"Hverjum var hrun bankanna að kenna? Sumir kveða upp dauðadóm yfir kapítalismanum. En kapítalisminn, kerfi séreignar og samkeppni, verður ekki dæmdur af nokkrum vikum í október 2008, heldur af mörg hundruð ára sögu sinni. Hún sýnir, að við frjáls viðskipti á alþjóðamarkaði, harða samkeppni fyrirtækja um hylli neytenda og séreign á framleiðslutækjum skapast mestu verðmætin. Nýfrjálshyggjan er ekki heldur dauðadæmd, því að hún var aldrei til. Þetta er ekkert annað en uppnefni á sígildri frjálshyggju þeirra Johns Lockes og Adams Smiths, sem felur í sér tortryggni á óheft ríkisvald og skilning á því, að mannlegt samlíf getur verið skipulegt án þess að vera skipulagt".
Svo mörg voru orð Hannesar Hólmsteins í Menntaskólatíðindi, 3. tbl. 2008.
Nauðsynleg aðgerð en ekki sársaukalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 1.12.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kreppa í fatageiranum í Bangladess: Hálf milljón starfa töpuð á einu ári
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
Athugasemdir
Hannes kallinn hefur líka alltaf rétt fyrir sér ! Nokkrar greinar komu frá honum þar sem hann ´gagnrýndi Stefán háskólamann fyrir greinar um að skattbyrði hefði hækkað, það er nú komið fram samkvæmt skýrslu frá fjármálaráðuneyti, að Stefán hafði rétt fyrir sér, Hannes bullaði, Eins var Hannes duglegur að skrifa gegn Þorvaldi Gylfasyni, en Þorvaldur var einn þeirra er marg varaði við hvert stefndi, það hefur jú komið á daginn, aftur bull í blessuðum Hannesi. Meira hvað þú Gunnar ert hrifinn af ruglukollum, er þetta einhver fetis Gunni minn ?
Birgir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:46
Skattaprósentan var lækkuð bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum og þó persónuafslátturinn hafi ekki hækkað til samræmis við annað, þá er ekki hægt að neita því að skattar voru lækkaðir. Það, að veltuskattar í þjóðfélaginu hafi hækkað, var einungis merki um að sum fyrirtæki voru farin að borga skatta sem þau gerðu ekki eða lítið áður. Sama með einstaklingana, því eðlilega er fólk að borga hærra hlutfall af launum sínum, ef launin hækka. Þannig er skattkerfið okkar byggt upp.
Annars var tilvitnunin í Hannes, ekki um skattamál, heldur kapitalismann, sem margur komminn telur feigann vegna ástandsins sem nú er uppi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 13:55
Þú getur séð á bsrb.is þessa skýrslu, þar kemur fram að skattbyrði láglaunafólks hækkaði á þessu tímabili, og þetta er unnið af ráðherra, eigum við að halda áfram að þræta um það ??
Já ég tók eftir því að pistillinn var um kapitalisma, bæði þessi kerfi, kapitalismi og kommúnismi hafa beðið skipbrot, kommarnir eru þagnaðir, en enn bullar Hannes og hans líkar.
Birgir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:01
Skattkerfið er byggt svona upp Birgir. Ef þú þénar meira, þá borgarðu meira í skatta. Við þurfum ekkert að þræta um það. Glæpurinn er sá að laun hækkuðu mikið undanfarin ár og raunvirði launa í vasann var mun hærra en áður, þrátt fyrir skatta-"hækkun", sem var samt lækkun, en hvernig er svo sem hægt að ætlast til þess að þeir sem hata Hannes, skilji það. Það þarf einhvern annan til að segja ykkur þetta.
En glæpurinn var sem sagt miklar launahækkanir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 14:36
Ótrúlegt ! Við erum að tala um SKATTBYRÐI ! Ekki tölur ! Ertu drukkinn Gunnar ?
Birgir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:45
Ég efast um að Gunnar sé drukkinn. En veruleikafirrtur, kannski. Eins og svo margir sem telja Hannes Hólmstein í guðatölu. Eitthvað segir mér að Gunnar hafi á sínum tíma borgað í "ritstuldarsektarsamskotasjóð" Hannesar.
Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá. Þeir heita sjálfstæðismenn
Diesel, 1.12.2008 kl. 20:00
Dísel kvikindið er dæmigerður huglaus nafnleysingi sem hefur lítið að segja, og það sem hann segir er tóm vitleysa.
Ég tek ekki fólk í guðatölu. Ég er ekki veruleikafirrtur. Ég borga ekki í neina sjóði, nema lífeyrissjóði. Hannes Hólmsteinn var ekki dæmdur fyrir ritstuld. Sjúkk.... eins gott að díselfnykurinn sagði ekki meira!
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.