Hlakkar í Bergi o.fl.

Bergur Sigurðsson á þakkir Landsvirkjunar skyldar fyrir starf sitt sem framkvæmdastjóri Landverndar. Það var jú Landsvirkjun sem studdi stofnun samtakanna með fjármunum. Það vita allir sem eitthvað fylgjast með virkjana og stóriðjumálum, að Landsvirkjun er ásökuð um spillta stjórn og óvönduð meðul í viðleitni sinni til að uppfylla lagalega skyldu sína, þ.e. að framleiða rafmagn með sem hagkvæmasta hætti. Ég er ekki viss um að Landsvirkjun hafi reiknað með, þegar þeir komu Landvernd á koppinn, að samtökin myndu beita slíkum meðulum í andvirkjunaráróðri sínum sem þau einmitt ásaka aðra um að beita, þ.e. óheiðarleika.

Samtökin létu m.a. gera níðrit sem þau kölluðu "sérfræðingaskýrslu" um Kárahnjúkaverkefnið. Þeirri skýrslu var flaggað ótt og títt af virkjunarandstæðingum sem miklum sannleika, bæði um nútíð og framtíð. Sennilega var framtíðin nálægari en höfundar skýrlunnar áttuðu sig á, því ekki stendur steinn yfir steini í framtíðarspánum.

Bergur talar um og margir fleiri sem gert hafa andstöðu við álver að sérstöku áhugamáli hjá sér, að hvert starf í álveri sé óhemju dýrt. Með þeirri fullyrðingu er verið að gefa í skin að fjármunirnir sem fara í stóriðju og álversuppbyggingu, sé fjármagn sem tekið sé frá annari og viturlegri atvinnuuppbyggingu. En staðreyndin er auðvitað sú að það er fjarri sannleikanum því þeir fjármunir sem fara í stóriðjuverkefni eru ekki teknir frá neinum öðrum verkefnum, hvorki úr ríkissjóði né sveitarfélögum eða öðrum opinberum sjóðum. Tryggvi Skjaldarson bloggar við þessa frétt einnig og svarar þessari fullyrðingu ágætlega. 

 Þegar undirbúningur vegna Kárahnjúka stóð sem hæst, laust eftir aldamótin, þá fullyrtu andstæðngar áformana að ef hætt yrði við allt saman þá myndu þeir geta skapað 700 störf í "einhverju" öðru. Þetta sögðu virkjunarandstæðingarnir auðvitað í fullkomnu ábyrgarleysi í þeirri vissu að aldrei myndi reyna á þetta. En Vestfirðingar heyrðu í þeim og buðu þessum aðilum Vestur til að kenna Vestfirðingu töfraformúluna. Engin kom.  

 


mbl.is Dregur úr líkum á álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar skeit nú kýrin sem ekkert rassgatið hafði !Talandi um níðrit,  þá hafa nú virkjunarfíklarnir verið stórtækir í þeirri deild. Væri ekki ráð fyrir suma að drífa sig í kerskálann og sópa gólfið...?

LandsAlkói (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband