Flokkur: Skoðanakannanir | 1.11.2008 (breytt kl. 23:25) | Facebook
Athugasemdir
Hvar sást þú að 40% tóku ekki afstöðu? Ég sá bara að það hefðu verið 60% sem náðist í. Þannig að það eru um 800 sem svara þessari könnun.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 23:30
"1200 manns voru í úrtakinu á aldrinum 18-75 ára og var svarhlutfallið tæplega 60% eða 656 manns".
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 23:36
Ég er á því að það þurfi að skoða aðildarviðræður, bara til þess að fá staðreyndir upp á borðið. Ég hef hingað til verið mjög efins um að aðild sé rétt fyrir okkur en það er í raun ekki hægt að taka upplýsta ákvörðun um málið þegar umræðan er í skotgrafahernaðarstíl
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 23:39
Nú velti ég því fyrir mér hvenær Íslandshreyfingin fer að ógna LÍÚ veldinu í skoðanakönnunum. Eru virkilega ennþá til svona margir hatursmenn sjálbærrar landsbyggðar? Og þá er ég ekki að beina orðum mínum til fylgismanna D listans einvörðungu. Ætli Vinstri grænir séu ekki grænir fyrr en þeir eru komnir úr augsýn frá mannabyggðum?
Árni Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 23:53
Svarhlutfall er hversu margir SVARA, ekki hversu margir taka afstöðu. Þannig að þetssi könnun er fyllilega marktæk.
Svala Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 00:00
Fylgismenn VG eru ekkert meiri umhverfisverndarmenn en annað fólk, enda hvernig mætti það vera? Þetta er einfaldlega sósíalistar sem tekið hafa umhverfisvernd upp á sína arma til þess að beina athyglinni frá hugmyndafræðilegri sérstöðu sinni, sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá almenningi á Vesturlöndum lengi.
En nú er sjálfsagt lag fyrir þá í kreppunni og umhverfisgríman er smátt og smátt að molna af andlitinu á þeim. Nú tala þeir um að "loks hafi kapitalisminn gengið sér til húðar". Nokkuð sem þeir hafa ekki þorað að minnast á lengi opinberlega
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 00:04
Í eld er best að ausa snjó
eykst hans log við þetta
gler er best að setja á skó
gangir þú í kletta
Þessi baga kom í huga minn við þennan lestur hér hjá ykkur ósakhæfum bloggurum, ef þessi skrif ykkar eru vopn ykkar og verjur þá væri gemlingurinn feigur, stundum verða nú þessi skrif söbbelegt og kemur þá annað i huga minn sem er nú önnur saga,en oft hin besti gleðigjafi sem ekki veitir nú af þegar fnykurinn stendur af öllum vinnuslysum fyrrum framsóknarflokks (fæ óbragð í munn við að skrifa nafnið) ekki veit ég hvaða stjórnmálaafl er best, virðist vera svipað undir öllum en ekkert slær þó út ummæli þingkonu sem sagði karlmenn sem likaði konur með rökuð sköp væru perrar, einhver ósköpin á henni.
Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:26
Þetta er rétt hjá ykkur með svarhlutfallið, en það kemur ekkert fram hve margir eru óákveðnir = ómarktækt
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 00:36
Gunnar. Erum við íslendingar kannski sauðkindur með engar skoðanir ? <<<<me.
Það er grátlegt þegar einhver heldur að fólk láta BARA stjórnast af skoðanakönnunum nú þegar allt er að hrynja.
Það er fullt af fólki hérna úti sem hefur myndað sér skoðanir og það hefur meira að segja gert það hjálparlaust.
Við þurfum skynsemi og stöðugan gjaldmiðil svo hægt sé að búa hér á landi og viðhalda mannlegri reisn. Hræðslan við að missa sjálfstæðið er út í hött þó við tökum upp stöðugan erlendan gjaldmiðil.
Krónan er fyrir löngu dauðadæmd eins og sagan sýnir. Kannski kominn tími til að feisa það. Firringu þjóðarinnar varðandi peningamál má rekja mörg ár aftur í timann. Haftastefna verðtrygging lána og óðaverðbólgu. Ísland er bara eins og stórt illa rekið fyrirtæki úti í heimi þar sem búið væri að reka þessa menn strakls.
Bryndís (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:43
Ef innan við 60% svara, skylst mér að sú könnun sé einmitt ómarktæk.
Sigurjón, 2.11.2008 kl. 14:56
Nei, það snýst ekki um svarhlutfall heldur fjölda þeirra sem svara og þeir voru 656 manns. Sá fjöldi er kannski í minni kantinum en þó held ég að hann sé marktækur. Ég misskildi fréttina, það er hvergi talað um óákveðna í Mbl. fréttinni, sem er fáránlegt útaf fyrir sig, því það skiptir ekki síður máli en fylgi flokkanna í prósentum. Svarhlutfall er, eins og Svala bendir á, þeir sem náðist í í könnuninni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 15:47
Hugmyndafræði sú sem mest hefur verið uppi á pallborði Vesturlanda hefur nú tekið einhver bakföll Gunnar minn góður. Meira að segja sýnist mér votta fyrir því hér á okkar auðuga landi- (hafi ég skilið ástandið rétt.)
Árni Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 17:48
Hugmyndafræðin sem slík hefur ekki tekið nein bakföll Árni. Mistök hafa verið gerð í reglum varðandi fjármálastofnanir, ekki bara hér heldur víðast hvar. Þau eru til að læra af þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
40% í könnuninni eru óákveðin. Svolítið skrítið að tæpur helmingur þeirra sem tekur afstöðu kýs flokka sem eru á móti ESB aðild, en svo eru 80% sem vilja aðild.
Þetta sýnir bara að fólk er ráðvillt og reitt og segir hvað sem er í könnunum við þessar aðstæður, segist jafnvel kjósa VG! En svo rjáttlar af fólki og það nær áttum.