Einhverjar kjaftasögur hafa verið í gangi á undanförnum vikum, að Davíð sé að hugsa um að snúa aftur í pólitíkina. Sjálfum finnst mér það afar ólíklegt, en maður skyldi aldrei segja aldrei. En Davíð er snillingur í að vekja athygli á sér og koma með setningar sem skapa fyrirsagnir í prentmiðlum. Djöfull verður gaman að lesa ævisöguna hans.... hún hlýtur að koma.
Pólitískir andstæðingar Davíðs, lesa þessa frétt skjálfandi og skíthræddir. Davíð er yndislegur.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Athugasemdir
Auðvitað á að reka aulann, láta hann stofna flokk og kljúfa eigin grunn. Það væri það bezta sem hann gæti gert samfélaginu.
En það á undir öllum kringumstæðum að reka manninn fyrir óstjórn, spillingu, getuleysi, vanhæfi og allt hitt sem hann hefur gert sig sekan um.
nicejerk, 4.12.2008 kl. 05:34
Hann er svo orðheppinn og sannfærandi að kæmi ævisagan út og ÓRG læsi hana fengi hann atkvæðið á Bessastöðum. Hann gæti selt snó á Hveravöllum í janúar. Ég er viss um að hann kæmist inn aftur ef hann reyndi.
Villi Asgeirsson, 4.12.2008 kl. 06:46
Nú þegar Spaugstofan er að syngja sitt síðasta og allur húmor horfinn í kreppunni myndi það óneitanlega hafa mikið pólitískt skemmtanagildi að fá Davíð aftur í pólitíkina en eins og margir vita hóf Davíð ferill sinn einmitt sem grínisti í Útvarp Matthildi.
Benedikt Halldórsson, 4.12.2008 kl. 07:07
Innilega sammála síðasta ræðumanni. Dásamleg athugasemd.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 07:48
Ég held að það sé misskilningur hjá þér Gunnar að pólitískir andstæðingar skjálfi því hótuninni er beint gegn samflokksmönnum bæði vegna breytinga í Seðlabankanum og ESB stefnunni.
Sé ekki að það ætti að trufla pólitíska andstæðinga mikið ef Davíð kemur og klýfur Sjálfstæðisflokkinn í borgarlegan flokk sem aðhyllist vaxtarfæri íslensks atvinnulífs með aðild að ESB og upptöku evru og heimastjórnarflokk sem aðhyllist skömmtunarstefnu sem á að tryggja að "fjölskyldufyrirtæki" hans geti áfram verið stórir fiskar með því að hafa sem minnst vatn í tjörninni.
Það yrði að mörgu leyti miklu eðlilegri dýnamík í stjórnmálum.
Raunar held ég að heimastjórnarflokkurinn myndi fyrst þurrka út Frjálslynda, taka þar næst mjög ríflega af þeim sem nú hóta því að kjósa VG auk þess að sækja Bjarna/Guðnaliðið til Framsóknar.
Arnar (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:58
Arnar, þetta er kannski ekki eins vitlaust hjá Davíð eins og það virðist við fyrstu sýn?
Áttu við að þeir sem ekki vilja í ESB og ætla að kjósa VG þess vegna myndu styðja heimastjórnarflokkinn? Ég skil nú alveg af hverju þú segir að hann myndi þurrka Frjálslynda út, ekki eins viss með Bjarna/Guðna hlutann.
Ég er nefnilega höll undir VG, en aldrei myndi ég kjósa heimastjórnarflokk, allra síst undir forystu Davíðs Oddssonar.
Ef þetta er rétt hjá þér, þá væri náttúrlega komin skýring á því af hverju stjórnarandstaðan ætti líka að óttast slíkt framboð, þvert á það sem þú segir í fyrstu málsgrein þinni.
Fyrir utan alla þá sem mættu óttast persónulegar hefndaraðgerðir Davíðs.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 09:08
Samkvæmt skoðanakönnun í Fbl. 22. nov. fengi Davíð 4,7% í sérframboði og Sjálfst.fl. fengi 7,8% ef Davíð leiddi flokkinn. (90% þáttt.)
Davíð fyrir alla muni snúðu aftur í pólitíkina, það yrði jólagjöfin í ár!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 10:06
Það væri óskandi, Axel!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:12
Já, ætli Davíð fari ekki að snara út ævisögu, fyrst Óli er búinn að því, hann má ekki vera minni maður. Það væri fróðlegt að fá hans versíon af giftingarsögunni...
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 20:32
Ef Davíð kemur aftur í pólitík, þá verður það með Sjálfstæðisflokknum, hann stofnar ekki klofningsframboð.
Sagan mun dæma Davíð, ekki nútíminn. Álit andstæðinga hans á honum í dag, er litað af óskiljanlegu hatri á honum persónulega. Hann hefur gert mistök eins og aðrir og það ætti að sanna fyrir hatursmönnum hans að hann er þrátt fyrir allt, mannlegur. Sumir virðast fá hann á heilann og það er örugglega ekki holt, svona andlega séð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 23:08
Við skulum nú sjá til hvort þú reynist sannspár, Gunnar. Ekki munu allir Sjálfstæðismenn sætta sig við að Davíð taki völdin í flokknum, en eins og allir vita er hann þannig skapi farinn að hann myndi aldrei vinda sér í pólitík nema til þess að halda áfram að deila og drottna, eins og hann hefur alltaf gert, frá háskólaárum, það veit ég fyrir víst, og mig grunar jafnvel frá því að hann var patti að alast upp innan um konur sem dýrkuðu hann.
Það er ekki von að þverhaus eins og þú botni í tilfinningalífi annars fólks, svo það væri best fyrir þig að vera ekkert að velta því fyrir þér hvers vegna sumt fólk hatar Davíð - þú munt aldrei skilja það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 00:16
Hvernig geturðu sagt að ég sé þverhaus og botni ekkert í tilfinningalífi fólks? Ertu ekki aðeins að skjóta yfir markið þarna?
Ég kaus Alþýðubandalagið í nokkrum kosningum og var flokksbundinn í Rvk í nokkur ár. Er ég þverhaus af því að ég fékk nóg af vinstri hugsjóninni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 01:12
"Álit andstæðinga hans á honum í dag, er litað af óskiljanlegu hatri á honum persónulega"
Ég á ekkert erfitt með að skilja þetta hatur, þó ég persónulega hati manninn ekki, heldur finnist hann stórhættulegur mannlífi í landinu, það er ekki sama og hatur.
Þeir sem hafa lesið eitthvað af því sem þú skrifar, bæði hér og sem komment hjá öðru fólki vita að þú ert óttalegur þverhaus.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:17
Þá hljóta allir að vera þverhausar, ef þeir eru ekki sammála þér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 11:24
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.