Það sem Reynir Traustason segir í símtalinu er ekki aðal atriðið í málinu, heldur staðfestir bara grun margra á fjölmiðlaumhverfinu til margra ára. Innihald þess sem Reynir segir í símtalinu, mun þó að öllum líkindum verða langlífara og frægara en Jón Bjarki verður nokkurn tíma. En það sem er hið alvarlega að mínu mati er það, að Reynir reyndi að eyðileggja mannorð blaðamannsins unga með afar rætnum og ósmekklegum hætti. Reynir lýgur óhikað upp á hann og svo talar hann um "einhvern strákpjakk", þegar hann vísar í hann. Persónu Jóns Bjarka kýs Reynir enn og aftur að sverta á opinberum vettvangi sem segir mér, í ljósi þess að Reynir er með allt niðrum sig í málinu, að hann kann ekki að skammast sín. Hann virðist haldin einhverskonar "Árna Johnsen-syndrómi".
Látið er að því liggja að Jón Bjarki hafi ekki hagað sér með sæmilegum hætti, við mótmælin við ráðherrabústaðinn um daginn. Ég fæ ómögulega séð að það komi þessu máli nokkurn skapaðan hlut við. Blaðamaðurinn ungi mætti vera þjófóttur lygari mín vegna, það gerir ekki ásjónu Reynis fegurri í þessu máli. Fólk á algjörlega að ignora allt tal um persónu Jóns Bjarka, það er einungis til þess að leiða athyglina frá soraritstjóranum sjálfum.
P.s. Hér má lesa yfirlýsingu Reynis Traustasonar vegna málsins frá því í dag, fyrir Kastljósþáttinn. Ég eins og fleiri, hef átt erfitt með að komast inn á dv.is , en þegar ég komst loks inn eftir langa mæðu, þá sá ég hvergi yfirlýsingu Reynis, aðeins blaðamannanna.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
Athugasemdir
Þú hefur rétt fyrir þér Gunnar, að Reynir Traustason kemur vægast sagt illa út úr þessu máli. Og vonandi rís Jón Bjarki upp úr þessu sem vígtönnin sem sárlega er þörf. Maðurinn sem þorir og er ekki bara að þora að sinna "gæluverkefnum" eins og margir frétta/blaðamenn.
En samt sem áður er ég enn þeirrar skoðunar að mál Reynis og Jóns, sé viðauki við viðauka í þessari frétt. Það verður áhugaverðast á næstu dögum eða fáum vikum, hvort Kastljósið hjóli í aðalatriði fréttarinnar þ.e. Sigurjón og Björgólf. Ef ekki þá á þórhallur að segja af sér.
Öll vitum við hvað spaugstofan skánaði og afnotagjöldin lækkuðu þegar Randver var rekinn.
Golli.
golli (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.