Besti þjálfari allra tíma

fergusonÞað er alþekkt að þegar hallar að ævikvöldinu þá kvíði menn starfslokum. Sjálfur er ég alltof latur til þess að það sé nokkur hætta á að það hendi mig Joyful Mér leiðist aldrei og kvíði ekki ellinni, hún verður örugglega fín ef maður heldur sæmilegri heilsu.

Það er vinsælt að kjósa bestu menn sögunnar í ýmsu og Ferguson kallinn kemur mjög sterklega til greina sem besti knattspyrniþjálfari sögunnar. Recordið hans segir allt sem segir þarf. Stöðugleiki er hans aðalsmerki og aginn í herbúðum hans er til fyrirmyndar. Einn besti varnarmaður sem United hefur átt um dagana, Jaap Stam, var látinn fara þegar hann talaði óvirðulega um kallinn í brúnni. Það var viturleg ákvörðun hjá þeim gamla.


mbl.is Ferguson:Eitt og hálft ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Viturleg ákvörðun?

Ferguson sjálfur hefur margoft viðurkennt að þetta hafi verið hans stærstu mistök á ferlinum.!

Reynir Elís Þorvaldsson, 29.10.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef ekki séð þau ummæli. En það er alveg ljóst að óánægður leikmaður er ekki góður liðsfélagi. Óánægjan smitar út frá sér

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Það er vissulega rétt..........þessvegna held ég að Man Utd ætti að selja C Ronaldo sem fyrst..........hann er klárlega ekki sáttur.

Reynir Elís Þorvaldsson, 29.10.2008 kl. 10:31

4 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Íþróttir | mbl.is | 5.9.2007 | 14:50

Alex Ferguson: Var of fljótur að afskrifa Stam

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United viðurkennir að hann hafi verið of fljótur á sér að afskrifa hollenska varnarmanninn Jaap Stam. Ferguson seldi Staam til Lazio og hafa margir stuðningsmenn félgasins talið að þar hafi Ferguson gert ein af fáum mistökum sínum en Ferguson er á sínu 21. ári sem knattspyrnustjóri Manchester-liðsins.

Staam yfirgaf Manchester United í ágúst 2001 en Lazio greiddi 16,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. Skömmu áður en Staam var seldur kom út ævisaga hans þar sem fram kom gagnrýni á Ferguson og voru leiddar líkur á að Ferguson hefði látið Hollendinginn fara frá félaginu vegna þessa en skoski knattspyrnustjórinn hefur ávallt neitað því.

,,Við fengum tilboð frá Lazio í 29 ára gamlan miðvörð sem hljóðaði upp á 16,5 milljónir punda og það var tilboð sem ég get ekki neitað. En fótboltalega séð þá voru þetta mistök. Hann er enn að spila með Ajax og er að standa sig mjög vel," sagði Ferguson.

Stam, sem er 35 ára gamall, varð þrívegis enskur meistari með Manchester United og vann Evrópumeistaratitilinn 1999 en hann var í herbúðum Manchester-liðsins í þrjú ár. Hann átti góðu gengi að fagna með Lazio sem seldi hann til AC Milan fyrir 7 milljónir punda en fyrir síðustu leikíð gekk hann til liðs við Ajax.

Reynir Elís Þorvaldsson, 29.10.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Reynir. En var Ferguson ekki bara að róa stuðningsmenn Utd. með þessum ummælum? Stam var náttúrulega frábær miðvörður

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 10:52

6 identicon

Fínasti pistill, alveg sammála þessu með agann - hann var/er feykilegur. Voru ekki Cole og Yorke látnir fara fyrir allt of mikið partýstand?

George heitinn Best hefði alla vega fengið að kenna á því ef Ferguson hefði verið stjóri hans!

Pálmi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:51

7 Smámynd: Pétur Kristinsson

Stam var auðvitað frábær miðvörður en gerði þau mistök að skrifa ævisögu og eitthvað var í henni sem sörnum mislíkaði. Hann hefur sett sjálfan sig á helst til of háan stall til þess að liðið næði að toppa 100%. Salan á Beckham var skýrð af því að hann var of stór fyrir félagið, salan á Keane var vegna þess að hann skrifaði ævisögu. þarna eru nokkrir frábærir leikmenn sem áttu nóg eftir og mennirnir sem komu í staðinn voru lakari leikmenn.

 Og til þess að sörinn jafnist á við Paisley verður hann að gera mun betur í evrópu. Á átta árum vann Paisley 5 landstitla, 3 evróputitla eitthvað sem sjálfsagt verður erfitt að toppa. Árangur sörsins á 22 árum er vissulega góður en jafnast alls ekki á við Paisley.

Pétur Kristinsson, 29.10.2008 kl. 17:41

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var kominn tími á alla þessa leikmenn hjá Man Utd. Og það var alveg rétt hjá Ferguson að Beckham var orðinn of stór. Hann var meira í fjölmiðlum vegna persónulegra mála en vegna afreka á vellinum. Beckham og Keane voru líka búnir að skila sínu til félagsins... og rúmlega það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 18:06

9 Smámynd: Pétur Kristinsson

En er samt ekki meginregla framkvæmdastjóra, sér í lagi með stór lið, að selja ekki leikmenn nema 1) að þú fáir betri leikmann í hans stöðu í staðinn 2) Að leikmaðurinn sé orðinn liability á liðinu (afsakið enskuslettuna). Veit ekki til þess að  þessir leikmenn hafi verið orðnir svoleiðis. Varðandi Keane að þá á fannst mér sorglegt að sjá hvernig hann fór, ferð ekki svona með goðsagnir, sama gildir um Beckham.

Beckham er enn talinn einn af þeim bestu í dag annars væri Milan ekki að næla sér í kappann.

Pétur Kristinsson, 29.10.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband