Með hverju var fjármálaeftirlitið að fylgjast, þegar þessar fjárfestingar áttu sér stað? Hvað voru stjórnmálamennirnir að hugsa? Réru þeir bara í sílspikuðu góðæri sínu?
Ég get fallist á það að fáir trúðu því að hin alþjóðlega fjármálakreppa yrði svona djúp, en ég fellst ekki á það að sprenglærðum peningaspekúlöntum finnist svona fjárfestingar eðlilegar.
Það kemur því ekki nema tvennt til greina:
- 1) Þeir sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar í þessum málum, eru gjörspilltir
- 2) Þeir sem eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar í þessum málum, eru álíka "djúpir" og karlarnir í skrítlunni hér til hægri
P.s. Bæti hér við myndbandi sem ég sá hjá Láru Hönnu Einarsdóttur, það besta sem ég hef séð hjá henni hingað til, því flest hafa þau nú verið óttalega vitlaus.
Fjárfestu í tengdum félögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 17.12.2008 (breytt 18.12.2008 kl. 02:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
Athugasemdir
Eða nr. 3. Að þeir sem skrifa fréttirnar hafa ekki hundsvit á því hvað þeir eru að skrifa um.
Þessi frétt er bull og vitleysa frá upphafi til enda. Í fréttinni er gert ráð fyrir því að 30. gr. laganna eigi við peningamarkaðssjóðina en það ákvæði á við um verðbréfasjóði. Peningamarkaðssjóðir eru hins vegar fjárfestingarsjóðir en um þá gildir 54. gr. laganna.
Samkvæmt 54. gr. er sjóðunum heimilt að binda 20% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum sama útgefanda en þó er heimilt að fjárfesta allt að 35% í einum útgefanda. Þá er þeim jafnframt heimilt að binda 100% af sjóðnum í innlánum og eftir því sem ég fæ best séð í sama banka.
Þegar búið er að heimfæra fjárfestingar sjóðanna, eins og þær koma fram í fréttinni, til réttra lagaákvæða þá kemur í ljós að fjárfestingarnar voru innan þeirra takmarkana sem lögin kveða á um.
Þessu gat ég komist að með lítilli fyrirhöfn og smá gagnrýninni hugsun. Eina sem þurfti til var að skoða lögin og lagaákvæðin sem vísað er til í fréttinni auk smá “google” til að komast að því að sjóðirnir eru fjárfestingarsjóðir.Dísa (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:48
Lítil fyrirhöfn... hmm. Þó hljómar voða pró samt
Ok, ef lagaumhverfið er í lagi, þá set ég spurningamerki við að það sé eðlilegt og holt fyrir samfélagið. Hefðu lögin átt að vera öðruvísi? Eins eru öll þessi kross-eignatengsl í meira lagi vafasöm og bjóða upp á spillingu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 00:46
Ég bætti við færsluna myndbandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.