lítinn hagvöxt sem virðist fylgifiskur Evrópusambandslandanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband