Nú! Eru þetta ekki bara ómerkileg verksmiðjustörf sem ekkert nema láglauna og undirborgaðir útlendingar vilja?
Ég er sannfærður um að það er ákveðinn hluti þjóðarinnar sem heldur þetta, miðað við upplýsingaflæðið sem frá andstæðingum stóriðjunnar streymir. Í hinni glæsilegu skrifstofubyggingu álversins á Reyðarfirði sem er fyrir neðan verksmiðjuna og fáir hafa séð, starfar rúmlega fjórðungur starfsmanna álversins. Lang flest af því fólki hefur háskólamenntun á ýmsum sviðum. Auk þess er töluverður hluti starfsmanna álversins úr nánast öllum iðngreinum, trésmiðir, vélvirkjar, járn og blikksmiðir, rafvirkjar o.s.f.v.
Öfgasinnaðir andstæðingar stóriðjunnar á Íslandi gera sér enga grein fyrir þeim skaða sem þeir valda á umræðunni um atvinnusköpun á Íslandi með málflutningi sínum. Staðreyndir þurfa að liggja á borðinu en ekki eitthvert ímyndað bull.
Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 13.11.2008 (breytt kl. 16:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
heyr heyr...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:05
Tek undir það hjá þér
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 01:52
Allar staðreyndir uppá borðinu segir þú, hvað með verðið á rafmagni til Alcoa? upplýsingar um hámarks og lámarksverð á rafmagni til Alcoa liggur heldur ekki fyrir, hvernig er hægt að tala með eða á móti Alcoa þegar þessar upplýsingar eru ekki fyrir hendi??
Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:43
Upplýsingar um álverðið virðast hafa legið nægjanlega vel fyrir hendi til þess að helstu talsmenn stóriðjuandstæðinga, m.a. Landvernd, sem lét hagfræðing gera arðsemisskýrslu fyrir sig og fékk út tap á Kárahnjúkavirkjun.
Sjónarmið stjórnvalda og Landsvirkjunnar með verðleyndinni, er það að verið sé að vernda hagsmuni almennings vegna annarra samninga við stóra raforkukaupendur í framtíðinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 13:55
Merkilegt að stimpla andstæðar skoðanir sem öfgafullar, sýnir í raun og veru hverjir eru öfgafullir.
Daus (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 15:32
Ef einnhver segir að 2+2 séu 5, þá heitir það ekki "skoðun" heldur vitleysa.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 17:17
Þægilegt að geta afgreitt andstæðar skoðanir sem bull, öfgar, vitleysu osfv eins og þú gerir víða. Það voru auðvitað engar öfgar er Afl fyrir Austurland ruddist inn í NAUST eða hvernig STAR vefurinn fjallaði um andstæðar skoðanir svo ekki sé minnst á sveitastjórnarmenn og SSA ! Sumir ættu að líta í eigin þarm !
Daus (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:44
Jú, það voru öfgar af gefnu tilefni eins og ég benti á í Morgunblaðsgrein um málið á sínum tíma. Náttúruverndarsamtök Austurlands eru í herkví öfgafullra náttúruverndarsjónarmiða og V-grænir hafa þinglýst sig eigenda þessara sjónarmiða á pólitíska litrófinu.
