Fyrst koma þau óorði á umhverfisvernd....

Og svo trana þau sér fram í nafni almennings og ætlast sjálfsagt til að múgurinn fylgi þeim í blindni. Ég er að tala um Saving Iceland - samtökin. Almenningur er  reiður og ráðvilltur í dag, en það er skelfilegt til þess að vita að á meðal almennings finnist ekki aðilar sem vilja ljá nafn sitt og atorku til mótmæla, nema einhverjir öfgasinnaðir og út úr kú einstaklingar á vegum Saving Iceland.

environmental_consumption

 


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lítið annað hægt annað en að brosa að ykkur "sjálfstæðis" mönnum og hægri lýð sem eruð búin að keyra þjóðina í þrot og ætlist síðan til að þið séuð tekin alvarlega af fólkinu sem þarf að þrífa drulluna af bakinu ykkar því ekki náið þið þangað sjálf og eruð þjóð og landi til vansa hvar sem þið sjáist eða heyrist.

gerið okkur greiða og skríðið aftur ofaní holurnar ykkar og látið ekki heyra í ykkur næstu árin því þið eigið allavega ekkert traust eftir og þurfið að vinna ykkur inn einhvern snefil af virðingu,ef litið er niðrá einhverja í þessu þjóðfélagi í dag þá eru það "sjálfstæðis" fólk og annað hægri hyski

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Himmalingur

Til góðs eða ills, þessi sýning? Eða markleysa ?

Himmalingur, 1.12.2008 kl. 16:02

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Markleysa held ég... listamaðurinn fær sína 15 mínútna frægð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þessi kona (norn og stjórnleysingi) Eva Hauksdóttir mælir með því að kornabörnum fé fórnað af mæðrum þeirra með því að leggja þau fyrir vinnuvélar til að stöðva virkjunarframkvæmdir. 

Sjá nánar: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/

Lesið ekki bara innganginn, heldur athugasemdirnar og tilsvör Evu Hauksdóttur þar sem hún mælir með slíkum kornabarnamorðum!!!

Með kveðju, Björn bóndi.  

Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Sigurbjörn

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fyndið að þið sjallanir vælið alltaf um saving iceland og einhverja ímyandað atvinnumótmælendur málið er bara að fólk hatur ykkur og ykkar flokk

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.12.2008 kl. 22:04

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Almenningur er á móti stjórnvöldum og hægrimenn láta eins og það séu bara Saving Iceland. Þvílík blindni, þvílík firring.

Vésteinn Valgarðsson, 2.12.2008 kl. 04:30

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum, en Sjálfstæðisflokkurinn lætur ekki stjórnast af skoðanakönnunum, ólíkt sumum öðrum flokkum. Ef fólk hatar Sjálfstæðismenn, eins og Alexander orðar svo smekklega, með 21% fylgi í skoðanakönnunum, hvaða orð á þá að nota yfir afstöðu fólks til VG, sem aldrei hefur fengið meira en 14% atkvæða í kosningum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 08:11

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vésteinn, við látum ekki eins og að þeir einu sem eru óánægðir í þjóðfélaginu, séu frá Saving Iceland, en það er ekki hægt að horfa fram já því að forystumenn og konur úr þeim samtökum, hafa haft sviðið fyrir sig að undanförnu. Kæmi mér ekki á óvart að þau hyggist bjóða fram í næstu kosningum, ásamt einhverjum fjölda af besservisserum úr öðrum áttum líka. Gæti orðið skrautleg, næsta kosningabarátta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 08:16

10 identicon

Ægilega hlýtur að vera neyðarlegt fyrir flokksdindla Sjálfstæðisflokksins að þurfa að horfast í augu við að meirihluti þjóðarinnar er búinn að sjá í gegnum það gagnsleysi, spillingu og heimskulegu hugmyndafræði sem hann hefur haldið uppi. Þú átt alla mína samúð.

Annars finnst mér myndin sem þú birtir með þessari grein mjög fín. Annarsvegar aktivistinn sem trúir á hófsemi og hinsvegar græni kapítalistinn sem heldur að hann geti bæði verið umhverfisvænn og haldið sukkinu áfram. Skemmtilegt að pólitísk afstaða þín skuli vera að þróast í rétta átt. Fannstu þessa mynd á vefsíðu Saving Iceland?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:43

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eva, nei, ekki fann ég myndina þar

Spilling og heimskuleg hugmyndafræði segirðu. Hver er þín hugmyndafræði? Eitthvað annað en kapitalismi? Eða bara eitthvað annað, punktur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 13:44

12 identicon

Helst vildi ég auðvitað búa í anarkisku samfélagi á borð við  Kardimommubæ. Þar gilda lögin -engum sæmir annan svíkja, allan sóma stunda ber, annars geta menn bara lifað og leikið sér. Bæjarstjórinn hefur meiri áhuga á að skipuleggja fjölskylduskemmtun en að sýna vald sitt. Þegar ræningjarnir þrír fara á stjá eru það almennir borgarar sem taka í taumana og fangavistin er betrunarvist. Allir bæjarbúar standa saman um að slökkva eldinn. Samfélag þar sem ábyrgð og vald er ekki í höndum nokkurra karla í fílabeinsturni, heldur eðlilegur hluti af lífi hvers manns.

Til að slíkt samfélag gengi upp þyrftu stjórneiningarnar að vera mjög litlar og fólk almennt frekar sjálfstætt. Kardimommubær er því útópía. Það væri hinsvegar vel raunhæf hugmynd að taka stjórnkerfið til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að koma í veg fyrir að völd safnist á fáar hendur. Eins og þú sjálfsagt veist nú þegar hef ég töluvert meiri trú á sósíalískri hagstjórn en endalausu viðskiptafrelsi og einkavæðingu. Það er þó alls ekki nóg að skipta um rassa í ráðherrastólunum, við kæmumst ekkert nær lýðræði þótt aðrir flokkar kæmust til valda.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:22

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir svarið Eva. Eru stjórsýslueiningar yfir höfuð vel séðar í anarkisma?

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólk eins og þú, sem gagnrýnir þjóðfélagsgerðina, og stundum með réttu, hafi í raun ekkert til málanna að leggja þegar gera á raunverulegar úrbætur. Hefurðu eitthvað reynt að koma þínum sjónarmiðum á framfæri, öðruvísi en að mótmæla?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 16:35

14 identicon

Anarkí merkir stjórnvaldsleysi, ekki að engin stjórn sé á neinu, eins og sumir halda. Það er ekki hægt að reka samfélag án stjórnsýslu en anarkistar hafa almennt mikla óbeit á valdi og vilja að sem flestir þegnar samfélagsins komi að mikilvægum ákvörðunum.

Jájá, ég hef vissulega kynnt mín sjónarmið en anarkismi gerir mjög miklar kröfur til samfélagslegar þátttöku og ábyrgðar og hingað til hefur nú lang stærstur hluti Íslendinga verið mjög sáttur við að láta örfáar hræður um að  hugsa fyrir sig. Það er vonandi að breytast. Ég geri mér ekki vonir um anarkí en ég held að nú sé að skapast grundvöllur fyrir því að uppræta  leynimakkið og spillinguna. Málið er að vald spillir. Punktur. Það skiptir engu máli hverskonar dýrlinga við fáum í embætti, það má ekki leyfa þeim að valsa um með mikil völd og peninga og skýla sér á bak við trúnaðarmál.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:48

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvar hefurðu kynnt þín sjónarmið og hvernig var þeim tekið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 17:01

16 identicon

Anarkistahreyfingin, Saving Iceland, Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, ISM og fleiri grasrótarhreyfingar sem ég hef unnið með, kynna starfsemi sína og hugmyndafræði t.d. með útgáfu lesefnis, vefritum, opnum húsum,  kynningarfundum og ráðstefnum. Ég hef oft tekið þátt í slíkum verkefnum auk þess sem ég hef í rúm 5 ár haldið út efnismikilli vefsíðu þar sem greinar um umhverfis- og mannréttindamál eru áberandi. Það sem fyrst og fremst vekur þó áhuga eru mótmælaaðgerðir sem ganga lengra en hefð er fyrir á Íslandi eða þykja undarlegar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:14

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Grasrótarhreyfingar eru góðra gjalda verðar og oft byrjunin á einhverju miklu stærra. Spurning hlýtur þó alltaf að vera sú: "Fæst hljómgrunnur meðal almennings á sjónarmiðunum?"

Og hvað skal til bragðs taka ef talað er fyrir daufum eyrum? "...mótmælaaðgerðir sem ganga lengra en hefð er fyrir á Íslandi eða þykja undarlegar".

Er það vænlegt til raunverulegs árangurs? E.t.v. nærðu einhverjum eyrum með þessari taktík, en ég efast um að málstaðurinn græði á þeirri athygli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 17:21

18 identicon

Einmitt. Grasrótarhreyfingar eru oftast að kynna sjónarmið sem ekki hafa náð almennri útbreiðslu og starfið gengur að verulegum hluta út að finna leiðir til að ná til fólks. Til að fólk hlusti þarf fyrst að ná athygli þess og auk þess skilar aktivismi oft beinum og sýnilegum árangri.

Á Íslandi hafa beinar aðgerðir skilað mjög mikilli athygli. Þannig hafa  Saving Iceland liðar haldið umræðunni um umhverfisspjöll af völdum stóriðju gangandi. Í dag ríkir miklu meiri skilningur á sjónarmiðum okkar en fyrir 5 árum og þekking almennings á þessu sviði hefur stóraukist. Saving Iceland hafa vakið og viðhaldið athygli en svo hafa fleiri séð um kynningarstarf í framhaldinu. Þar má t.d. nefna Ómar Ragnarsson og Andra Snæ.

Skýrasta dæmi sem ég man eftir um aðgerð sem bar beinan árangur var flugvallarhlaupið. Í hverjum mánuði eru hælisleitendur sendir úr landi án þess að það veki athygli en í þetta eina skipti sem beinni aðgerð var beitt, fékk almenningur áhuga á málinu. Fólk eins og Birgitta Jónsdóttir og Hörður Torfason tóku að sér að halda utan um hefðbundnar mótmælaaðgerðir og þetta endaði með því að Paul Ramses fékk að snúa aftur svo mál hans yrði tekið fyrir hér.

Ég var í sjálfboðastarfi í Palistínu í 2 mánuði í haust. Á svo til hverjum degi urðu einhverjir fyrir ofsóknum landræningja eða hersins. Það gerðist þó aldrei á meðan við vorum á staðnum og þegar við komum á stað þar sem einhver óhæfa var í gangi, tókst okkur oftast að stöðva ofbeldið. Það breytir ekki ástandinu í hernumdu landi þótt nokkrar aktivistahreyfingar séu að skipta sér af, en það skiptir samt máli fyrir fólk sem býr við hernám að til sé fólk sem er tilbúið til að standa gegn hernum þegar sjúkrabílar eru hindraðir í því að sækja slasaða, ganga í veg fyrir vinnuvélar þegar á að rífa heimili þess og fylgja börnum í skólann svo þau verði ekki grýtt.  Ef ekki væri fyrir hreyfingar eins og Ísland-Palistína og ISM, þá væri Vesturbakkinn þegar í sömu stöðu og Gaza er í dag en auk þess vissu Evrópubúar ekkert hvernig ástandið er þar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:57

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áhrif Saving Iceland eru greinilega stórlega ofmetin hjá þér. Ég held að allt hugsandi fólk, sé í raun umhverfis-sinnað. En ég fer ekki ofan af því að aðgerðir samtakanna hafa skaðað málsstaðinn.

Þetta með Paul Ramses... það mál er eitt af mörgum og ef þið getið bjargað einum, þá er það flott. Það eru hinsvegar miklu fleiri svipuð mál í gangi, þar sem flóttafólkið er´hér á fölskum forsendum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 18:31

20 identicon

Þessar margtuggnu hugmyndir um að aðgerðir SI hafi skaðað málstaðinn hafa aldrei verið studdar neinum rökum. Hvað sem fólki finnst um aðgerðir okkar er ekkert sem bendir til að fólk hafi orðið fráhverft umhverfisvernd eða tregara til að taka þátt í mótmælaaðgerðum eftir að við fórum að hafa okkur í frammi. 

Hvað varðar flóttafólk; flestir þeirra flóttamanna sem koma hingað eru á leið til Kanada og eru stöðvaðir hér af því að þeir eru með fölsuð vegabréf (vegna þess að annars hefðu þeir ekki komist spönn frá rassgati). Sumir þeirra eru í nógu vondum málum heima hjá sér til að vilja frekar vera hér en að fara aftur heim. Þeir sem sækja um hæli hér hafa ýmist einhver tengsl við landið eða Íslendinga eða þá að þeir eru á örvæntingarfullum flótta og fóru bara eitthvert. Það er rangt sem Björn Bjarnason segir að hvert mál fyrir sig sé skoðað. Ekkert mál er skoðað fyrr en búið að reyna allt sem hægt er til að vísa þeim frá á grundvelli Dublinarákvæðisins.

Hvaða forsendur eru annars rangar?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:42

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhverjir létu vel í sér heyra með vandlætingar og hneikslunartón, þegar gerðar voru húsleitir hjá flóttamönnum í Keflavík. Þá var öskrað strax að þetta væru ólöglegar ofsóknir. Annað kom á daginn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 00:47

22 identicon

Það fannst ekkert merkilegt við þessa húsleit, aðallega persónuskilríki. Það getur verið mjög hættulegt fyrir flóttamenn að framvísa persónuskilríkjum ef þeir eiga sakaferil að baki. Í mörgum ríkjum eru hlutir sem okkur þykja sjálfsagðir flokkaðir sem glæpir og sumsstaðar eru afbrotamenn pyntaðir og jafnvel líflátnir. Sumir þora hreinlega ekki að segja rétt deili á sér þótt þeir séu á flótta beinlínis vegna pólitískra skoðana eða ættartengsla, af því að þeir hafa aldrei kynnst samfélagi sem virðir mannréttindi nokkurs. Miðað við stefnu Íslendinga í málefnum flóttamanna er það reyndar skynsamlegt. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:34

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekkert merkilegt við húsleitina?? Þetta fólk þóttist koma hér allslaust og þáði peningagjafir og aðstoð frá góðgerðarsamtökum og hinu opinbera en var svo með helling af peningum falið kyrfilega í vistarverum sínum.

Ef einhver sem biður hér hælis, á sakaferil að baki, þá er ekki óeðlilegt að honum sé vísað frá... í flestum tilfellum.

 Að halda því fram að fólkið þori ekki að segja deili á sér, er nú frekar langsótt. Hvað viltu að gert sé fyrir fólk sem kemur hingað og segist vera blankt, en felur á sér umtalsvert fé? Það segir ekki frá sínu rétta nafni og það hefur sakaferil að baki? Eigum við að taka slíku fólki opnum örmum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 02:15

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og ef grunur vaknar um að ekki sé allt með feldu varðandi þessa einstaklinga, er þá ekki eðlilegt að gerð sé húsleit hjá þeim?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 02:16

25 identicon

Mér finnst eðlilegt að mál flóttamanna séu skoðuð áður en þeim er veitt hæli hér og jújú, það er alltaf hætta á því að stórhættulegir glæpamenn slæðist með. Hinsvegar ættum við kannski líka að reyna að setja okkur í spor þessa fólks sem getur fastlega gert ráð fyrir að vera sent heim aftur.

Það er ekkert grín að þurfa að flýja heimili sitt vegna stríðs eða fátæktar, hvað þá pólitískra ofsókna. Ef ég væri landflótta og vissi ekkert hvað yrði um mig, hvort eða hvert ég þyrfti að flýja næst, myndi ég reyna í lengstu lög að komast hjá því að nota þá peninga sem ég hefði á mér. Fólk sem hefur sætt misþyrmingum lokar ekki fyrir sér útgönguleiðum með því að gefa nákvæmar upplýsingar eða sýna að það sé með fé á sér. 

Það er ekki endilega sjálfgefið að eigi að vísa fólki frá ef það hefur sakarferil að baki. Ég trúi því varla að þú myndir vísa frá fólki sem á von á að vera grýtt til bana fyrir hórdómsbrot. Sennilega tækirðu líka við manni sem annars yrði handarhöggvinn fyrir þjófnað.  En hvað með fólk sem hefur unnið sér það til sakar að gagnrýna stjórnvöld í heimalandi sínu? Hvað með fólk sem á yfir höfði sér pyndingar og dauðadóma ef glæpurinn er dálítið grófari en hórírí eða þjófnaður?

Síðasta sumar hitti ég flóttamann frá Afghanistan. Hann hefur verið á flótta í 8 ár. 16 ára gamall flúði hann Talibanastjórnina þegar vinir hans og fjölskyldumeðlimir höfðu lent í fangelsi fyrir að snúast gegn kúguninni og sumir verið drepnir. Sjálfur flúði hann eftir að hafa verið pyntaður við yfirheyrslur. Þessi maður var 6 ár í flóttamannabúðum í Svíþjóð. Hann hefur ekki fengið tækifæri til menntunar, líf hans er bara búið að vera á pásu frá því að hann var krakki. Hann sá fram á að í Svíþjóð fengi hann aldrei neina almennilega lausn svo hann ákvað að reyna að komast til Kanada. Hann var stoppaður hér, bað um hæli hér en var sendur til Svíþjóðar aftur. Glæpur hans er sá að ferðast skilríkjalaus. 

Ég skil þá sem hafa áhyggjur af því að hingað komi mikill fjöldi útlenskra slöttólfa en mér finnst samt ómannúðlegt að láta fólk, sem þegar hefur orðið fyrir miklum áföllum, reka á reiðanum í mörg ár.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband