Menning er eitt af því fyrsta sem er látið flakka þegar skera þarf niður í opinberum kostnaði. Er eitthvað athugavert við það? Á frekar að skera niður í heilbrigðisþjónustunni? Í menntageiranum? Í vegaþjónustu? Löggæslu? Ég hélt ekki.
Það er langt síðan að ég komst á þá skoðun að það ætti að selja rás 2. Höldum gömlu gufunni, sem vel að merkja er besta útvarpsrás landsins, og ríkissjónvarpinu. Komum þessum aðilum út af auglýsingamarkaði, nema ef opinberir aðilar þurfa að auglýsa eitthvað, þá er sjálfsagt að þessi ríkismiðill sinni því.
Þeir sem eiga hagsmuna að gæta sem starfsmenn ríkisútvarpsins, eru eðlilega uggandi um sinn hag, en þetta ágæta fólk getur ekki ætlast til að það fái einhverja bómullarmeðferð í þeim hremmingum sem nú ganga yfir þjóðfélagið. Það er eðlilegt að skorið sé niður í framlögum ríkisins til menningarmála á þessum viðsjálverðu tímum.
Eða hefur einhver betri hugmynd í niðurskurðartillögum?
Aðför að fréttastofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | 1.12.2008 (breytt kl. 02:27) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Rétt er að geta þess að ríkið var með niðurskurð til menningarmála í góðærinu, en ríkið var farið að treysta á að einkageirinn mundi sjá um þetta eins og í BNA. Og það er svosem ekki mikið til að skera af núna.
Ég er þá að tala um listir. Má vera að þú sért með menningu í breiðari merkingu.
Ransu, 1.12.2008 kl. 07:42
Væri það nú ódýrara fyrir skylduáskrifendur ef ekki væru auglýsingatekjur? mætti ekki frekar athuga með sendiherra og aðra sem starfa erlendis, oft í stöðum sem voru úthlutaðar flokksgæðingum t.d sendiherrann í Winnipeg sem er fyrrverandi ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar allir fá þeir greitt í erlendri mynt og margir með myntkörfulán hér heima þeir eru enn að græða af eigin verkum en hver borgar? jú það vita flestir.
Æja Honkanen (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:31
Einkageirinn stóð sig ágætlega í menningarstyrkingum, sérstaklega bankarnir.
Æja, ef settur yrði nefskattur í sambandi við RUV, þá yrði sennilega ekki tekjutap fyrir þá, þó skylduáskriftin yrði afnumin.
Utanríkisþjónustan verður fyrir verulegum niðurskurði á næstunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.