Reiðibylgja gengur yfir þjóðfélagið og V-grænir öskra eftir sökudólgum. Í skoðanakönnunum við svona aðstæður segir fólk hvað sem er í bræði og segist jafnvel kjósa VG í örvæntingu sinni. Svo alvarlegt er ástandið.
Svo rjátlar af fólki og það nær áttum.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.10.2008 (breytt kl. 01:59) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946002
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241221
- Svona lítur áhöfnin út á nýju " RÍKIS-SKÚTUNNI"; hvort sem að fólk sé með eða á móti þessarri ríkisststjórn:
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
Athugasemdir
Já ég er sammála þér í þessu, sjálfstæðismenn þessi 33% eru alltaf örugg. Það er nefnilega svo undarlegt að þessi 33% eru svo heilaþvegin að þau myndu kjós flokkinn þó svo hann væri búinn að rúa þau inn að skinni. Það virðist ekki skipta neinu máli hvað þessi flokkur gerir, honum er aldrei hengt fyrir vitleysuna, óheiðarleikan né spillinguna. Sorglegt.
Valsól (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 02:33
Hér vantar þjóðlegan flokk alþýðustéttanna, kristins staðfestufólks og manna sem hyggjast aldrei svíkja þetta land, hvorki með EBé-innlimun né neinni annarri undirgefni undir önnur ríki (Noreg/Kanada/Bandaríkin/Stóra-Bretland) og heldur ekki með því að hverfa héðan fyrir fullt og allt. (Hitt er skiljanlegt, ef t.d. iðnaðarmenn fara 'í verið' til Kanada, eins og sumir eru að spá í, og koma svo aftur.)
Hér vantar einnig sómasamlegar landvarnir, heimavarnarlið í átt til þess sem Svisslendingar hafa (og eins og Jón forseti vildi ásamt fleiri góðum mönnum) sem og erlendan varnarþátt, og nú er lag að fá NATO til að styrkja uppbyggingu þess og slá þannig tvær flugur í einu höggi: byrja með vísi að heimavarnarliði og útvega vöskum mönnum atvinnubótavinnu, sem kostuð er af þeim, sem sjá sér hag í því, að hér séu landvarnir styrktar; jafnvel Norðmenn einir sér yrðu fúsir til að styrkja okkur í þessu.
En í staðinn þykist fr. ISG hafa einræðisvald til að rifta fyrir fram ákveðnu lofthelgiseftirliti á vegum NATO, þótt það sé algert lágmark í öryggiseftirliti hérlendis, á því svæði sem Rússar sýndu jafnmikinn áhuga (með bjarnaflugi sínu) eins og öllum öðrum svæðum samanlögðum í heiminum á 9. áratugnum! – Svo kostar þetta mjög lítið, 50 milljónir, en ISG hræsnar um, að spara þurfi, nýbúin að ausa milljarð í öryggisráðssæti sem aldrei fekkst og hefði þar að auki kostað 100.000.000 kr. í rekstri árlega! Eins stefnir hún og aðrir stjórnvitringar að því að ausa hundruðum þúsunda af grjóti út í Bakkafjöru og kaupa nýja ferju til Vestmannaeyja!!! Ekki furða að hún vilji afsala sér stjórnunarvaldi til Brussel. – Meira, miklu meira á minni síðu.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 03:13
Kalda stríðið er búið Jón Valur og mér finnst Íslendingar hafa nóg annað að við fjármagnið að gera en að vera í tindátaleik. Ef menn vilja atvinnubótavinnu, þá eru hugmyndir Bjarkar Guðmndsfóttur skárri en hermennska.
100 manna her, sem til lítils gagns væri hvort eð er vegna smæðar, myndi kosta lágmark 400 miljónir á ári,bara í launakostnað og sennilega meira með yfirbyggingu. Þá er ótalinn kostnaður vegna tækja og tóla.
Þú talar um að við eigum ekki að vera undirgefin öðrum ríkjum og nefnir Noreg og nokkur NATO-ríki, en vilt samt þyggja aðstoð þeirra við að byggja upp einhvern sýndarher sem hlegið yrði að.
Má ég þá frekar þyggja aðstoð við að tryggja hér áfram topp þjónustu í heilbrigðis og menntageiranum og/eða koma efnahagslegum fótum undir okkur að nýju.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 09:09
Heill og sæll, Gunnar, þakka þér fyrir að svara mér efnislega og laust við skæting, sem við varnarsinnar eigum svo oft að venjast. En kalda stríðið er aðeins búið, Gunnar, heldur líka það tímabil, sem við tók. Að átta sig ekki á einræðis- og útþenslueðli Rússlands nú um stundir, er ekki að vera með báða fætur standandi í þeim tíma sem við lifum á.
Ég var jafnfeginn og þú, að kalda stríðinu lauk, en nú er annað tekið við, og Pútín hefur sjálfur lýst því svo á fundi með FSB-mönnum (FSB er nýja nafnið á KGB), að FSB hafi viljað komast aftur til valda. "Mér er ánægja að því að tilkynna ykkur, að okkur hefur tekizt það," sagði hann, og má sjá þetta í myndinni Kerfi Pútíns, sem ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli manna á.
Pútín talaði einnig um, að hann vildi "bjarga því sem eftir væri af Sovétríkjunum," og það hefur hann einmitt gert á sinn hátt, og hefur hann nú öll tögl og hagldir í landinu, á öllum sjónvarpsstöðvum og ræður öllum úrslitum kosninga eins og honum sýnist rétt eins og olíu- og gasiðnaðinum, um leið og hann eflir herinn, hefur beitt honum af hörku í Tétsníu og Georgíu, er að láta smíða fimm flugvélamóðurskip o.fl., hefur látið hefja hingað flug herþotna á ný og er engan veginn treystandi í hernaðarmálum, t.d. gagnvart Úkraínu. Bandamenn Kremlstjórnarinnar erlendis eru líka ófélegir ýmsir.
Það tjóar því ekki að tala um, að "kalda stríðið sé liðið," og láta eins og þið varnarleysissinnar séuð raunsæju mennirnir, en aðrir með hugann við fortíðina. Velkominn í nútíðina, Gunnar!
Hér var enginn að tala um "100 manna her," heldur margfalt stærra heimavarnarlið, ólaunað, ævinlega tiltækt eins og í Sviss, myndað af mönnum sem hafa önnur störf, en herþjálfun að baki, sem þeir fá borgað fyrir í byrjun, og þar duga ekki 100 manns til (eins og Jón Sigurðsson vissi, meðan við vorum þó margfalt fámennari), og 400 milljónir eru samt allt of lítið fé til að halda uppi þeirri varnarviðleitni.
Við neituðum okkur um að leggja á okkur að borga Bandaríkjamönnum 2–3 milljarða króna hlut í rekstri björgunarsveita og eftirlitsþotna Varnarliðsins, og þar með misstum við af því að hafa þó 4–5 milljarða tekjur af veru Varnarliðsins hér (í stað 7 milljarða fram að því)! Gunguskapur hægri stjórnar Davíðs og Halldórs lét undan fyrir æsingakröfum vinstri manna og herstöðvaandstæðinga og var í raun 'fórnarlamb' sinnar eigin rhetoríkur, sinnar eigin sjálfsréttlætingar og síns eigin áróðurs gegn Bandaríkjunum og bjó þar með til ferli þóttafullrar yfirlýsingastefnu, sem hún gat ekki náð sér úr, og hafði á endanum beitt svo ósvífnum hótunum (um að láta herinn fara í stað þess að bjóðast til, eins og við vel höfðum efni á, að kosta rekstur björgunarsveitanna og hluta af rekstri þotnanna), að Bandaríkjastjórn ákvað að eyða ekki meira í þessa hít handa vanþakklátri þjóð og stjórnvöldum. Réttlætingarhjal Davíðs, Halldórs, Geirs & Co. á þeirra eigin gerðum í þessu efni er ekki aðeins aumt, heldur paþetískt.
Það er ekki "hlegið að" ærlegri viðleitni þjóða til að halda uppi heimavarnarliði, Gunnar. Það er ekki gert í Sviss og nágrannalöndunum, og það var ekki gert í Noregi eftir stríð. Sízt myndu Norðmenn hlæja að okkur fyrir slíka viðleitni. Það er engin undirgefni að þiggja hjálp við uppbyggingu slíks varnarliðs í fyrstu viðlögum, ef nágrannaríkin sjá hag sínum betur borgið með því. Norðmenn vilja ekki, að hafið milli landa okkar verði rússneskt innha, til viðbótar við herstöðvarnar á Murmansk og tíðar ferðir hertóla þaðan. Þeir (Einar Gerhardsen forsætisráðherra o.fl.) unnu að því mjög eindregið að fá Ísland inn í NATO og að varnir væru hér fyrir hendi. Norðmenn eru jafnframt vellauðugir vegna olíusjóða sinna og eru áfram um að efla samband landanna, eins og þú hefur kannski tekið eftir í yfirlýsingum frá þeim nýlega (í Osló og Helsinki). Og mannvirkjasjóður NATO og önnur hjálp stendur okkur einnig til boða, eins og öðrum ríkjum bandalagsins – engin "undirgefni" fólgin í því.
Það er ekkert, sem stefnir með þessum tillögum gegn því, að við sinnum okkar heilbrigðisþjónustu vel eða gerum það, sem þú leggur réttilega áherzlu á, "að koma efnahagslegum fótum undir okkur að nýju." En reynum líka að sjá skynsemina og jafnvel 'sóknarfærin' um tíma, í erfiðu atvinnuástandi, í þeim tillögum sem ég hef rakið hér.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 11:01
Takk fyrir innleggið Jón Valur.
Það þarf nú að vera ansi aumur innrásarher sem ekki réði við 300 þúsund manna þjóð, svo það skiptir litlu hvort við stofnum her eða ekki í öryggislegu tilliti. Auk þess eru engar líkur á því að Rússar fari að gera okkur eitthvað, jafnvel þó við værum ekki í Nato. En þar sem við ERUM í NATO, sem ég var reyndar farinn að efast um að nokkur akkur væri í eftir trakteringarnar sem við fengum frá Bretum og höfnun USA í að aðstoða okkur með gjaldeyri, þá myndu Rússar aldrei þora í okkur. Það er ekki hægt að líkja afkiptum þeirra af nágrannaþjóðum sínum og fyrrum leppríkjum, við sjálfstætt NATO-ríki, fjarri heimalandi þeirra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 11:26
Þakka þér fyrir þetta, Gunnar.
En hér sé ég, að naumast hefurðu fylgzt neitt með þeirri áhugaverðu umræðu sem farið hefur fram um varnarmál Íslands á vefsíðum fróðra manna eins og Júlíusar Sigurþórssonar, Péturs Guðmundar Ingimarssonar og mínum – og jafnvel hjá varnarleysissinnum eins og Óla Jóni, þar sem við þremenningarnir o.fl. höfum átt okkar drjúgu innlegg.
Heimavarnarlið hefði fullu hlutverki að gegna við innrás og gæti gert gæfumuninn til að auðvelda hjálparliði frá NATO (sem kæmi í allra fyrsta lagi um 30 klst. seinna) til að verja landið af mun meiri krafti.
Afskipti hafa Kremlarmenn haft mun víðar en í kringum Rússland, t.d. í Eþíópíu. Þeim er ekkert að vanbúnaði að leggja undir sig varnarlaust land, sem þá fýsir að komast yfir. Og á það við hér? Já, svo sannarlega.
Stórveldi taka mark á skilaboðum* eins og þeim, að land sé varnarlaust og opið. Jafnvel með fimmtu herdeild Rússa hérlendis gætu þeir hjálpað sjálfum sér með yfirtöku landsins, sem og með flutningsskipum sem dulbúin væru sem friðsamleg (fiski- og kaupskip) eins og nazistar gerðu í innrás sinni í bæði Noreg og Danmörku. Þar að auki er ég ekki að segja, að þetta yrði gert upp úr þurru, heldur yrði reynt að búa sér til eða finna sér átyllu til innrásar (dæmi: ef Bandaríkin gerðu innrás í Íran).
Reyndu að setja þig í spor yfirráðahneigðs herforingja eða einræðisherra, þá áttarðu þig betur á þessu. Og reiddu þig ekki á, að alltaf verði fremur þægilegt samband milli Rússa og vesturveldanna. Og þjóðir stofna hvorki til hers né heimavarnarliðs, þegar innrás á þær er hafin. Líttu til Norðurlandanna, Írlands og Sviss – öll þessi lönd hafa varnarviðbúnað – við ekki!
Með góðri kveðju, ___
* "Skilaboð" – sbr. það sem Ingibjörg Sólrún skrifaði um þessi mál í Morgunblaðið í júní: „Að sama skapi myndi engin vöktun og ekkert eftirlit gefa til kynna að viðkomandi svæði væri öllum opið, óvaktaður almenningur og nánast einskismannsland. Ljóst er að slíkar aðstæður væru okkur Íslendingum óásættanlegar, enda fer tómarúm illa saman við öryggi lands og þjóðar."
Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 15:50
Norðmenn eru skíthræddir við Rússa og fá hland fyrir brjóstið ef björnin ræskir sig. Látum norska herinn um eftirlit hérna í lofthelginni, langar þeim ekki til þess?
En svona í alvöru.... afskipti Rússa af 3. heims löndum er ekki sambærilegt við nútíma vestrænt ríki. Og Rússar eru ekki svo skini skroppnir að halda að þeir kæmust upp með að ráðast á friðsamt og fullvalda vestrænt ríki, á hernaðarlega mikilvægu svæði í Norður-Atlantshafinu. Öll alþjóðleg battarí, þ.m.t. Sameinuðu þjóðirnar... öryggisráðið o.fl. myndu setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Þessar pælingar hjá þér og skoðanabræðrum þínum er dálítil paranoja finnst mér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 16:26
Það er margt til í þessu hjá þér, Gunnar (og afsakaðu fjarvistir mínar vegna vinnu), en hræðsla Norðmanna kemur til af vitund þeirra um yfirráðahneigð Kremlarmanna og af næsta náinni þekkingu þeirra á því, hvernig Rússar réðust einmitt á friðsamt og fullvalda vestrænt ríki, sem á landamæri að Noregi: þ.e. Finnland, og hirtu af því 17.600 fermílur lands eða rúma 45.500 ferkílómetra (um 44% af stærð Íslands; 1 fermíla = 2,589 ferkm) og hafa aldrei skilað þessu til baka (Karelíu og tveimur norðurhéruðum Finnlands). Líttu á þetta o.fl. landvinninga Sovétríkjanna í Evrópu á kortinu á bls. 233 í bók dr. Hannesar Jónssonar sendiherra: Íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál frá landnámi til vorra daga, Rv. 1989.
Ef Rússar hernæmu Ísland, myndu vissulega "öll alþjóðleg battarí, þ.m.t. Sameinuðu þjóðirnar... öryggisráðið o.fl." reyna að "setja þeim stólinn fyrir dyrnar," og þyngst vægi kannski siðferðislega fordæmingin, en Kremlverjar hafa verið að prófa sig áfram og hafa komizt upp með glettilega margt, m.a. í Afganistan 1979-89 (með um einnar og hálfrar millj. manna mannfalli og 5–6 millj. manna flóttamannavandamáli, því stærsta þá í heiminum) og jafnvel á seinustu árum, meða innrás í Tjetsníu og stutt þar leppa sína í borgarastríði (mannfall: 200.000 manns, 10% þjóðarinnar) og annarri í Georgíu og gerðu m.a. þjóðernishreinsun í S-Ossetíu: Georgíumenn eiga þar ekki afturkvæmt.
Allt þetta vita Norðmenn, og þingforseti þeirra einsog aðrir kollegar hans fordæmdi innrásina í Georgíu, en hann Sturla okkar var snupraður fyrir vikið í kurteisisheimsókn til Moskvu!
Og eitt enn, um öryggisráðið: Rússar hafa þar neitunarvald, þannig að það verður til einskis nýtt og þar með Sameinuðu þjóðirnar líka.
Sovétmenn margbrutu alþjóðalög eftir seinni heimsstyrjöld með yfirgangi við um tylft ríkja – brutu álíka oft af sér í stærstu þjóðréttarmálum eins og nazistar með útþenslustefnu þeirra – og komust upp með það. Svo minni ég aftur á, að ofbeldisríki sæta færis, reyna að leita sér réttlætingar fyrir íhlutun og innrás: þannig var það m.a.s. í Afganistan; innrásin 1979 var undirbúin með áratuga gamalli undirróðursstefnu, vinahótum, lánum, efnahags- og tækniaðstoð og ítrekuðum 'gagnkvæmum griðasáttmálum'! (eins og Búlganín, fors.ráðhr. Sovétríkjanna, bauð okkur á 6. áratugnum), en loks með sýndarstjórnarbyltingu með afgönsku handbendi Rússa, sem þá var í Evrópu, en þóttist tala úr útvarpsstöð í Kabúl. Sama aðferð (hvað þetta síðasta snerti) var notið gegn Finnlandi, og Rússar hlógu framan í alþjóðasamfélagið og sögðust hafa viðurkennt það klofningslýðveldi sem þar hefði verið stofnað!
Gleymdu svo ekki KGB-hugsun og bakgrunni Pútíns og Ívanovs o.fl. ráðherra þeirra, Gunnar.
Vitundarvaking – hennar er þörf! Það þarf ekki að vekja Norðmenn, þeir eru glaðvakandi og alltaf á verði, hafa þurft þess í Norður-Noregi og einnig að glíma við rússneskar njósnir allt inn í innsta stjórnkerfi landsins (Treholt-málið o.fl.). Þótt eðlilega séu þeir smeykir, eru þeir sízt á þeim buxunum að leggja her sínum í einhverju ingibjargarsólrúnarbjartsýnisæði eða össurarreiðikasti út í Breta eða Bandaríkjamenn.
Hafðu það svo alltaf skemmtilegt, vinur.
Jón Valur Jensson, 1.11.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.