Ástþór Magnússon Wium, fyrrverandi næsti forseti Íslands, gagnrýnir Dorrit forsetafrú harkalega í ÞESSUM pistli í dag á bloggsíðu sinni. Alltaf finnst mér gagnrýni missa marks, þegar menn gæta ekki hófs í orðavali sínu. Kurteisi kostar ekkert, en ef menn vilja vera orðhvassir, þá er það alvega hægt án dónaskapar.
En ég segi nú bara: Viljum við henda okkur ofan í þá ormagryfju sem deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins eru? Það eina sem við fengjum fyrir að skipta okkur af þessu væri annaðhvort andúð Bandaríkjamanna og gyðingasamfélagsins á okkur, eða grimmúðlegt hatur múslima.
Spurning hvort sé skárra.
Óverjandi aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.12.2008 (breytt kl. 21:10) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946011
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
Athugasemdir
Alveg er mér skítsama þó að við myndum pirra bandaríkjamenn og gyðinga, málið snýst um að gera það sem er rétt, en ekki horfa á "með lokuð augun" eins og við höfum gert ásamt flestum öðrum í áratugi.
Ég tek það samt skýrt fram að ég er enginn aðdáandi Ástþórs og er sammála fyrri hluta færslu þinnar.
Gleðilega hátíð annars. :)
Björgvin Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 21:42
Ertu ekki að vanmeta stærsta hagkerfi heimsins, sem þar að auki hafa gyðinga á bak við sig? Auk þess held ég að þessar deilur þarna séu ekki bara svart og hvítt. "Sjaldan veldur einn, þá tveir deila"
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 22:33
Eigum við bara að gera það sem Bandaríkjamönnum er til geðs eða hvað?
Hvurs konar hugleysi er það nú??? Ég fordæmi Ísraelsmenn fyrir þá ógn sem þeir eru að leggja á herðar Palestínuaraba. Ísraelsmenn munu ekki hætta sínu morðæði og ógnunum áfram fyrr en Stór-Ísrael verður veruleiki. Það er að reka alla Palestínuaraba út úr sínu eigin landi. Ég tel þetta vera mikinn vind í segl öfgamúslima sem eru í reynd ekkert betri. Þeir mundu gera slíkt og hið sama við Ísraelsmenn. Með þeirri ógnarstefnu sem Ísraelsmenn hafa tekið upp síðustu 20 - 30 árin hafa þeir búið til mjög sterk öfgaöfl í Palestínu sem þeir svo aftur nota sem afsökun fyrir því morðæði sem þeir láta ganga yfir Palestínu með reglulegu millibili. Við Evrópumenn getum haft áhrif með því að útiloka Ísraelsmenn úr öllu okkar sambandi og slíta öll stjórnmála og efnahagsleg tengsl við ríkið. Ég er viss um að Bandaríkjamenn mundu styðja Ísraelsmenn þó þeir rækju útrýmingarbúiðir á Gaza svæðinu og Vestur bakkanum. Þeir mundu finna einhverja leið til að annað hvort líta framhjá því eða réttlæta það. Þeir hafa hingað til gert það. Evrópa og afgangur af heimnum hefur í hugleysi sínum látið sem ekkert sé að gerast þarna. Svei ykkur!!!!!
þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 02:04
Ísraelar eru umkringdir múslimskum óvinum á alla vegu. Múslimarnir hafa marglýst því yfir að þeir munu ekki una sér hvíldar fyrr en þjóðin hefur verið afmáð af yfirborði jarðar. Þú vilt þóknast þeirri geðveiki frekar... eða hvað?
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 02:13
Ísraelar hafa ráðist á öll nágrannaríki sín svo það er ekki skrítið að þau sé öll óvínaríki þeirra. Þeir tróðu sér þarna inn á land annarra þannig að það er ekki skrítið að réttmætir eigendur landsins vilji þá burt.
Sigurður M Grétarsson, 28.12.2008 kl. 02:40
Sem sagt ef þú ert umkringdur af óvinum þá færð þú leyfi til að gera hvað sem er? Myrða konur og börn og halda milljónum manna í gíslingu. Hvað þurfa Ísraelsmenn að ganga langt til að þú hneykslist? Það merkilega við þetta er að flestir forsætisráðherrar Ísrael síðustu árin hafa sannfærst um að eina leiðin til að fá frið fyrir botni Miðjarðarhafs sé að semja frið og skila herteknu landi til réttra eigenda. Einn þeirra var drepinn fyrir þær skoðanir. Það er mekilegt að svelta því fyrir sér menn sjá staðreyndirnar að lokum þó þær séu svolítið erfiðar að kyngja. Það sem Ísraelsmenn hefðu átt að gera fyrir 20 árum var að skila herteknu svæðunum og semja varanlegan frið þá væri Hamas ekki til í dag nema sem meinlaust góðgerðarstofnun eins og hún byrjaði sem. Friðarkveðjur
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 13:59
Ég hef oft hneykslast á Ísraelsmönnum fyrir aðgerðir sínar.
Um leið og Palestínumenn fengu Gazasvæðið á sínum tíma, þá fylgdu með hundruð gróðurhúsa og annarra atvinnutækja fyrir Palestínuþjóðina. Þakkað var fyrir það með því að eyðileggja gróðurhúsin. Afurðirnar og atvinnumöguleikarnir, sem áður voru á Gaza voru eyðilagðar vegna haturs í garð Ísraelsríkis og Ísraelsmanna. Þessu fólki er varla viðbjargandi og erfitt að komi einhverju viti fyrir það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 15:56
Gunnar Th, þessi skrif þín eru lituð af hatri þínu á múslimum sem þú veist þó ekkert um, né í múslima samfélag komið, þetta eru öfgafullar upphrópanir hjá þér í von um athygli
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 18:43
Þær eru voðalega þreyttar þessar athugasemdir hjá þér Æja. Komdu frekar með eitthvað fræðandi og upplýsandi í umræðuna í stað þess að fullyrða eitthvað um mig og mína persónu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.