Það hlakkar í mörgum forræðishyggju-kommunum þessa dagana. Þeir tala um hrun kapítalismans og telja að nú sé þeirra tími upp runninn. Einn sagði í athugasemdakerfinu hjá mér um daginn, þegar ég talaði um að kapitalisminn og frjálshyggjan hefði ekki brugðist sem hugmyndafræði, heldur hefði regluverkið í umhverfi bankanna m.t.t. íslenska hagkerfisins brugðist okkur. Þá spurði þessi aðili eitthvað á þá leið hvort reglur væri ekki anstæðar frjálshyggjuhugsjóninni. Svarið við því er auðvitað að frjálshyggja er ekki það sama og anarkismi.
Það má vel vera að það verði últra-visnstri slagsíða í heiminum á næstunni. Að afturhaldskommarnir nái að véla til sín slatta af atkvæðum vegna ástands peningamála í heiminum. Á blogg-síðu Laissez-Faire er ágætur pistill sjá HÉR Ég tek mér það bessaleyfi að copy/paste hans eigin athugasemd við pistilinn:
"Ég vil taka það fram að ólíkt því sem margir virðast halda þá er ég ekki "Market Anarchist". Heldur er ég free market capitalist. Ég er ekki á móti reglugerðum og lögum. En ég tel að þau eigi að vera í sem minnsta mæli og hér sé gullna reglan "góð lög" en ekki "mörg lög".
Í undanfara fjármálakreppunar voru gerð mörg mistök. Ein af þeim mistökum var að leyfa fjármálafyrirtækjum að stunda of mkið off balance sheet trade. Og einnig voru mistök gerð í "corporate goverence" reglugerðum og ýmsum "accounting rules"reglugerðapökkum
Starfsmenn fjármálastofnanna og stjórn þeirra fengu of mikil völd á kostnað hluthafa sem er mjög andstætt hinni capitalískri hugsun. Þeir gátu í skjóli gallaðra corporate goverence laga skammtað sér laun , nánast sjálftaka launa sem slítu þá megin reglu að þeir sem stundi viðskipti hagnist vel með því að taka mikla áhættu en einungis ef þeir leggja eigið fé undir og geta einnig TAPAÐ.
Stjórnendur með sýnar gullnu fallhlífar, gátu aldrei tapað. Hluthafarnir gátu það hinsvegar. Þessir bankastjórnendur voru því að nota peninga annarra til að hagnasta sjálfir. Ef bankinn tapaði þá fengu þeir samt laun! Gríðarleg laun. Ef bankinn græddi þá fengu þeir enn meiri laun. Þeas ..þetta var win-win situation hjá þeim. Sem er andstætt capitalismanum.
Það er ekkert óvenjulegt með viðskipti með CDS. Þær eru aðferð fyrir fjárfesta til þess að tryggja sig gegn tapi og því eðlileg hugmynd sem því miður var misnotuð af þeim sem ekki skyldu conceptið með skammtíma gróða í huga. Græða sem mest fyrir lok árs og hyrða síðan bónusinn. Eftir það skiptir engu hvort fjárfestingarnar voru góðar til langstíma fyrir fyrirtækin.
Það er ekkert óvenjulegt við speculators. Svo framarlega sem þeir séu að taka áhættu með sitt eigið fé og að það sé möguleiki fyrir þá að tapa grimmt. En bankamenn eins og fyrr segir gátu ekki tapað. Þeir lögðu ekkert út sjálfir. Þeir eru launamenn að leika sér með fjármuni fjárfesta. Þeir skekktu hið capitalíska kerfi and gave it a bad name. Því miður"
Svo mörg voru þau orð og ég er sammála.
Mesti hagnaður sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 30.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
Athugasemdir
Það sama gilti nú með kommúnismann. Einræðisherrar í svo kölluðum kommúnismaríkjum misnotuðu hann á kostnað "eigendanna" ekki ólíkt því sem stjórnendur fyrirtækja kapítalismans gerðu. Græðgi á græðgi ofan eyðileggur konseptið.
Gunnar Þór Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 22:47
Kommúnismi er andstæður mannlegu eðli og takmarkar einnig sköpunargleði almennings og eyðileggur ábyrgðartilfinninguna. Séreignarfyrirkomulagið hefur þver öfug áhrif.
En vissulega er það rétt að einveldið í kommúnistaríkjunum skapaði spillingu og það var örugglega ekki gert ráð fyrir því í hugsjóninni. Kommúnistahugsjónin er fögur upp að vissu marki, sérstaklega ef fólk trúir því að hægt sé að búa til jarðneskt himnaríki. Það gleymdist bara einn þáttur í jöfnunni.... manneskjan sjálf og eðli hennar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 23:51
Það þarf eitthvað nýtt. Konsept sem getur verið hvatning til framfara og framkvæmda án græðgi. Það dugar víst fáum klapp á bakið.
Gunnar Þór Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 23:59
Nei, ekkert nýtt í grundvallaratriðum, bara reglur sem koma í veg fyrir að almenningur verði tekin svona harkalega í rassgatið aftur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 00:34
Sem sagt, skortur á góðum reglum á stóran þátt í þessu ástandi ekki satt? Er það ekki á ábyrgð stjórnvalda að setja reglurnar? Get þá ekki séð annað en að stjórnvöld hafi brugðist. Því er borðleggjandi að þau axli ábyrgð á einn eða annan hátt, í það minnsta viðurkenni að þau hafi ekki staðið sig hvað þetta varðar. En engum dettur í hug að viðurkenna vott af mistökum. Má segja að pólitíkusar á Íslandi séu líka í "win-win situation" þar sem sama hvað á gengur, aldrei skulu þeir segja af sér eða kunna að skammast sína á neinn hátt. En þetta er jú allt vondu köllunum í útlöndum að kenna, já og lélegum reglum ESB ;)
Björgvin (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.