Æ.... ég held ég bíði bara með að trúa nokkrum manni um þessi bankamál þar til fyrsta bindið af heildarúttekt málsins kemur út..... árið 2025. Það er augljóst að annaðhvort er þetta bara allt mjög leiður misskilningur í öllum, eða einhver slatti af "málsmetandi mönnum" gengur um ljúgandi. Ég get ekki haft rangt fyrir mér haha.
Það er alltaf gaman að lesa blaðagreinar Hannesar Hólmsteins. Hér er ein nýleg eftir hann og eftirfarandi er tilvitnun í hana:
"Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra, skynjaði hættuna og lagði fram fjölmiðlafrumvarp, þar sem stórfyrirtækjum var bannað að eiga fjölmiðla. Baugsfeðgar beittu sér af offorsi gegn honum. Forstjóri eins fjölmiðlafyrirtækis þeirra, Sigurður G. Guðjónsson, hafði verið kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakjöri 1996, og ein dóttir Ólafs Ragnars var í hálaunastarfi hjá Baugi. Eftir að Alþingi samþykkti fjölmiðlafrumvarpið, synjaði Ólafur Ragnar því staðfestingar. Í fyrsta skipti gekk forseti gegn þinginu.
Jafnvægið raskaðist. Í kringum gullkálfinn hófst trylltur dans, sem Ólafur Ragnar steig harðast. Þegar Bandaríkjakonan Martha Stewart, sem setið hafði í fangelsi fyrir fjárglæfra, kom til Íslands, hélt forseti henni veislu á Bessastöðum, og sátu hana Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, sem báðir höfðu fengið dóma fyrir efnahagsbrot. Tveir kunnir rithöfundar, Einar Kárason og Hallgrímur Helgason, gerðust hirðskáld auðmanna".
Skuldir lenda ekki á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Athugasemdir
Sannleikurinn verður óvæginn og þar munu fleiri en sjálfstæðismenn axla ábyrgð og bera skuldina.
Vandamálið er síðan auðvitað að þótt Davíð hafi á efa varað við þessu, þá varaði hann ekki nógu stíft við þessu. Hann hefði hreinlega átt að koma fram í sjónvarpi og lýsa því, sem myndi eiga sér stað. Þetta hefði hann átt að gera, jafnvel þótt hann hefði hlotið gagnrýni fyrir það fyrir 2-3 árum síðan. Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin (Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking / stór ábyrgð allra flokka) og Alþingi (grandvaraleysi allra flokka) gerðu stór mistök og á því verða allir þessir aðilar að axla ábyrgð, mismikla þó.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.11.2008 kl. 07:45
Sammála og stjórnarandstaðan er ekki undanskilin, F og VG. Það þýðir ekkert fyrir þá að segjast hafa sagt þetta eins og sumir eftirá-vitrir hagfræðingar. Það talaði enginn hér um að staðan yrði eins og hún er orðin, þó vissulega hafi margir varað við stöðunni... með réttu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 09:29
Það hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið undanfarið sem fær mann til að hugsa til baka. Viðvörunarbjöllurnar glumdu víða, en af einhverjum ástæðum tóku menn ekki mark á þeim.
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.