Verkefni á vegum stéttarfélaga í Þingeyjarsýslu, í samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing sem ber heitið Samvinna og ábyrgð í málefnum innflytjenda., hefur hlotið rúmlega þriggja milljóna króna styrk frá samfélagssjóði Alcoa. Skrifstofa stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hefur frá því í febrúar 2007 verið miðstöð ýmissar þjónustu fyrir innflytjendur á svæðinu. Skrifstofan hefur meðal annars veitt erlendum starfsmönnum á svæðinu aðstoð við samskipti við opinberar stofnanir, atvinnu- og húsnæðisleit, umsóknir um dvalarleyfi, túlkaþjónustu og ýmislegt fleira. Boðið hefur verið upp á fræðslufundi og námskeið í íslensku og samfélagsfræði í samstarfi við Þekkingarsetur Þingeyinga. Samfélagssjóður Alcoa styrkir verkefnið um 15.000 Bandaríkjadali á þessu ári og sömu upphæð á því næsta. Samfélagssjóður Alcoa var stofnaður 1952 og er sjálfstæð stofnun með aðsetur í Bandaríkjunum. Sjóðurinn styrkir fjölda góðra málefna um allan heim og námu styrkveitingar sjóðsins árið 2007 alls um 28 milljónum Bandaríkjadala. Í fyrra námu styrkveitingar sjóðsins á Íslandi rúmlega 880.000 dölum. Alcoa hefur verið duglegt að styrkja margskonar málefni á Austurlandi, frá því fyrirtækið tók til starfa hér eystra, m.a. í heilbrigðis og menntamálum, í íþrótta og tómstundastarfi, auk styrkja til ýmiskonar menningarmála.Ég reikna með að einhverjir álversandstæðingar telji að hugur fyrirtækisins á bak við styrki af þessu tagi sé ekki sprottinn af góðmennskunni einni saman. En merkin sýna verkin og ég er sannfærður um að yfirgnævandi meirihluti Austfirðingar taka þessu heilshugar fagnandi. Samfélagsleg áhrif álversins, sem andstæðingarnir sögðu að yrðu lítil sem engin, hafa byrst okkur í skýrri mynd á margvíslegan hátt.
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 10.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
Athugasemdir
Gott er að verkallíðfélagið fái styrk og eflist vonandi við það og öll þessi þjónusta til fyrirmyndar, samt kemur lág bjölluhringing í enninu,,líklega vegna uppruna styrkveitandans sem er Alcoa, varla gott að verkalýðsfélag kosti sitt starf með fé frá atvinnurekanda og hugsanlega síðar semja við hann um kaup og kjör, þú ritar þennan pistil hjá þér með stóru letri?? hvers vegna er það?? við vitum ekki hvað Alcoa borgar þjóðinni fyrir afnot af sameign þjóðarinnar og brot af landsmönnum nýtur góðs af en allir borga og þegar allt er uppá borðinu er hægt að taka afstöðu,núorðið vonar maður það besta en á von á því versta ef framsókn hefur verið nærri.
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:23
Þú meinar að Alcoa fái afslátt hjá verkalýðsfélögum vegna styrkveitingarinnar? Finnst þér það í alvöru sennilegt?
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 18:40
Þér er tíðrætt um þátt Framsóknarmanna í stóriðjuuppbyggingunni hér eystra og það er alveg rétt hjá þér, þeir eiga heiður skilið fyrir það framlag sitt. Hér er slóð á bloggpistil minn um málið frá því í apríl 2007: http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/184285/
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 18:51
Að Alcoa kaupi sér afslátt hjá verkalýðsfélögum er þitt hugarfóstur, ég ætla nú Alcoa svo hræðilega hluti ekki, þú hefur sannarlega fjörugt ímyndunarafl en mér finnst það ekki viðeigandi að fá styrk í þessu formi, voru Alcoa að spá í álver á bakka?? um þátt framsóknar í stóriðju þá er nú sannleikurinn sá að þeir höfðu dregið austfirðinga á asnaeyrunum varðandi atvinnumál í 30 ár og var þetta að stórum hluta gert til að ljúga til sín kjósendum, það hafa þeir nú gert áður og gefið fiskinn líka, rafmagnsverðið var og er leyndarmál, ert þú ekkert forvitinn um það?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:31
Æ Gunni minn nú er þér að hraka aftur, pistillinn þinn í fyrradag um ríkisstjórnina var svo fj. góður, farðu nú yfir hvað þú borðaðir þann dag, hvað þú gerðir og endurtaktu það í nokkra daga, sjáðu til kallinn minn, þú verður orðinn fínn um jólin ! :)
Birgir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:38
Merkin sýna verkin satt er það. Eigum við að skoða merkin eftir illvirki Alcoa í Mexíkó og Hondúras? Eða á Jamaica? Ég skal finna fyrir þig heimildir ef þú vilt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:23
Já takk Eva
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 18:38
Ef þér er alvara með að kynna þér skuggahliðar áliðnaðarins (og reyndar er stórfyrirtækjastefna almennt nátengd unhverfisspjöllum og mannréttindabrotum, álfyrirtækin eru bara með þeim verstu), þá mæli ég með að þú byrjir á þessari grein.
http://www.nlcnet.org/article.php?id=447
Hafðu svo endilega samband við mig ef þú vilt skoða þetta betur og ég skal benda þér á lesefni og heimildamyndir.
Vandamálið við kapítalismann er að mínu viti ekki brauðmolakenningin, þ.e. sú hugmynd að það sé gott að koma út í gróða því þá falli molar af gróðanum til smælingjanna. (Reyndar tel ég sjálf að það sé heilmikið til í henni.) Vandamál kapítalismans er það sama og vandmál kommúnismans, of mikil völd hafa safnast á of fáar hendur. Of mikill auður á fáum höndum hefur í för með sér mikið vald og vald spillir, á ótrúlega skömmum tíma.
Stórfyrirtæki hafa það markmið eitt að græða. Réttur fólks og virðing fyrir náttúrunni er a.m.k. 15 sætum fyrir neðan gróðamarkmið. Þau fela hinsvegar subbuskap sinn gagnvart fátækum og fáfróðum, með því að stinga dúsu upp í okkur sem höfum það gott og með því að stjórna bæði stjórnmálamönnum og fjölmiðlum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:02
Að sjálfsögðu er mér alvara Eva. Ég held að allir vilji hafa allar upplýsingar á borðinu, sama hvort þeir eru hlyntir eða andvígir álfyrirtækjum.
Upplýsingar um voðaverk álfyrirtækja, sem koma frá umhverfissamtökum og ég hef kynnt mér á netinu hingað til, hafa oft verið gamlar fréttir og stundum beinlínis rangar þegar betur er að gáð.
Ég kíki á þennan link og svara þér seinna. Takk fyrir þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 13:25
Þú hefðir nú getað vísað í eitthvað betra en þessi samtök sem kalla sig
"The National Labor Committee"
Nafnið er virðulegt, en innihald heimasíðu þessara samtaka ber vott um að þarna séu um öfgasamtök að ræða, sem verkalýðsfélög, hér á landi a.m.k. virðast ekki samsama sig við. Þú hefðir alveg eins getað vísað í "Saving Iceland" síðuna.
Á heimasíðu Samiðnar (samidn.is) er vísað í ýmis alþjóðleg verkamannasamtök og ég fór inn á nokkrar þeirra og leitaði þar að greinum um Alcoa. Ég fann þó nokkrar þar sem kemur fram að fyrirtækið sé víða til fyrirmyndar. En einnig að órói sé í kringum það sumstaðar og þar las ég töluvert um rósturnar sem orðið hafa í kringum dótturfélag Alcoa í Mexico, en það fyrirtæki heitir Macoelmex og framleiðir íhluti fyrir bílaiðnaðinn.
Í Mexico var reynt að stofna sérstakt verkalýðsfélag innan fyrirtækisins og um það urðu lagalegar deilur, sem ríkisstjórn landsins hefur ekki tekist að leysa. Ofbeldi var beitt meðal verkamannanna innbyrðis, milli þeirra em voru með og á móti nýju verkalýðsfélagi.
Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að fyrirtæki leiti leiða til að lágmarka kostnað við framleiðslu sína. Ef þú ert í samkeppni á markaði og samkeppnisaðili þinn fer með framleiðslu sína þangað sem vinnuafl er ódýrt, þá annað hvort gerir þú það líka eða hættir. Með því að segja þetta er ég alls ekki að réttlæta mannréttindabrot. Það myndi ég aldrei gera.
Hér er linkur sem ég fann um Mexico-málið, frá heimasíðu Samiðnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 16:52
Hvað er öfgafullt við þessi samtök? Það að þau álíti óviðunandi að líði yfir fólk af hita í vinnunni? Eða það að þau vilji að fólk hafi rétt til að hafna yfirvinnu, stofna verkalýðsfélög og fá veikindadaga greidda?
Ég mun skoða þennan tengil sem þú bendir á en mig langar að fá nánari útskýringu á því hvað þú átt við með öfgum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:06
Á síðunni er bara ein hlið mála sýnd, ólíkt málflutningi "alvöru" verkalýðssamtaka. Trúverðugleiki slíks málflutnings er oftast dreginn í efa. Ég er ekki með þessu að segja að þetta dótturfélag Alcoa hafi hagað sér samkvæmt lögum, en svo virðist sem mexikósk yfirvöld séu ekki að standa sig í þessum deilum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 17:22
Svaraðu konunni Gunnar Th, hvað kallar þú öfga?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:28
Ég var að segja það Æja... sýna bara eina hlið mála. Sjáðu bara muninn á umfjöllun "alvöru" verkalýðssamtaka um málið, og svo þennan einsleita málflutning samtaka sem hafa tæplega leyfi til að kalla sig
"The National Labor Committee" Þetta eru áróðurssamtök í stíl við "Saving Iceland" og ekkert annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 17:39
Ég er hrædd um að ég geti ekki svarað þessu í fáum orðum en kjarni málsins er sá að þú ert að rugla saman öfgafullum skoðunum og tilfinningaþrunginni framsetningu.
Einhliða umfjöllun þarf ekki endilega að vera öfgafull og ekkert bendir til þess að upplýsingarnar á þessari síðu séu ósannar. Það er alveg rétt hjá þér Gunnar að bæði á síðunni sem ég benti þér á og eins á netsíðu SI, er umfjöllunin einhliða. Rétt eins og á síðu Landsvirkjunar, Alcoa og stjórnmálaflokkanna. Einhliða áróður stóriðjusinna hefur dunið á okkur í áratugi og það er engin ástæða fyrir okkur að kynna hann nánar.
Munurinn á einhliða umfjöllun stórfyrirtækja og einhliða umfjöllun andófshreyfinga liggur í framsetningunni og því hve mikið er sagt í einu, en ekki sannleiksgildinu eða því hve öfgafullar skoðanir eru settar þar fram. Þú skoðar greinar á netsíðu Landsvirkjunar eða Alcoa og færð á tilfinninguna að þarna séu á ferð yfirvegaðir og skynsamir menn sem viti hvað þeir eru að segja. Svo kynnirðu þér svör andófshreyfinga og skynjar strax ákveðna geðshræringu, fyrir utan það að margar greinanna eru bara frekar illa skrifaðar og vinnubrögð flaustursleg. Þó er einnig að finna t.d. á síðu SI, greinar sem hafa birst í virtum miðlum. Þessi grein
http://savingiceland.puscii.nl/?p=2111&language=en
um örlög lítils ættbálks í Orissa, birtist t.d. upphaflega á fréttavef BBC og þjónar ágætlega þörfum menntaðrar yfirstéttar (sem hefur takmarkaðan áhuga á að horfast í augu við auðlindarán okkar í öðum heimshlutum) fyrir hóflegt magn upplýsinga. Þarna er ekkert minnst á sjúkdóma vegna mengaðra vatnsbóla, hungurdauða heimilslausra eða það hvernig fólk hefur verið barið burt af jörðum sínum í bókstaflegri merkingu. Það er kaldhæðnislegt en greinin hljómar trúverðugri, laus við 'öfgar' af því að þessi hluti sannleikans kemur ekki fram.
Þetta er vandamál sem allar grasrótarhreyfingar glíma við. Við erum að reyna að segja allan sannleikann í einu og okkur er mikið niðri fyrir en höfum ekki mannafla, tíma og peninga til að vefja óþægilegar staðreyndir í neytendaumbúðir. Stórfyrirtæki eru hinsvegar með sérmenntaða áróðursmeistara í fullri vinnu við að skapa og viðhalda jákvæðri ímynd, hagræða sannleikanum og draga athyglina frá gagnrýniverðum atriðum. Ég velti því fyrir mér hversu langan tíma það tæki SI að kippa algerlega stoðunum undan stóriðjustefnu á Íslandi, ef við gætum sett sama pening og Landsvirkjun í kynningarstarf og auglýsingar en Landsvirkjun þyrfti hinsvegar að fjármagna allt sitt kynningarstarf með styrktartónleikum og frjálsum framlögum frá nokkrum stúdentum. Ég er líka ansi hrædd um að skrif í þágu Landsvirkjunar myndu ekki hljóma jafn yfirveguð ef greinahöfundar væru eilífðarhippi af eldri kynslóðinni og 2 barnungir háskólanemar.
Þú nefnir 'alvöru' verkalýðshreyfingar. Hver er munurinn á því sem þú kallar alvöru hreyfingu og þessari sem kallar sig 'The National Labor Comittee'? Jú munurinn liggur einmitt í því að félög sem hafa úr einhverju fjármagni að moða geta ráðið betri penna, fólk sem áttar sig á því að tölur og línurit ganga betur í hinn firrta Vesturlandabúan en sögur af persónulegum harmleikjum.
Gunnar, mér finnst líklegt að þegar þú lest þessa grein sem ég benti á, fáir þú á tilfinninguna að hún hafi verið skrifuð í tilfinningalegu uppnámi en ef þú lætur kjánahrollinn sem grípur þig þegar þú sérð Emil maur reyna að kyrkja fílinn, trufla þig of mikið, þá kemstu aldrei að sannleikanum. Hugleiddu þetta aðeins Gunnar. Heldurðu að það séu ósannindi sem koma fram á þessari síðu?
Og já, tilgangur fyrirtækis er sá að græða og þegar fyrirtæki er orðið mjög stórt er þetta markmið, sem er gott í sjálfu sér, sett ofar manngildinu. Auður elur af sér vald, vald elur af sér kúgun og spillingu. Í því liggur vandi kapítalsimans. Vandi yfirvalda í Mexíkó er svo hinn sami og vandi yfirvalda á Íslandi, þau ráða ekki rassgati lengur, það eru stórfyrirtækin sem hafa hið raunverulega vald.
Hvað finnst þér um fyrirtæki sem þvingar fólk til að vinna yfirvinnu, borgar laun undir hungurmörkum, svíkur fólk um laun, pásur og frítíma, býður upp á heilsuspillandi vinnuaðstæður og heldur starfsfólki í heljargreipum ótta og niðurlægingar? Finnst þér réttlætanlegt að tugir þúsunda fátæklinga á Indlandi séu nú á vergangi eftir að hafa misst heimili sín vegna báxítnáms? Eða ættum við kannski að leyfa okkur að spyrja hversu æskilegt það sé að fyrirtæki öðlist of mikil völd?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:00
Nei, ég fæ engan kjánahroll yfir svari þínu Eva. Þetta er ágætis svar og ég get kvittað undir margt sem þú segir.
En þegar fjallað er um mál, þá verða allar hliðar að vera uppi á borðinu, tala nú ekki um þegar deilt er um lagalegar hliðar.
Fyrirtæki haga sér oft í samræmi við það sem þau komast upp með í hverju landi og Alcoa er þar örugglega engin undantekning. En það breytir því ekki, að það sem fyrirtækið er að gera á Íslandi og víðar, er til fyrirmyndar og eftirbreytni, fyrir önnur fyrirtæki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 14:17
Það veður á þér í pistlum þínum en fáir þú krefjandi spurningar eru svörin þunn eða alls engin,þú segir hér allt verða vera á borðinu en í öðru bloggi verð þú leyndarmálið um rafmagnsverð til stóriðju, segir það vera vegna kröfu beggja þ.e.a.s Alcoa og landsvirkjunar,,,, er það til fyrirmyndar??
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.