Þegar Hjörleifur Guttormsson, fyrrv, alþingismaður, stofnaði NAUST á áttunda áratug síðustu aldar, þá var hann ekki eins heiftúðugur og einstrengingslegur í náttúruverndarsjónarmiðum sínum eins og hann síðar varð þegar hann var varaþingmaður V-grænna á sokkabandskjörtímabili hreyfingarinnar. Hjörleifur hefur kært nánast allar framfarahugmyndir á Austurlandi frá því hann hætti sem Iðnaðarráðherra fyrir Alþýðubandalagið sáluha, forvera V-grænna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 00:11
Hvar liggja öfgarnar ? Eru það öfgar að vilja ekki að sjá 57 ferkílómetum af sérstæðu landi sökkt, vatnafallaflutninga sem stórskaða vatnasvið Héraðsins, 50 km risaháspennulínu, drjúgum hluta Eyjabakkasvæðisins spillt og fl. Ef þetta er öfgafull náttúruvernd þá veit ég ekki hvað samtökin Afl fyrir Austurland ættu að kallast ! Samtök sem reyndu að alefli að eyðileggja lítil og vanmáttug samtök NAUST, heimtuðu að fréttamenn sem þeim voru ekki þóknarlegir yrðu reknir og fóru offari í málflutningi gegn andstæðum skoðunum ! Það má minna á að það myndaðist gjá á milli fólks á Austurlandi og margir andstæðingar virkjuninnar eru enn að sleikja sárin eftir einelti ofstækifyllstu virkjunarsinnana. Það er slæmt að það myndist svo djúp gjá á milli fólks í litlum samfélögum að það taki jafnvel áratugi að gróa. Það eina sem vakti fyrir flestu af þessu fólki var að vernda náttúru sem því þótti mikið til koma en aðrir báru etv ekkert skynbragð á, því miður.
Daus (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:28
Gjá??
Hvar er sú gjá? Gæti það verið gjá, ef örfáir einstaklingar notfæra sér virðug náttúruverndarsamtök til þess að fá óskipta athygli fjölmiðla út á fáeina einstaklinga sem eru að tjá minnihlutasjónarmið?
Eitt er að vilja vernda náttúruna og annað að vilja fórna hverju sem er fyrir málstaðinn. Að fórna hverju sem er, fyrir ímyndaða árás einhvers óskilgreinds aðila, sem vill í illsku sinni legga allt hálendið undir sig og ofurselja það einhverjum erlendum auðhring, er allt annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 18:40
Það er auðvitað engin gjá þarna á Reyðarfirði, allir sammála en á td Héraði var og er þó nokkur andstaða og þar veit ég að það myndaðist vík milli vina og virkjunarofstækisfólk eins og þú hljómar einatt, fór algeru offari. Það er staðreynd að ofstækisfyllstu virkjunarfíklarnir beittu skoðunarkúgun hér um slóðir en auðvitað átta þínir líkir sig alls ekki á því eins og iðulega á við þá er legga aðra í einelti. Ég veit um þó nokkrar fjólskyldur sem fluttu af svæðinu á þessum árum, líkaði ekki stemmingin í samfélaginu. Þið verðið bara að kyngja því að ykkar aðferðir voru ekki alltaf fallegar þó svo að það sé takttík margra skoðanasystkyna þinna að saka náttúruverdarfólk um öfgar en líta alls ekki í eigin þarm !
Daus (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:03
Það er merkilegt a' þetta fólk sem telur að það hafi sætt skoðanakúgun skuli ekki koma bara fram undir nafni og segja frá því.
Auðvitað eru ekki allir sammála, en þessir fáu hér eystra sem vildu ekki virkjun og verksmiðju.... áttu þeir að fá að ráða?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 05:27
Það kom nú sumt af því fram en það var auðvitað afgreitt sem raus. Það voru ekki endilega svo fáir, amk á Héraði, sem voru andstæðir þessum áformum en að einhverjum ástæðum vildu margir ekki viðra skoðanir sínar. Af hverju ætli það hafi verið ? Kanski vegna ofstopa margra virkjunarsinanna. Vona svo að þér líði vel þarna á fjörðum, enda gott að vera þar sem allir eru steyptir í sama mót. Góða nótt.
Daus (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:46
"....enda gott að vera þar sem allir eru steyptir í sama mót".
Eru þetta skoðanirnar sem andstæðingar framkvæmdanna vildu halda á lofti? Þið kunnið ekki að skammast ykkar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 14:54
Þar skeit kýrin sem ekkert rassgatið hafði. Góða nótt vinur.
Daus (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.