Það hefur verið bent á að upphæðin sem ætlast er til að ríkissjóður Íslands borgi fyrir fjárglæframennina í Bretlandi og Hollandi, sé margfalt hærri en stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjar þurftu að borga eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þeir afarkostir sem Þjóðverjum bauðst eftir Versalasamningana, sköpuðu svo jarðveginn fyrir seinni heimsstyrjöldina.
En þetta var reyndar ekki alveg svona einfalt. Í fyrsta lagi þá borguðu Þjóðverjar í raun ekki nema brot af skaðabótunum og þegar þeir fengu stór lán skömmu eftir fyrra stríðið, þá voru þau ekki notuð til að borga skuldir, heldur til að byggja upp atvinnuvegina, til samgöngubóta og síðast en ekki síst til að byggja upp voldugasta her Evrópu, þvert gegn öllum kvöðum og sáttmálum. Það hlálega var að þeir sem voru duglegastir að lána Þjóðverjum, voru Gyðingar, eigendur alþjóðlegra banka. Á árunum milli stríða og eftir seinni styrjöldina, var stórum hluta skaðabótanna aflétt.
Eigum við ekki bara að fá lán fyrir öllum skuldbindingum fjárglæframannanna og rúmlega það og borga allt í topp og fá með því æruna aftur? Fá þetta svo afskrifað eftir 15-20 ár í krafti smæðar okkar, en þá verðum við kannski búin að borga örfá prósent af lánsfjárhæðinni. Breskir stjórnmálamenn fá hrós frá kjósendum sínum fyrir að gæta hagsmuna þeirra og einhverjir samningamenn frá öðrum ríkjum fá klapp á bakið líka fyrir snilli sína að leysa málið.
Og við getum farið að gróðursetja tré og horfa á handbolta.
Aðstoð háð sættum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 12.11.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Athugasemdir
Mér sýnist á öllu að við munum borga þetta a.m.k. að nafninu til. En þessi 27 ESB ríki hljóta að gera sér grein fyrir því að við getum ekki sem þjóð staðið undir svo stórum klafa í áratugi. Þess vegna munu þessi ríki létta okkur byrðina eftir einhver ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.