Steingrímur Joð og skítapakkið

pressfreedomSteingrímur J. Sigfússon reyndi að réttlæta gjörðir nauðgara lýðræðisins við Hótel Borg í dag. Þegar Ingibjörg Sólrún, sem vel að merkja er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, lýsti þeirri skoðun sinni að þessar aðgerðir væru ekki hugur þjóðarinnar sem þó vissulega væri reiði og örvænting, þá snéri Steingrímur útúr og sagði að þetta væri þverskurður samfélagsins. Þennan karakter sem Steingrímur hefur að geyma, virðist tæplega þriðjungur þjóðarinnar vera tilbúinn að kjósa sem stjórnmálaforingja númer eitt í landinu.

Kryddsíld er umræðuþáttur þar sem almenningur í landinu fær tækifæri til að heyra í beinni útsendingu það sem forystumenn stjórnmálaflokka landsins hafa að segja í árslok. Þeir ræða um atburði liðins árs og þjóðin fær beint í æð það sem þetta fólk hefur að segja. En mótmælendurnir sem Steingrímur ber svo mikla virðingu fyrir, komu í veg fyrir það. Þarna var frelsi fjölmiðils til þess að koma á framfæri frjálsum skoðanaskiptum og upplýsingum, villimannslega brotið á bak aftur. 

Democracy1Ég er reiður, meira að segja mjög reiður.  Lýðræðið hefur þróast smátt og smátt en sú vegferð hefur verið þyrnum stráð og grýtt og margar hindranir hafa orðið á vegi fólksins á undanförnum mannsöldrum. Margir hafa fórnað lífi sínu fyrir málstað lýðræðisins. Þetta viðbjóðslega pakk sem mótmælir með andlit sín hulin eru óvinir lýðræðisins og það ber að taka á því af fullri hörku.

 Minning þeirra sem fórnað hafa öllu fyrir lýðræðishugsjónina, var saurguð í dag.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Þorgeirsson

Hjartanlega sammála. Sá sem segist standa fyrir málstað og þorir hvorki að láta sjá í andlit eða koma framm með nafni er eins falskur og málstaðurinn sem hann sendur fyrir.

Árni Þór Þorgeirsson, 31.12.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Hver nennir að hlusta á forystumenn stjórnmálaflokkana sem sitja við völd, kanski Geir hafi ætlað að endurtaka það sem hann sagði 1. apríl síðstliðinn að bankarnir væru ekki of stórir. Hver getur hlustað á þetta fólk áfram, sem er gjörsamlega siðblint.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 31.12.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rúnar, hvernig eigum við að taka afstöðu til fólksins sem við kjósum, ef það fær ekki að tala?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 16:56

4 identicon

Það þarf ekki vitnana við Gunnar. Fólk vill ekki spillingaröflinn lengur. Það segja allar skoðanakannanir og gjaldþrot þjóðar er augljóst.

Þið eigið að hrósa fólki sem vill gjörspilta mafíu frá. Sérstaklega þeim sem gera eitthvað í því.

Svo hefur því verið fleigt að lögreglann hafi "gasað" friðsöm mótmæli. (ekki öfugt)

Í Tælandi á dögunum voru friðsöm mótmæli dögum samann og heilu flugvellirnir voru þéttsetnir af fólkinu í landinu. Það bar árangur ! Stjórnvöldum var vísað frá. Þegar lögregla gerði sig líklega til að setja upp búðir við flugvellina til að stoppa friðsöm mótmæli þá var hún hrakinn af brott af fólkinu. Splling er engu minni hér á landi.

Hvað þarf eiginlega til að þið íslendingar verði ósáttir ?

David (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, þeir sem ekki vilja ríkjandi stjórnvöld, ætla þeir að þagga niður í röddum lýðræðislega kjörinna fulltrúa, til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem skítapakkið vildi var það að víkingasveitin kæmi og lumbraði á því svo það sæi á fólki. Það hefði verið eldsneyti á þann eld sem kraumar í þjóðfélaginu. Skítapakkið neytir allra leiða til þess að glæða þann eld með þeim afleiðingum að hættulegt upplausnarástand skapist í þjóðfélaginu með tilheyrandi stjórnarkreppu. Allt er þetta að undirlagi VG, þeirra tækifæri er nú, eins og skoðanakannanir sýna.

En þegar um hægist og sér fyrir endan á vandamálunum, þá er þeirra tími liðinn. Þeir gera sér grein fyrir því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 17:50

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þessi afskræming lýðræðisins þjónaði ekki hagsmunum VG, þá hefði Steingr. J. fordæmt þessa uppákomu í dag

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 18:32

8 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Rödd fólks þarf að heyrast. Kosningar á fjögurra ára fresti er ekki nóg, til að viðhalda opinni umræðu, og ákvarðanatöku stjórnmálamanna á grundvelli lýðræðis. Ég vil sjá mikið öflugri mótmæli. Og ég vil sjá frelsi folks til að mótmæla, sem er ekki hér. Ég vil sjá að yfirstjórn lögreglunnar beri ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu og lýðræðinu, ekki bara gagnvart valdhöfum hvers tíma.

Það var minnst á Thailand, hér áðan. Það er skömm að við stöndum langt að baki þeim, hvað varðar lýðræði og rétt fólks til mótmæla. Þetta ríki hefur konung sem æðsta vald með herinn sér til fulltingis, og lýðræðislega kjörið þing sem myndar ríkisstjórn. Stofnanir þjóðarinnar lúta konunginum, en eru þó undir stjórn ráðuneyta. Yfirlögreglustjóri landsins var rekinn, vegna töku mótmælenda á flugvöllum Bangkok. Sá sem ráðinn var í staðinn neitaði forsætisráðherra um að rýma flugvellina. (að gasa mótmælendur) . Þessir embættismenn bera ábyrgð gagnvart lýðræði Thailands. Rétti fólks til að mótmæla. Þeir vita að pólitískt líf manna getur verið stutt, og framfylgja ekki skipunum sem samrýmast ekki starfsreglum þeirra. Vegna þess að þeir eru kallaðir til ábyrgðar, og hljóta refsingu, af þeim sem á eftir koma. Og dómstólum landsins.

Okkur Íslendinga vantar allar leikreglur. Hér er þingræði, sem þýðir í raun, að valdamesti maðurinn á Alþingi stjórnar öllu sem hann vill. Hann er aldrei kallaður til ábyrgðar eftir á, engir embættismenn eru nokkrusinni kallaðir til ábyrgðar fyrir embættisverk sín. HÉR ER EKKERT LÝÐRÆÐI!!!

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 31.12.2008 kl. 18:36

9 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála tók eftir þessu með Steingrím ekki stórmannlegt hjá honum.

Gleðilegt ár.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.1.2009 kl. 01:34

10 identicon

Ef fólk hefur ekki kjark til að standa bakvið skoðanir sínar með andliti afhverju eigum við að taka það alvarlega? Þeir sem klæðast hettum og fela andlit sín segja mér strax með því að þeir búist við átökum og að þeir séu að fara að brjóta lög því annars ættu þeir ekki að þurfa að fela sig. Svo ég endurtek afhverju eigum við að taka þá alvarlega?

Fólk sem líkar við svona mótmæli virðist halda að það sé annaðhvort þeirra skoðun eða þá að maður sé Sjálfsstæðismaður eða frændi Dabba. Það er ekki hægt að taka fólk alvarlega af það hegðar sér eins og fávitar og berja saklaust fólk 'afþví það er reitt út í ríkisstjórnina'. Ég tel Geir vera fífl og Ingibjörg er að mínu mati lítið annað en tækifærissinni og óvinur fullveldis Íslands. Ég ætla(ði?) meira að segja að kjósa VG því sá flokkur virðist sá eini sem ekki hefur haft hendurnar í nauðgun okkar lands. Ég get samt ekki kosið VG með góðri samvisku á meðan Steingrímur styður nauðgun lýðræðisins.

Sigurður: Þarna átti sér ekki stað 'rödd fólksins'. Þarna voru ákveðinn hópur sem byrjaði skrílslæti og truflaði lýðræði og að raunveruleg rödd fólksins heyrðist(með gagrýni stjórnarandstöðu fyrir framan tugþúsund manns) og truflaði að auki tækifæri ríkisstjórnar til að útskýra sýna gegnbeygluðu stefnu(sem þó er svo mikilvægt að heyra).

Ég efast ekki um að stór hópur fólks sem mætti til mótmælanna hafi haft einungis friðsamleg mótmæli í huga, en eins og ég sagði þegar fólk er grímuklætt getur það ekki haft gott í hyggju. Því þurfa mótmælendur að passa sig að draga sig frá þeim hópi sem svo augljóslega ætlar að valda ólöglegum usla því það getur vart kvartað þegar lögreglan reynir að berjast gegn þessum fíflum sem nýta sér saklausa mótmælendur og hætta þeirra heilsu til að skapa enn meiri reiði almennings.

Afsakið mjög langt svar nafni ;)

Gunnar T. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 08:04

11 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Þetta kemur dálítið seint. En ég er alveg sammála þér hvað varðar skrílslæti og ofbeldi í mótmælunum. Lýðræðisleg mótmæli eru ónýt, að mínu mati, sé ofbeldi beytt. Það dregur að alskonar menn sem vilja fæting, fyrst og fremst, ekki opna og réttláta þjóðmálaumræðu. En valdbeyting mótmælenda, er annað mál, að mínu mati. Þ.e.a.s. þegar mótmælendur hindra einhverja ákveðna starfsemi, loka götum eða gera eitthvað annað tímabundið, til að árétta sínar kröfur, fynnst mér vera réttur fólks.Í lýðræðisríki. Að sjálfsögðu verður fólk að átta sig á stöðu sinni. eru þau fulltrúar mjög fámenns hóps eða framvarðarsveit hugsanlega meirihluta þjóðar. Það þarf lögreglan líka að vera hæf til að meta. Ekki taka einhliða við skipunum pólitískra yfirmanna sinna. Þá þurfa éir líka að standa og falla með ákvörðunum sínum. Vera reknir ef þeir gasa mótmælendur meirihluta kjósenda. Aðhald, er það sem gildir.

Ég er sammála spámanninum, að hér sé ekki lýðræði, heldur þingræði. Þessvegna þurfum við að berjast fyrir réttinum.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 5.1.2009 kl. 20:05

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heitir það ekki þingbundin lýðræðisstjórn? Hún hefur sína kosti og galla. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband