Er ríkisstjórnin starfhæf?

Ég hef áður bloggað um sofandaháttinn í Björgvin G. Sigurðssyni, en nú er maður eiginlega kjaftsopp. Maðurinn hlýtur að vera á einhverskonar þurrafylleríi. Og formenn stjórnarflokkanna... verkstjórarnir, þeir eru auðvitað ekki að standa sig. Hvað er gert í einkafyrirtækjum þegar stjórnendur ráða algjörlega vanhæfa millistjórnendur? Jú, ég skal svara því; Það er hreinsað til í fyrirtækinu og hæfari aðilar látnir taka við.

Ég hef farið mikinn hér á síðunni og látið VG farið í taugarnar á mér, en ég er farinn að efast um að þeir geti verið verri stjórnendur en þeir sem sitja við völd núna. Að láta endurskoanda endurskoða sjálfan sig hljómar ekki sérlega vel í mínum eyrum og að ráðherra bankamála skuli ekki einu sinni vita af því í heila tvo mánuði.... tja.. hvað á maður að segja?

Púðurtunnan í Seðlabankanum er ekki í neinu sambandi við bankamálaráðherrann og allir vita um hið ljúfa samband hans við utanríkisráðherrann. Ég efast um að þau sendi hvoru öðru jólakort, hvað þá afmæliskort. Og nú virðast samskipti hans við flokksfélaga sinn, forsætisráðherrann, vera að kólna. Einnig við menntamálaráðherrann og varaformanninn Þorgerði Katrínu. Svo er manni sagt að fjármálaráðherrann sé drykkjusjúkur og það renni vart af honum.

Ég er búinn að fá nóg af þessu rugli.  


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get ekki sagt að ég sé neinn aðdáandi Árna Matt,  en svona staðhæfingar hafðar eftir ólygnum eru ekki við hæfi. Menn verða að vita vissu sína áður en svona er sett á prent.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2008 kl. 10:47

2 identicon

Já sko minn !!

Birgir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:55

3 identicon

Gunni minn suss suss ekki bulla svona

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband