Ég er hlyntur því að teknar verði upp aðildarviðræður við ESB, það er varla hættulegt. Miðað við þær forsendur sem ég hef í dag, þá kysi ég nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, en málið er að ég hef ekki allar þær upplýsingar sem ég vildi hafa, til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um málið. Til þess að fá allar upplýsingar um málið, þá þurfum við að fara í aðildarviðræður.
Þeir sem eru harðir á móti aðild, benda á Norðmenn og segja að þeir séu ríkasta þjóð í heimi og eru ekki í ESB. En þeir hafa líka kosið um málið tvisvar og hafnað aðild í bæði skiptin. Auk þess er það ekkert skrítið að gyðingar norðursins sé ríkir, með allan sinn olíusjóð.
Hótaði formaður Samfylkingar stjórnarslitum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Athugasemdir
Kæri vinur!
"Til þess að fá allar upplýsingar um málið, þá þurfum við að fara í aðildarviðræður."
Svona skrifarv maður bara ekki! Ef þig vantar upplýsingar, náðu þá í þær sjálfur. Eftir .það trúi ég að þú verðir andvgur öllum samskiptum við ESB.
Og ein leiðrétting. Norðmenn eru ekki "gyðingar" norðurssins....
Enn stórar líkur eru á því að með séum með heimsmet í heimsku.....
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 08:09
Hvaða upplýsingar vantar þig um málið?
Hjörtur J. Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 09:18
Sæll nafni,
Það má vel vera að aðildarviðræður séu saklausar og sumir telja þær nauðsynlegar til þess að fá eitthvað til þess að taka afstöðu til.
Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að það liggur fyrir hvað ESB er og hvað aðild að sambandinu felur í sér.
Eins liggur fyrir möguleikinn á undanþágum. Svigrúmið til endanlegra undanþága er þröngt ef nokkuð.
Ef við leggjum þetta tvennt saman þá getum við dregið rökstuddar ályktanir um kosti og galla sambandsins. Til þess þarf engar viðræður heldur aðeins smá effort til þess að kynna sér málin.
En aftur þá getur vel verið að aðildarviðræður séu saklausar í sjálfu sér. Ég sé hins vegar illa tilganginn með þeim. Við vitum alveg nóg fyrir.
Bið að heilsa austur!
Gunnar R. Jónsson, 14.12.2008 kl. 12:29
Þetta er góð ábending sem þarf að koma oftar fram. Það virðast ekki allir gera sér grein fyrir því að án aðildarviðræðna eru rökræður um aðild að ESB byggðar á getgátum einum.
Þegar niðurstaða aðildarviðræðna liggur fyrir verður hægt að ræða þetta á málefnalegan hátt, og leggja ákvörðunina að endingu í dóm þjóðarinnar.
Arndís (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:44
Við þurfum skýr samningsmarkmið og skýr svör við þeim skilyrðum sem við setjum fyrir inngöngu.
"Eins liggur fyrir möguleikinn á undanþágum. Svigrúmið til endanlegra undanþága er þröngt ef nokkuð". Segir þú nafni og ég trúi því að það sé hárrétt hjá þér
En það virðast ekki allir vera á sömu skoðun og eins og Arndís bendir á, þá lítur dæmið þannig út að rökræður um aðild byggist á getgátum. Og þó einhver segi að við eigum bara að kynna okkur hvað aðild beri í för með sér, þá held ég að almenningur vilji fá svörin svart á hvítu frá ESB. En til þess að fá svörin, þurfum við spurningar og kalt hagsmunamat á kostum og göllum.
Ef svarið er svona einfalt, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan aðildar, þá ættu þeir sem eru á móti aðild, ekki að þurfa að hafa áhyggjur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 15:28
Enda segi ég það að aðildarviðræður séu meinlausar.
Ég get alveg sætt mig við slíka niðurstöðu.
Hins vegar tel ég að þær bæti engum nýjum upplýsingum við það sem að við vitum nú þegar.
Fólk getur út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir tekið rökstudda afstöðu.
Höldum okkur bara við undanþágurnar sem dæmi.
Þau svör hafa ítrekað komið fram frá ESB að þær koma ekki til greina, t.d. hvað varðar fiskveiðistefnuna, nema í mjög skamman tíma, c.a. 3-5 ár. Ef litið er til reynslu annara þjóða kemur það sama í ljós.
Við þurfum ekki í viðræður til þess að fá svar við þessari spurningu. Það liggur fyrir.
En aftur, ég óttast ekki aðildarviðræður. Síður en svo -við þær er ekkert ógnvænlegt í sjálfu sér.
