Mér heyrðist Egill Helgason útskýra fyrir viðmælanda sínum á eftir Jóni Gerald, að Jón væri "whistle blower". Það átti auðvitað ekki að fara í loftið, en gerði það óvart. En Jón Gerald er eiginlega meira en það, því hann er drifinn áfram á djúpstæðu hatri á Jóni Ásgeiri og hans fjölskyldu. Og nú telur hann lag til þess að fara í samkeppni við Bónusfjölskylduna á Íslandi, á grundvelli velvilja almennings.
Hvernig ætlar Jón Gerald að komast að því hvort hann hafi stuðning almennings? Gera skoðanakönnun? Eða ætlar hann að hella sér í samkeppnina og vona það besta? Ég get sagt Jóni Gerald það strax, að almenningur mun ekki versla við hann vegna þess að hann er "góði strákurinn" en nafni hans Ásgeir, sá vondi. Almenningur mun versla þar sem ódýrast er, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið.
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 14.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 946007
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Já við skulum fjölga skúrkunum í viðskiptalífinu á Íslandi
hilmar jónsson, 14.12.2008 kl. 16:28
Ég versla þar sem er ódýrast, það er best fyrir mig og mína fjölskyldu
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 16:32
Ég versla reyndar í Krónunni hér á Reyðarfirði, Bónus er á Egilsstöðum en ég kíki þar við ef ég á leið uppeftir.
Það var mikil bylting að fá lágvöruverslun hingað á Reyðarfjörð en fyrir því hefði ekki verið grundvöllur nema vegna tilkomu álversins. Áður en Krónan kom hingað,þá gerði maður sér sérstaka ferð til Egilsstaða því það borgaði sig að versla í Bónus, þrátt fyrir að þurfa að keyra tæpa 70 km.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 18:05
"Whistle-Blower" er samkvæmt orðabókinni minni ein þýðing á: "Sá sem leggur annan í einelti." Hin tvö orðin sem ég hef grafið upp sem þýðing á "eineltara" eru; bully og svo stalker.
Hinsvegar vildi ég þýða orðið "Whistle-Blower" í meiningunni um Jón Gerald Sulluborgara sem: "Flautaþyrill".
Hann er í fýlu af því hann var rekinn úr "The Bonnie and Clyde clan" eða kannski var það frekar "Butch Cassidy and The Sun Dance Kid gang" !!!
Það er þrælseðli í drengnum þessum.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2008 kl. 18:06
Í þessu tilviki er þýðingin: "Sá sem kjaftar frá (eða aðvarar) í skjóli" svipað og "snitch" eða "squealer"
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 18:17
ég er hissa á að Egill skyldi bjóða honum í viðtal.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.12.2008 kl. 18:25
Ég áttaði mig að vísu á því. Mér fannst bara flautaþyrill passa svo vel við hann (e.t.v., líkt og squealer).
´
Hann var að vísu, í úrskurði dómsréttar talinn vera, "ótrúverðugt vitni" og ég held ekki að dómskerfið íslenska dragi taum þeirra Jóns Ásgeirs og Jóhannesar.
´
Ég er sammála þér að þegar upp er staðið, þá kaupir fólk þar sem það fær meira fyrir það litla sem er eftir í buddunni frekar en að fara í dýrari verslanir.
´
Hinsvegar tel ég rétt að þetta djúpstæða hatur og blinda öfund og afbrýðissemi sem Jón Gerald Sullumborgari hefur á þeim feðgum sé þegar búið að yfirfærast á stóran hluta íslensku þjóðarinnar vegna tilstuðlan fjölmiðlanna, því fjölmiðlarnir eru blóðþyrstir og þurfa eitthvað meira krassandi til að skrifa um en opnun á einhverju nýju elliheimili eða barnaheimili.
´
Ég spái því að þetta upphlaup mótmælendanna á Austurvelli og annarsstaðar í Höfuðborginni í leit að nornum og blórabögglum, verði í Íslandssögunni líkt við því þegar mótmæli kommúnista og stjórnleysingja gegn inngöngunni í Atlantshafsbandalagið (NATO) var hér rétt fyrir um miðja öldina síðustu. Meirihluti þjóðarinnar stendur ekki bakvið þetta, aðeins þessi háværi litli minnihlutahópur sem samanstendur að mestu leyti af, eins og sást í sjónvarpsfréttunum, að mestu leyti af;
1. Kommúnistum sem nú eru að skríða undan steinum,
2. Femínistum og karlhöturum ("niður með feðraveldið")
3. Hluta af hommasamfélaginu sem finnst þeir ekki hafa fengið næga auglýsingu á Hinsegindögum, og þeim öllum vantar að auglýsa sig.
4. Hlutfallslega örfáir saklausir vitgrannir og forvitnir áhorfendur sem sumir tóku þátt í mótmælunum, líkt og kindurnar í bók Georgs Orwells: "Animal Farm" eða "Dýrabæ". Þær jörmuðu: "Two legs bad, four legs good."
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.12.2008 kl. 18:51
Heheh, góður Björn bóndi.
Það eiga sennilega eftir að spretta fram fleiri kommúnistasamtök, eins og gerðist á áttunda áratugnum. Þá voru Maoistar, trotskíistar, Albaníukommar o.fl. Spurning hvaða fyrirmynd þeir nota, reyndar fátt um fína drætti í þeim efnum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 19:02
Það verður gaman að sjá hvort það verður búið að eyða út "Whistle Blower" talinu í Agli í endursýningunni í kvöld Ég spái því að það verði gert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 21:13
Egill hefur örugglega hætt við að eyða þessu út þegar hann sá athugasemd mína
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2008 kl. 02:20
Ég sá þáttinn fyrst í endursýningunni. Hvað með jafnræðið? Fékk Jón Ásgeir jafn langan tíma til að svara spurningum óhindrað og Jón Gerald Sullumorger? Ónei. Þarna var maðkur í mysunni.
G.Th.G.; Sást þú í lok viðtalsins þegar Egill Helgason brosti til Jóns Geralds og blikkaði hann með hægra auga? Átti þetta að sjást. Ég hélt að Egill væri "straight"? Er Jón Gerald Sullumberger "gay"? Það hefur aldrei komið fram í fjölmiðlum að hann hafi sofið hjá Jónínu Ben eins og Mogginn og Bónus hafa gert, eins og birst hefur í fjölmiðlum. Eða eru þeir bara svona sammála?
Eru þau öll á leið í Framsókn? Kv. Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 15.12.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.