Reynir Traustason... úff. Það hlýtur að vera leitun að öðrum eins hræsnara. Jón Bjarki Magnússon, sá er skrifaði þessa grein fyrir DV, titlar sig nú fyrrverandi blaðamann á DV. Í athugasemdarkerfinu á síðunni sem Mbl. greinin krækir í; http://this.is/nei/?p=1416&cpage=1#comment-434 keppist fólk við að hrósa blaðamanninum fyrir meinta hetjudáð sína. Ég setti inn athugasemd og sagði eftirfarandi:
"Jón Bjarki, þú titlar þig fyrrverandi blaðamann á DV. Hver er skýringin á því? Var þér sagt upp? Ég er ekki tilbúinn að kvitta fyrir það, að þessi birting núna sé einhver sérstök hetjudáð. Það er allt eins hægt að túlka þetta sem gunguskap, að birta þetta ekki fyrr en þú ert hættur á blaðinu. Er þetta kannski hefnd fyrir uppsögnina? Sá spyr sem ekki veit".
Klárlega hefði þetta verið flott hjá blaðamanninum ef hann hefði verið enn starfandi á blaðinu, en heldur finnst mér hetjudáðin rýrna við það að hann bíði með að birta þetta þar til hann er hættur hjá blaðinu. En gott framtak engu að síður.
Hr. Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímson, passaði upp á vald auðmannanna eins og sannur varðhundur, með því að neita að skrifa upp á fjölmiðlalögin. Fyrir það munu fjárglæframennirnir vera honum ævinlega þakklátir. En þeir áttu auðvitað hönk í baki hans. Eftir forsetaframboðið 1996, dró Hr. Ólafur digran skuldahala á eftir sér. Baugsveldið mun hafa létt þann drátt fyrir hann. Þessir aðilar passa upp á hvern annan.
Frétt DV stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
hann sagði upp vegna málsins! svo það sé á hreinu.
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 15.12.2008 kl. 16:45
OK, takk fyrir þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 16:49
Það hefði verið klókt hjá honum að bíða með það, til að sjá hvort honum yrði sparkað fyrir þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 16:51
hann hefði varla getað unnið mikið lengur eftir þetta... það væri ekkert grín að fara að mæta til vinnu með þessum gaurum eftir eitthvað svona. Hans vegna... auk þess er það táknrænt að segja af sér þegar svona á sér stað, og fáir sem myndu þora því á þessum tímapunkti.
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 15.12.2008 kl. 16:55
Svar Jóns Bjarka:
"Ég sendi póst á Reyni í gærkvöldi og tjáði honum að ég yrði að hætta að vinna hjá blaðinu og segja frá því sem gerðist. Ég hefði auðvitað átt að greina frá þessu strax, en reyndi að telja mér trú um að rétt væri að þegja. Þangað til ég gat ekki annað en komið þessu frá mér".
Flott hjá honum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 16:58
Ég verð þó að segja að ég furða mig á viðbrögðunum við greininni. Hún er tiltölulega saklaus. Hvernig eru þá blaðamenn handeraðir ef meira kjöt er á beinunum en þetta?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.