Stúlkan í næsta húsi

Jennifer Aniston kæmist sennilega aldrei í úrslit í fegurðarsamkeppni, en það er eitthvað voðalega mikið við stelpuskjátuna. Og svo hefur hún einn flottasta rassinn í Hollywood.

 Ok.... ég viðurkenni það, ég er rass-maður. Blush Skoðanakönnunin er hér til hliðar.

00004f


mbl.is Aniston á Evuklæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hafði hendur með í könnuninni af því að ég á eftir að koma með samsvarandi könnun fyrir konur, og mér skilst að sumar konur sé heitar fyrir sterklegum karlmannshöndum. En rosalega hlýtur að vera gefandi að hafa "handa-fetish"   

Sem minnir mig á kunningja minn sem var oft með svartar sorgarrendur undir nöglunum, en hann vinnur á rafvélaverkstæði. Eitt sinn vorum við heima hjá mér og vorum á leiðinni á pöbbarölt þegar systir mín kom í heimsókn. Henni varð litið á hendurnar á vininum og segir; "Hvað er að sjá á þér hendurnar?! Þú ætlar þó ekki að fara svona á ball?"

Vinurinn lítur á hendurnar á sér og segur: "Þetta?!... þetta er nú ekki mikið... þú ættir að sjá á mér tærnar!"

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 23:53

2 identicon

Já það þykir mér merkilegur maður sem heillast kynferðislega að persónuleika kvenna.  Persónuleikinn er eitthvað sem setur reyndar punktinn yfir i, hjá fallegri konu.  Það er góður persónuleiki gerir það sem lélegur persónuleiki gerir svo konur ekki eins aðlaðandi.  En kynferðislega.................. nei þá held ég að hann plati bara sjálfan sig

kveðja 

Viðar (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, í raun þá passar þetta með persónuleikann lítið inn í svona könnun um hvað körlum finnst sexý hjá konum, a.m.k. var ég aðallega að spá í hvað kveikti í mönnum svona við fyrstu SÝN. En eins og ég sagði áðan þá ætla ég að setja upp síðar, samskonar könun fyrir konur.... og þú veist... konur eru svo skrýtnar....  persónuleiki, húmor ... rómantík og kertaljós. Og hver kom því inn í hausinn á þeim að forleikur væri svona mikilvægur.... úff.

Það eru bara V-grænir og feministar sem smella á persónuleikann í þessari könnun

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tel það plús að hún hafi hafi verið með herrabindi. Hitt er ekki eins sexy.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 04:45

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þarna klikkaðir þú á einu atriði => HÁRINU

Einhverstaðar las ég að Kóraninn þeirra Islamista gefi fyrirmæli um að konur hylji hár sitt, því það hafi haft (sem höfuðdjásn) svo mikla kynferðislega aðlöðun.  Sjálfur er ég svakalega "svag" fyrir fallega kembdu og glansandi slegnu síðu hári.  Slíkt getur gert hvaða ljóta herfu aðlaðandi að nokkru leyti.  Annars valdi ég "persónuleikann" og ég er sko hvorki VG né Femínisti, biddu fyrir þér. 

Þegar þú kemur svo með skoðanakönnun fyrir konur um hvað sé kynferðislega aðlaðandi við karlmenn, ekki klikka á tveim stórum atriðum => VÖLDUM annarsvegar og PENINGUM hinsvegar.  Ég man eftir því þegar Kissinger var utanríkisráðherra og því ákaflega valdamikill, þá óð hann í kvenfólki þessi líka ljóti karl.

Kær kveðja Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 12.12.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Já, og FRÆGÐ.

Kk,  Bb  

Sigurbjörn Friðriksson, 12.12.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er margt sem getur heillað og hárið er vissulega eitt af því. Það verður bara að flokkast undir "annað"

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

OK, þér er þá fyrirgefið.

Kær kveðja Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 12.12.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband