Andstæðingum ríkisstjórnarinnar fannst aldeilis hafa hlaupið á snærið hjá sér, þegar þeir héldu að Geir Haarde hefði ráðið til sín norskan hernaðarsérfræðing, vegna ástands mála í samfélaginu. Nú er að koma sænskur sérfræðingur... hvaða sæmdargráðu i sænskri hernaðarlist, ætli þessi maður geti skreytt sig með? Spunameistarar stjórnarandstæðinga hljóta að leggja höfuðið í bleyti og finna út úr þessu, fyrir okkur hin sem bíðum spennt.
Mótmælendur á Íslandi virðast undarlega einsleitur hópur, ef taka á mið af þeim sem eru mest áberandi í mótmælunum. Svo virðist að þeir sem vilja leiða mótmælin, séu flestir vinstri sinnaðir, með miklar áhyggjur af náttúru landsins og hafa skömm á öllu sem við kemur hernaði. Ætli þetta fólk sem talar hæst um lýðræðishalla í þjóðfélaginu, sé virkt í félagasamtökum, t.d. í stjórnmálum og verkalýðsbaráttu? Mér segir svo hugur að svo sé ekki.
Forsætisráðuneyti ræður sænskan sérfræðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 946006
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Hvaðan kemur þér þetta einstaka innsæi og djúpa greining á "hvers konar fólk" sé að mótmæla? Ég held að það sé alls konar fólk, bæði þeir sem verið hafa virkir í félagastarfi og líka aðrir sem ekki hafa fundið sig í slíku. Ég þekki fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og marga utan flokka sem hafa mætt á útifundi og borgarafundi að undanförnu. Það sem er þeim sameiginlegt er að réttlætiskennd þeirra hefur verið misboðið. Upp úr þessum mótmælum gætu vel sprottið pólitísk samtök með nýjar áherslur. Það væri þá kannski valkostur fyrir þann mikla fjölda sem er þreyttur á flokka-og fyrirgreiðslupólitíkinni sem hér hefur verið við lýði.
Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:39
Spyr þess sama Gunnar, hvaðan kemur þetta einstaka innsæi hjá þér?
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:09
"Mótmælendur á Íslandi virðast undarlega einsleitur hópur, ef taka á mið af þeim sem eru mest áberandi í mótmælunum. Svo virðist að þeir sem vilja leiða mótmælin, séu flestir vinstri sinnaðir"...
Það þarf nú ekki mikið innsæi til þess að spotta þetta út.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 18:16
Séð frá safe ground á Reyðarfirði er það örugglega þannig
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:25
Gunnar Samfylkingin er talin vinstra megin í íslenskum stjórnmálum. Hún er í stjórn og samsek í öllu klúðrinu. Samt sér maður á myndum all marga flokksbundna Samfylkingarmenn í mómælunum. Af hverju heldur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hrunið í skoðanakönnunum? Það er örugglega fullt af kjósendum hans á meðal þessara mótmælenda. Þetta er svo ofstækisfullt hjá þér að það hálfa væri nóg.
Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 22:26
Auðvitað er fólk úr öllum flokkum sem mæta í mótmæli, en þið virðist ekki skilja það sem stendur í pistlinum , og það jafnvel þó ég endurtaki hluta hans í athugasemdarkerfinu.
Ég hef ekki enn séð þekkt fólk úr stjórnarflokkunum, öskra í hljóðnema, með hnefann á lofti. VG á algjörlega slíkar uppákomur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 08:04
Þeir Sjálfstæðismenn sem andmælt hafa foringja sínum, hafa fram til þessa ekki átt sér framtíð, skiljanlegt er því að menn haldi sér opinberlega til hlés. En þetta er að breytast þessa dagana því fólki er vissulega nóg boðið og hroki stjórnvalda er ekki til þess fallinn að draga úr því.
Fylgi D í skoðanakönnunum bendir ekki til þess að kjósendur flokksins séu yfir sig hressir með hann þessa dagana. Sé ekki hvernig vinstri verður kennt um það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2008 kl. 12:06
Ég held ekki að nokkur maður sé hress með ástandið þessa dagana, sama hvar í flokki (eða fokki) þeir eru.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.