Það var margt ágætt í ræðu Forsetans, en voðalega fannst mér skína í gegn: "Við Alþýðubandalagsmenn..." eitthvað. Hr. Ólafur talaði m.a. um að "...nú þyrftum við að byggja upp réttlátara þjóðfélag...".
Hvað á Hr. Ólafur nákvæmlega við með því? Er hann að segja að þjóðfélag sem skorað hefur á topp tíu listann yfir helstu velmegunarþjóðfélög veraldirinnar undanfarin ár á öllum mælikvörðum, sé óréttlátt? Eða er þetta einhver byltingarfrasi úr smiðju gamalla kommúsista, frá því um og fyrir miðja síðustu öld? Mig grunar það.
Ég hef samt ekkert á móti gömlum kommúnistum. Þeir eiga margir heiðurinn af mestu framfaramálum í réttindum launamanna, verkalýðsins, alþýðunnar og borgaranna allra, í seinni tíð. En ég set samt spurningarmerki við að Alþingismenn gegni forystuhlutverki í verkalýðsfélagi, eða félagi yfir höfuð sem hefur hagsmuna að gæta gagnvart ríkisvaldinu, lesist: Ríkissjóði. Hætt er við að rödd forystumanns í verkalýðsfélagi verði hol og hjáróma gagnvart ríkisvaldinu, ef viðkomandi er alþingismaður og er á sömu stundu að róa lífróður til bjargar sinni eigin ríkisstjórn.
En um það verður ekki deilt, að kjör allra þjóðfélagshópa hafa batnað langt umfram meðaltal í ríkjum OECD, á valdatíma Sjálfstæðsisflokksins, nú í tæpa tvo áratugi. Tímabilið hefur verið nánast samfellt framfaraskeið fyrir alþýðu landsins, en hefur nú orðið fórnarlamb ytri aðstæðna, ásamt sofandahætti í eftirliti og löggjöf með bankastarfsemi í landinu. Galdurinn á bak við þetta framfaraskeið var m.a. að lækka skatta á sínum tíma, til þess að hefta sem minnst hið frjálsa flæði fjármagnsins og vegna þess hagvaxtarmáttar sem fjármagnið hefur í höndum einstaklinga, í stað þeirrar lömunaráhrifa sem gætir þegar fjármagnið er í höndum ríksisins. En auðvitað gátu vinstrisinnaðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fundið út að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar, þýddu í raun skattahækkanir.
Jæja, það liggur ljóst fyrir hugmyndir vinstrimanna hafi orðið ofaná í skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Að "hækka skatta", hlýtur þá að þýða "að lækka skatta", samkvæmt skilningi Stefáns Ólafssonar o. fl. sem tjáð sig hafa um skattamál á Íslandi unfanfarin ár. Fólk hlýtur að vera ánægt með það, a.m.k. vinstrimenn.
Þjóðarátak nýrrar sóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.1.2009 (breytt kl. 21:18) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
Athugasemdir
Með "Leiðinlega pólitískur" áttu við sjálfan þig geri ég ráð fyrir. Frekar leiðinlegt að lesa svona gamla íhaldsþvælustrategíu. Kommúnistagrýlan er göööömul.
Rúnar Þór Þórarinsson, 1.1.2009 kl. 18:30
Kommúnistagrýlan lifir fullu lífi á meðan V-grænir eru við líði. Ungir VG munu ekki takst að þvo af sér kommúnistastimpilinn til langframa. Einungis tímabundið á meðan reiðibylgjan gengur yfir og skoðanakannanir sýna að VG er ekki að fara að bjarga öllu fyrir okkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.1.2009 kl. 01:27
Hah, meir þvælan. Ólafur Ragnar var með frábærar ræðu, og hefur í flestum atriðum staðið sig frábærlega sem forseti. Öfundarfýluna sem leggur yfir atlantshafið frá ykkur íhaldsmönnum er svo megn að fádæmum sætir.
Hann gekk of hart fram í markaðssetningu fjármálafyrirtækjanna íslensku, en gleymdu því ekki að það var ekki í hans verkahring að greina stöðuna. Til þess höfum við þær stofnanir sem Sjálfstæðisviðbjóðspakkið hefur haft í heljargreipum undanfarinn áratug og gott betur.
Sá sem vissi NÁKVÆMLEGA hvað væri að fara að gerast var einmitt sá sem þú hatar mest, Steingrímur J. Sigfússon, og hann lá ekki á því eins og þínir líkar lágu á upplýsingum um raunverulega stöðu og horfðu í aðgerðaleysi á þjóðina steypast í glötun. T.d. er að finna á netinu þetta MJÖG svo framsýna viðtal hérna frá því apríl 2007.
Þér er svo tíðrætt um kommúnistagrýluna, hvað segirðu um frjálshyggjuaumingjana? Sjálfstæðissiðleysisrugludallana? Hvað viltu kalla þá? Landráðamenn? Hvað eigum við að kalla þá?
Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.