Björk skrifar í Times-online

Engin virtist reikna með þessari miklu stýrivaxtahækkun, ekki einu sinni Vilhjálmur Egilsson, sérfræðingur í málefnum IMF. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði en vonandi lækka vextirnir sem fyrst aftur. Tilgangur vaxtahækkunarinnar er sagður að ná niður verðbólgunni og að ekki sé gott að hafa stýrirvexti undir verðbólgu. Reiknað er með að verðbólga minnki strax eftir áramót svo vonandi lækka þá vextirnir strax í kjölfarið.

Björk Guðmundsdóttir skrifar grein í Times Online í dag. Það er tvennt í grein hennar sem kemur örugglega einkennilega fyrir sjónir almennings í Bretlandi sem les greinina. Það fyrra er að hún segir:

"Most criticism is aimed at Davíð Oddsson, who made himself chairman of the central bank"

Þarna er hún auðvitað að fara með tóma vitleysu. Það er hægt að gagnrýna ráðningu Davíðs sem Seðlabankastjóra, fólk hefur fullan rétt á því, en hætt er við að sauðsvartur almúginn í Bretlandi misskilji stjórnmálafyrirkomulagið á Íslandi við lestur þessarar fullyrðingar. Svona steypa er ekki til þess fallin að lægja öldurnar í garð Íslendinga.

Það seinna sem stakk mig er:

"We also have a lot of doctors and health professionals. Because of the hundreds of naturally hot pools all over the island and our (so far) almost untouched nature, Iceland could easily become one big lush spa where people could come and nurse their wounds and relax. If only the Government could put its money into supporting these companies rather than serving Alcoa and Rio Tinto".

Þarna kristallast algengur misskilningur stóriðju og álversandstæðinga og erfitt virðist vera að uppræta. Ríkissjóður kemur ekki að fjármögnun stóriðjuverkefna á Íslandi og hefur aldrei gert. Skattpeningar almennings fara ekki í slík verkefni, það er nóg annað við þá peninga að gera hjá ríkissjóði.

 


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rétt, en ríkissjóður leggur ekki til peninga í fjárfestingar LV. Fjárfestingar LV bitna ekki á þjónustu ríkisins við þegna sína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 13:15

2 identicon

Enn og aftur viðrar þú fákunnáttu þína og greinilegt er að þú skilur ekki það sem er að gerast hér,láttu einhvern segja þér stöðuna því þetta er orðið frekar þreitandi og þér sjálfum hlítur að gremjast að vera svona utanveltu og einn á báti

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er þér lífsins ómögulegt að sýna kurteisi Ævar minn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Gunnar stendur ekki einn Ævar Oddur. Fólk verður að passa hvað það segir líka Björk. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 29.10.2008 kl. 18:16

5 identicon

Satt er það að Gunnar stendur ekki óstuddur og verður fólk að passa hvað það segir, best væri að raforkuverð,gólf og þak verð á áli væru uppá borðinu svo hægt væri að hafa skoðun á málinu, undanfarið misseri hefur verið alcoa og vonandi landsvirkjun lika hagstætt svo ætla mætti að landsvirkjun gætið lækkað verð til almennra borgara sem nú er ekki vel ástatt fyrir

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband