Ég efast um að einhver nafnanefnd sé til í Fjarðabyggð því það er afar ólíklegt að heill hópur fólks komist að þeirri niðurstöðu að allar nýjar götur í bænum, sem eru þó nokkrar eftir að álverið kom hingað, þurfi að hafa gerði og melur í nafni sínu. Ekki nóg með það, heldur er óreiðan slík að ekki einu sinni staðkunnugir átta sig hér, allt er í einum hrærigraut og svo er fjöldi húsnúmera með bókstöfum líka.
Þegar ég var að alast upp í Skuggahverfinu í Reykjavík, þá var fullt af húsnúmerum með bókstöfum einnig, en það hafði eðlilega skýringu því þetta voru bakhús. Engin bakhús eru á Reyðarfirði, samt eru margar götur með númerin og svo a,b,c o.s.f.v. til viðbótar. Þetta getur verið mjög bagalegt þegar finna þarf hús, því mörg hver eru ekki merkt og ekki er hægt að telja sig áfram.
Þegar ég var leigubílstjóri á Steindóri í gamla daga, þá var mér strax kennt óbrigðult ráð til að vita hvoru megin húsnúmerin byrjuðu, en það er byrjað að telja út frá horninu á Vesturgötu og Hafnarstrætis í allri Reykjavík, að tveimur eða þremur götum undanskildum. Engin slík regla er á Reyðarfirði.
Nafna og númerakerfið á Reyðarfirði er höfundinum til háðungar.
Nöfn samþykkt á nýjar götur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Athugasemdir
Móðssystir mín átti heima í Gröf ,amma mín átti heima á Bifröst og ég man ekki í augnablikinu hvað húsið hét sem móðurbróðir minn bjó í. En á Reyðafirði voru flest hús með nöfn þegar ég var barn.
Rannveig H, 11.12.2008 kl. 20:32
Flest gömlu húsin bera nöfn. T.d var Bindindisfélagið stofnað í húsi sem heitir Skál... heh, vel við hæfi
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 21:02
Svona hefur þetta alltaf verið, ég áttaði mig t.a.m. ekki á kerfinu sem er notað í Hæðargerði fyrr en það var útskýrt fyrir mér í fyrra.
Kirkjugarðsmelurinn (ég ætla að leyfa mér að nota það ágæta nafn áfram) er samt sérstaklega slæmur, ég á ennþá bágt með að koma auga á lógíkina í þessu þarna uppfrá.
Gunnar R. Jónsson, 11.12.2008 kl. 22:32
Hæðargerðið er kapituli út af fyrir sig. Þetta eru 4 götur og allar heita þær Hæðargerði. Hver er skýringin á bókstöfunum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 22:39
Ég veit það ekki, þetta er afskaplega furðulegt fyrirkomulag svo ekki sé meira sagt. Eina húsið sem maður getur skilið með nokkrum rökum að beri bókstaf er húsið þeirra Jónasar og Fríðu, enda nokkurs konar "bakhús" á sínum tíma.
Gunnar R. Jónsson, 12.12.2008 kl. 08:53
Jamm þetta er allt eitt alsherjar klúður, og það væri réttast að stokka upp í þessu, en ég veit bara ekki hvort að það sé hægt...
Eiður Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 17:12
Jú, það hlýtur að vera hægt ef viljinn er fyrir hendi. Vilji er allt sem þarf
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 17:24
Er þetta ekki ágætis hugmynd að nefnd eða starfshópi?
Gunnar R. Jónsson, 12.12.2008 kl. 19:00
Ég er sammála þessu sem komið er framm, það er ein allsherjar óreiða í nafnakerfinu, er búinn að vera með björgunarsveitinni að bera út pakka til Alcoa fólks í gær og í dag. Það hefur verið dáltið um það að við höfum rúntað götur sem eru ekkert merktar og eða illa merktar svo bætir ekki úr skák að það er verið að afhenda íbúðir klárar til leigu eða sölu ómerktar en ég segi að það sé jafnmikilvægt einsog klósettið að merkja skilmerkilega húsnúmerin utan á húsin !
Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:19
þetta er gott dæmi um súpuna, það væri fróðlegt að vita hvað þessi einstaklingur var að reykja þegar hann raðaði númerunum á lóðirnar....
Hafliði Hinriksson, 13.12.2008 kl. 00:20
Já, þetta er alveg magnað. Og svo kemur allt í einu Kvíabrekka inn í miðjum melunum!
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.