Ástþór Magnússon, fyrrverandi næsti forseti íslenska lýðveldisins, skrifar athyglisverðan pistil við þessa frétt.( HÉR ) Hvort allt sé satt og rétt sem hann greinir frá í pistlinum, get ég auðvitað ekkert fullyrt um, en ég hef svo sem enga ástæðu til að rengja hann heldur.
Ástþór kemst að þeirri niðurstöðu eftir athuganir sínar, að mótmælunum á Austurvelli og á Arnarhóli sé stjórnað af flokksbundnu fólki úr VG. 70% frummælenda á fundunum koma frá þessum stjórnmálaflokki og svo virðist sem kerfisbundið sé komið í veg fyrir að aðrir en þeim þóknanlegum, komist í ræðupúlt við mótmælin. Rannsóknarvinna Ástþórs er góðra gjalda verð en hann hefði getað sparað sér ómakið og spurt mig.
Ég hef sagt það áður og segi það enn: Öfgasamtök koma óorði á göfuga á málstaði og tefja fyrir eðlilegri og málefnalegri gagnrýni. Ég vildi gjarnan vera í hópi helmings þjóðarinnar á mótmælafundi í mibæ höfuðborgarinnar, en á meðan mótmælunum er stjórnað af V-grænum, þá hef ég einfaldlega ekki geð í mér til að taka þátt í þeim.
Forseti ASÍ á borgarafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 945741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Forritun á næstu kynslóð af "góða fólkinu"
- Kosningaúrslit í Bandaríkjunum - mjótt á munum
- Óvænt drama, góð matargjöf af Skaga og þvottavélarólukka
- Hin hliðin
- Trúir einhver því í alvöru
- Óhjákvæmileg stjórnarslit
- Biden endaði Bandaríska heimsveldið á fjórum árum
- Er stefnan eintóm blekking?
- Þegar stjórnmálaprófessor fer á flug!
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Jarðskjálftahrina við Vífilsfell
- Hvassviðri eða stormur seinnipartinn
- Þungbært að missa félaga
- Ágreiningur í VG um aðild að NATO
- 58,6 milljarða halla spáð á næsta ári
- Leggst bæði gegn Hvammsvirkjun og Hvalárvirkjun
- Breiðholtsskóli og Hagaskóli fara áfram
- Borgaravitund nú hluti af námskrá
- Héldu samstöðufund við matvælaráðuneytið
- Lögregla í kappi við innbrotsþjófa
Erlent
- Hvað gerist ef það verður jafntefli?
- Missti hönd eftir axarárás í París
- Umhverfissvið eigi vísan stað í helvíti
- Ákærðir fyrir háskalegar árásir
- Nágranninn fannst látinn við nærliggjandi skóla
- Fimmtán ára fangelsi fyrir að aðstoða Rússa
- Það skiptir ekki máli hvor vinnur
- Svona verður endaspretturinn
Athugasemdir
Ég er bara venjuleg kerling sem hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkin, en í dag er mér ofboðið. þessvegna mótmæli ég alla laugardaga og þann 1. des. líka. Ég vil sjá breytingar, en í dag veit ég ekki hvað ég get kosið. Ég treysti ekki stjórnmálamönnum. Spillingin og samtryggingin er slík að ekki finnst margt fólk t.d á Alþingi sem ég gæti kosið í vor. Ég er ekki fyrir öfga, mér er bar anóg boðið. Ein sem er friðsamur mótmælandi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2008 kl. 02:38
Kaus Samfylkingu síðast. Nú vil ég algera hreinsun í öllu stjórnkerfinu.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 03:00
Tek fram að ég ætla úr landi
Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 03:04
Gunnar Th. Gunnarsson. Hvernig dettur þér svona vitleysa í hug ? Ég fer þarna á hverjum laugardegi með 4-5 félögum og konu minni. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa aldrei verið flokksbundinn og kosið hina ólíkustu flokka.
Það sem er verið að segja á þessum fundum er bara nákvæmlega það sem er að ske í þjóðfélaginu í dag ! Ertu að segja að fólk sé fífl og myndi ekki sjá í gegnum þetta ef ósanindi væru á upp á pallborðinu. Ekki vera með svona pólitískt lýðskrum og ósannindi. Þegar maður les svona markleysu þá sér maður að tilgangurinn er að pólitískur. Hræðsluáróðurinn er þinn. En ekki mótmælenda eða skipuleggjenda sem mótmæla vegna óréttlætis í þjóðfélaginu. Allir á sínum forsendum. (og án borgunar)
Þegar maður sér svona skrif þá veit maður að það eru áróðurspésar á fullu í bloggheimum með pólitískt agenda sem takmark.
Hvernig væri að drulla sér úr fílabeinsturninum og taka á spillingunni í stað þess að setja út á fólk sem vill réttlæti í þessu spiltasta landi á norðurhveli jarðar ? Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé ljónheppinn að vera ekki í framboði í Tælandi. Þar væru mótmælendur búnir að steypa honum af stóli nú þegar.
Þetta var í raun svo gríðarlega hægrisinnaður póstur hjá þér að ég fékk augnskekkju við að lesa hann.
Þröstur. (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 03:21
Ég verð að vera sammála honum Þresti hér að ofan, þessi bloggfærsla þín er alveg útí hött. Þessi 17 ára nýfrjálshyggjusprettur í valdatíð (eða hvað það nú hefur verið langt) Sjálfstæðisflokksins og meðfylgjandi brotlending hefur nú þegar komið tveimur barnafamilíum nátengdum mér á götuna. Það voru þau sem voru með myntkörfulán. Og allt útlit er fyrir að við hin sem höfum verðtryggð lán endum þar líka, þó það taki kannski aðeins lengri tíma.
Ef það hefur eitthvað farið framhjá þér þá er þetta að enda í skelfilegum fjölskyldutragedíjum á öðru, til þriðja hverju heimili á landinu. Og eðli málsins samkvæmt verður allt tal um þetta mjög persónulegt.
Að halda því fram að mótmælin séu úturdúr einhverrar pólitískrar klíku er því ekkert annað en alger móðgun við alla þá sem um sárt eiga að binda og munu eyða næstu árum, eða áratugum að borga þennan skítabrúsa.
Jón Helgi (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 04:16
Ég er ekki að segja að fólkið sem mætir á mótmælin séu 70% VG, heldur þeir sem eru að skipuleggja þau og eru að velja í ræðupúltin. Það ætti að vera hægt að sanna þessa kenningu auðveldlega, eða afsanna, ef menn hafa áhuga.
Sjálfur er ég að lenda í heilmikilli kjaraskerðingu vegna ástandsins og þeir sem eru að missa íbúðir sínar eiga alla mína samúð. Ég er bara að segja að ég kem ekki nálægt mótmælum þar sem fólk steitir hnefann öskrandi og heimtar sökudólga og hótar jafnvel valdaráni. Og VG fnykinn leggur yfir miðbæinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 05:04
Mikið er ég sammála þér Gunnar. Háværasta krafan er ávalt burt með ríkisstjórnina og Seðlabankastjórana. Það er það eina sem lagt er til. Væri nær að hamra á verðtryggingunni og aðstæðum sem fjölskildufólk og þeir sem eru að reyna að eignast þak yfir höfuðið búa við. Engar lausnir, allt í anda VG. Á næsta borgarafundi verður einn frummælanda forseti ASÍ. Maður sem virðist ekki vera í takti við raunveruleikann, maður sem fór fyrir nefnd sem setti saman aðgerðarpakka til hjálpar heimilunum, gagnslausum pakka sem kemur til að gera hlutina verri. Maður sem er ekkert annað en hanbendill Lífeyrissjóðanna. Við höfum ekkert að gera með svona mann í ræðupúlt til að básúna áróður VG yfir reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa allt sitt eða er að missa allt á næstu dögum, vikum, eða mánuðum. Það þarf einhvern með lausnir, eða einhvern sem útskírir fyrir okkur hvernig best sé fyrir okkur að hætta að borga, því við getum það hvort sem er ekki. Við erum búin að tapa, við þurfum bara hjálp til að lámarka tapið og komast hjá því að lenda í skuldafangelsi.
Guðmundur
Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 07:17
Kemur ekki nálægt mótmælum segir þú ?? ertu ekki búsettur á Reyðarfirði?? þú gætir varla verið lengra í burtu, VG fnykinn leggjast yfir miðbæinn segir þú líka, sjálfsagt hefur þú nefið hans Gosa, eru einhver mótmæli í þinni heimabyggð? og ef svo er hefur þú mætt?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:15
"Hefur þetta fólk starfað í stjórnmálaflokkum ? " Spurðirðu um daginn í sambandi við þessa mótnælendur, en nú má það ekki tilheyra flokkum ? Ertu þá að meina að þú viljir mæta með 100 þús manns að mótmæla ef allir eru í sama flokki og þú ? Ertu ekki að rugla við landsfund sjálfstæðisflokksins, hann er í jan. Gunni minn, þar áttu auðvitað að mæta og rífa kjaft, hef heyrt að Hannes lesi úr verkum annara á fundinum.
Birgir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:48
Engin mótmæli á Reyðarfirði en það er nú hægt að breggða sér í kaupstaðaferð og mótmæla í leiðinni.
Birgir, þú ert að slíta ummæli mín úr samhengi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.