Ég hef auðvitað samúð með þeim sem lögðu sparifé sitt í hlutabréfakaup og töpuðu öllu á því, en við því er í sjálfu sér lítið að gera. Fólki hlýtur að vera ljóst að með slíku braski er það að taka áhættu. Fólkið fer með peninga sína á þau mið til þess að "græða" og stundum með þá von í brjósti að græða ógeðslega mikið á stuttum tíma.
Almennir sparifjáreigendur eru allt annað mál. Þessi þýski fjölskyldumaður sem er í viðtalinu í fréttinni, og aðrir aðilar í sömu sporum, íslenskir og erlendir, það er fólkið sem á að vera hvað reiðast við þessar aðstæður. Kannski er fólk feimið við að viðurkenna að það hafi tapað sparifé sínu á innlánsreikningum, ... að það skammist sín fyrir það, en málið er að ég þekki engan í þeim sporum sem Þjóðverjinn er í. Ég þekki hins vegar nokkra sem hafa tapað hlutafé sínu og ég þekki marga sem hafa tapað öllu sínu á myntkörfulánum.
Ein fjölskylda sem ég þekki ákvað að byggja sér parhús í Reykjavík og það fólk hefur ekki verið þekkt af því að "gambla" með peningana sína, heldur er það aðhaldssamt og varfærið fólk. Fjölskyldufaðirinn fór á 3 ráðstefnur til þess að afla sér sem bestra upplýsinga um það hvaða leið væri hagstæðust í lánaleiðum til byggingarinnar. Allir "sérfræðingar" sögðu að myntkörfulánaleiðin væri lang hagstæðust og þó gengið veiktist eitthvað lítilsháttar, þá væru vextirnir það lágir að þeir ynnu slíkt upp. Vegna hárra stýrivaxta á Íslandi, þá var fólkið beinlínis hrakið í myntkörfulánið. Það er varla hægt að segja að það hafi haft neitt val, nema að byggja bara ekki neitt. Þetta almúgafólk hefur nú tapað um 40 miljónum á nokkrum vikum, öllum sínum sparnaði og situr uppi með rúmlega hálfkláraða byggingu sem vonlaust er að selja og skuldir sem þeim endist ekki lífið til að borga.
Góðir Íslendingar, þetta er ekki hægt.
Reiðir þýskum stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.