Gunnar R. Jónsson, 14.12.2008 kl. 17:31
Þó að við missum að einhverju leiti fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni, þá eru það ekki endilega rök fyrir að sækja ekki um aðild. Þetta þarf bara að meta. Kannski eru hagsmunirnir einfaldlega meiri með aðild, þó ég dragi það í efa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 18:09
Ég á ekki ett einasta orð yfir færslunni og þessu ESB babli..
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 20:05
Ég held það sé seint hægt að ofmeta yfirráðaréttinn yfir auðlindum landsins
Gunnar R. Jónsson, 14.12.2008 kl. 20:25
Þá kemur það bara í ljós í hinu kalda hagsmunamati
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 21:35
ESB vill Ísland ekkert inn í félagsskapinn til að gefa þeim neitt. Þeir vilja okkur inn til að taka það sem við sjálf höfum ekki skilning á að eru verðmæti.
Hvar er til Silfurberg annarstaðar á jörðinni nema Íslandi? Hvar er uppl. um að silfurberg hafi verið selt frá landinu? Samt er það notað í gerfitungl...
Bara eitt dæmi um asnagangin í þessu landi..
Óskar Arnórsson, 16.12.2008 kl. 16:05
Það vill nú svo til að éin stærsta sifurbergsnáma veraldarinnar er hérna í Rayðarfirðinum og var hún nýtt á fyrrihluta síðustu aldar í sjóngler ýmiskonar. Silfurbergið var að mestu selt til Þýskalands. Seinna komu önnur efni í staðinn og námugreftrinum var hætt. Í dag er þessi náma "Helgustaðanáma" friðlýst. Ég dreg það stórlega í efa (eins og flest annað sem frá þér kemur reyndar) að silfurberg sé notað í einhverjum mæli í dag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 17:45
Ég veit ekkert hvað mikið er notað er mikið af silfurbergi í dag. Enn það er hægt að nota það í sólarrafhlöður t.d. Það er ekkert lagt í rannsóknir í hvaða verðmæti eru í námum eins og þú talar um.
Það eru allskonar efni eins og silfurberg sem ætti að skoða sem útflutningsvöru.
Ég ólst upp undir fjall á Austur-Barðaströnd, þar sem faðir minn var bóndi og það var mikið puð að bera allt þetta sprengiefni upp í silvurbergsnámuna. Þetta var allt flutt til Reykjavíkur á vörubílum. Ég veit ekkert hverjum það var selt.
Það eru mörg verðmæti til á Íslandi án þess að það sé lagt til að gefa landið inn í ESB alla vega, hvað svo sem þínum efasemdum líður um það sem ég segi.
Og þeir sem styðja ESB hafa bara ekki kynnt sér ESB reglur og áhrif þeirra á svona lítið land. Þetta er peningahít, endalaus spillingarmál koma þar upp, Við eigum nóg af þeim sjálf.
Ég er ekkert að efast um allt sem þú segir. Ég veit bara að eftir að hafa búið í ESB landi og séð áhrifin á land sem var mjög efnahagslega sterkt, hrundu bankarnir og urðu að fá aðstoð frá stjórnvöldum. Síðan hrundi fasteignaverð alveig geypilega.
Þetta var notað sem aðalástæða í öllum rökum af ESB sinnum. Kosning í dag um aðild að ESB myndi kolfalla í Svíþjóð. Því þeir eru búnir að fá reynsluna af þessum félagsskap.
Af einhverjum ástæðum sem ég veit ekki, greiða þeir hæstu meðlimagjöldinn, eða gerðu fyrir svona 10 árum síðan.
Það er ekki að ástæðulausu að fjármálamenn bjóða Göran Person til að tala máli ESB í Háskólanum. Hann og Carl Bild voru mestu lygalauparnir í Svíþjóð að tala fyrir aðild að ESB "til að bjarga landinu" eins og þeir sögðu á hverjum einasta degi.
Árangurinn getur þú best séð í Norður Svíþjóð. Bændur sem höfðu verið með búskap í heilu ættliðina, fóru beint á hausinn. Þar voru stýrivextur Seðlabanka Svíþjóðar settir upp í 500% í nokkra daga.
Skýringin sem hann gaf var að hann ætlaði að stoppa nokkra hlutabréfa braskara á Börsinum.
Hundruð fyrirtækja beint á hausinn, þúsundir atvinnulausir. Soros kom og fór með hundruðir milljarða út af þessu uppátæki. Og gaf peninganna til Afríku.
Seðlabankastjóri Svíþjóðar var kosin "asni ársins" í USA með flotta mynd af sér á forsíðum fjármálablaða í USA.
Þeir eru nú með 0, 25% stýrivexti vegna efnhagsástands.
Hér á Íslandi er allt gert öfug við aðrar þjóðir í efnahagsmálum. Nú á að skera niður, hækka skatta, kanski bankavexti líka svo eignaupptaka geti orðið hraðvirkari. Þetta eru efnahagsleg hryðjuverk gagnvart alþjóð.
Gömul kona, ca. 85 ára var ég að hjálpa til að skrá íbúðinna sína yfir á dóttur sína svo hún þurffi ekki að afhenda bönkum íbúðinna sem hún er búin að eiga heima í megnið af æfinni. Hún á oftast ekki fyrir mat síðustu vikuna í mánuðinnum.
Síðustu 2 systkyni mín, búin að vinna alla æfi launavinnu, eru báðar á leiðina í gjaldþrot. Og verða að flyta til annars norðurlands vegna þess að þau eiga mörg börn.
ESB mun ekki greiða þessar 5000 milljarða skuld sem komin er á Ríkið. Sem var skuldlaust fyrir nokkrum mánuðum.
Aðgerða og ráðaleysið sem einkennir alla stjórnarhætti hér, er alveg kostulegt. Einn af 50 ríkustu mönnum í heimi, tekur ekki þjóðfélagslega ábyrgð og greiðir sinn hluta af gjaldþrotunum sínum. Björgólfur. Felur sig bakvið hlutafjárlögin.
Jón Ásgeir með fjölda gjaldþrotamála í gangi, kemur og kaupir upp alla fjölmiðla sem hann gat náð í. Algjörlega siðlausir báðir tveir ásamt mörgum öðrum.
Það er 1 bankarán á dag í Svíþjóð. Þar koma ræningjar hlaupandi inn í bankanna með grímur og vopn.
Hér sitja stærstu bankaræningjar á öllum Norðurlöndum, í flottum einkaþotum og kemur landið ekkert við, nema þegar þeir geta skroppið hingað til að stela einhverju.
Það er miklu betri kostur að vera í bandalagi með norðmönnum og taka þá upp þeirra gjaldmiðil. ESB er algjört óráð. Það er bara mín skoðun.
Ég er sammála mörgu sem þú skrifar um, enn ég hélt í einfeldni minni að fólk vissi meira um ESB enn það gerir.
Enn það gerir það greinilega ekki. Blandar t.o.m. saman ESB aðild og upptöku á evru! Það er algjörlega sitthvort málið. Fólk veit almennt ekki einu sinni þetta!
Það er lán í óláni að Ísland er orðið svona skuldsett. Það gilda strangar reglur um erlendar skuldir þjóða sem sækja um aðild að ESB.
Ísland kæmi alls ekki til greina þó það sækti um í dag. Vegna skuldanna.
Óskar Arnórsson, 17.12.2008 kl. 05:02
Það eru reyndar margar fleiri ástæður nefndar, sem koma í veg fyrir að við getum gengið í ESB og Ragnar Arnalds fyrrv. alþingismaður hefur farið skilmerkilega í gegnum það.
Þú getur hvergi séð á blogg-skrifum mínum að ég sé hlyntur aðild, en aðildarviðræður, það útiloka ég ekki og finnst það raunar bara allt í lagi að við fáum að sjá það svart á hvítu, kostina og gallana. Hvaða og hvort við fáum eitthvað sem kalla mætti "íslensk ákvæði".
En varðandi silfurbergið þá kannast ég ekki við það að silfurbergsnámur hafi verið annarsstaðar á landinu, nema á Austfjörðum. Sýndu mér heimildir um annað. Eins og ég sagði áður, þá er notagildið í dag lítið vegna þess að önnur efni hafa leyst það af hólmi. Silfurberg finnst samt víða, en er bara ekki í vinnanlegu magni nema á 2-3 stöðum. Um miðja síðustu öld var það notað dálítið í skraut-múrhúðun, m.a. á Þjóðleikhúsið íblandað hrafntinnu. Það var deilt á það af öfga-náttúruverndarsinnum, að taka ætti silfurbergssalla úr Breiðdalnum hér eystra og hrafntinnu annarsstaðar frá, til viðgerða á Þjóðleikhúsinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 07:10
Silfurbergsnáma, risastór er í fjallinu fyrir ofan bæinn Djúpadal, Gufudalssveit í Austurbarðastrandasýslu. Þessu náma var notuð heillengi. Bóndinn hét Samúel Zakaríasson.
Það er bara þessi eini bær þarna í Djúpadal svo það er auðvelt að finna það.
Þetta var einnig bókasafn hreppsins og Samúel var gæslumaður fyrir 2 arnarhreiður, því bændur áttu það til að brjóta eggin og jafnvel skjóta örninn.
Ég bjó þarna frá 6 ára aldri til 12 ára. Og það var talað um að fjallið væri hreinleg að mestu leyti úr silfurbergi! Ég vissi ekki að til væru silfurbergsnámur á Austfjörðum.
Enn ég rengi þig ekki í því. Hef enga ástæðu til þess. Ég átti myndir af mér í mörg ár standandi inn inni í námunni fyrir vestan. Það er líka 50 ár síðan ég var þarna.
Síðan er ótrúleg flóra af alla vega fallegum steinum þarna sem ég man ekki nafnið á lengur. Eldsteinn, maður sló tvemur steinum saman og þá komu einhverjar glæringar. Þeir eru hvítir.
Ég týndi smásteina fyrir erlenda ferðamenn á sumrin og botnaði aldrei í hvers vegna þeim langaði í þessa steina. Jaspís, rauður og stundum í alla vega litum, var stundum eins og trébútur með árhringjum. Enn þeir vildu bara litla steina.
Það er hrafntinna þarna líka, enn hún liggur bara tvist og bast út um allt..
Ég veit að þetta var notað á Þjóleikshúsið og fullt af öðrum húsum, sérstaklega áberandi í gamla Vesturbænum í Reykjavík. Enn magnið sem var tekið úr námunni var svo mikið að þetta hefur aldrei verið notað allt hér á Íslandi.
Það er gefin ákveðinn aðlögunartími og síðan gilda ESB reglur eftir x ár. Við borgum meðlimgjöld, enn fáum sían til baka einhverja styrki sem ÞEIR ákveða að þurfi.
Ísland fengi aldrei nema einn mann inn sem fulltrúi Íslands. Hann má ekkert tala fyrir hagsmunum Íslands sérstaklega, aðeins hagsmunum Evrópu sameiginlega. Um það eru skírar reglur.
Eins og er búið að benda á, eru reglur ESB til á netinu á fullt af túngumálum.
Eina undanþágan sem Svíar fengu, var að fá að halda snusinu! Það eru sterkustu mótmæli í Svíþjóð þegar ESB ætlaði að banna það. Þetta snus er bannað allsstaðar nema í Svíþjóð.
Ísland fengi enga sérmeðferð, því þá skapar það fordæmi. ESB er góður fyrir braskara, ríka fjárfesta og aðalinn. Svona hálfgerður snobbklúbbur.
Svíar voru ekki með salmonellu í kjúklingum áður enn þeir gengu í ESB. Nú má ekki stoppa innflutning frá öðrum ESB löndum, og allskonar sjúkdómar í dýrum eru komnir sem ekki voru til áður. Og svo er þeir að drukkna í útlendingavandamálum.
Mér finnst ekki vanta fleiri stjórnendur fyrir þetta pínulitla land. Frekar að fækka þeim.
Ég efast ekki um að einhverskonar óformlegar viðræður hafi átt sér stað. Það er bara ekkert verið að láta vita af því. Enda er komið í ljós að Ísland er ótrúlegt leynimakkaland.
Meira vit í að hreinsa burtu hval og sel, sem er bara besta fiskivernd sem til er. Þó ekkert væri selt eða hirt. Eða gefa allar afurðir til fátækra sveltandi þjóða. Það er allt matur fyrir svangt fólk.
Og veiða upp þennan sýkta fisk sem er búið að finna...Það er nóg sem þarf að gera hér til að auka tekjur þjóðarinnar, samtímis sem má alvefg taka þessa menn og láta þá skila aftur þeim peningum sem þeir stálu.
Það væri frekar að fá ESB fulltrúa til Íslands og sjónvarpa viðtali við þá svo fólk geti áttað sig á hvað ESB gengur út á. Auðvitað er hægt að finna kosti við aðild í ESB.
Enn þeir kosta of mikið.
Óskar Arnórsson, 17.12.2008 kl. 08:36
"Eins og nefnt var í 24. kafla, taldi Þorvaldur Thoroddsen (1889, 1890, og víðar) vera möguleika á silfurbergsnámi í Djúpadal í Djúpafirði. Lítið hef ég athugað það, en rakst þó á frásögn í sjálfsævisögu Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum, Af sjónarhóli, sem út kom 1970. Þar kveðst Kristján hafa farið ásamt öðrum til Djúpadals 1911 að kanna þetta mál að undirlagi félags í Reykjavík, en ekkert hafi orðið af silfurbergsvinnslu þar. Helgi H. Eiríksson skoðaði aðstæður í Djúpadal 1925 (Guðmundur G. Hagalín 1970, bls. 233) en fann ekki nýtanlegt silfurberg. Í Lesbók Morgunblaðsins 7. okt. 1951 er sagt að silfurbergið þar sé gulleitt en allmikið af því hafi verið sótt á seinni árum til nota í múrhúðun".
Heimild:
Leó Kristjánsson Greinar og samantektirSilfurberg: skýrsla um áhrif þess í raunvísindumGunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 09:02
Krækjan klikkaði hjá mér en þú getur gúgglað þetta upp. Mjög fróðleg og skemmtileg skýrsla.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 09:06
Hérna er hún: http://www.raunvis.hi.is/~leo/silfurberg_low-res.pdf
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.