"...því mun minni líkur á að fjárþörf Landsbankans margfaldaðist "
Snýst þetta ekki um að Seðlabankinn, í umboði þjóðarinnar, hafi ekki talið sig getað né mátt telfa fjármunum almennings í tvísýnu? Hvorki Seðlabankinn né ríkissjóður getur ekki staðið í sjóðheitum áhættufjárfestingum. Auk þess hefur komið fram að þessir 200 miljarðar eru ekki nema um 11% af auðæfum Björgólfs Thors, en hann virðist hafa metið svo sjálfur að "sína" peninga væri ekki þorandi að setja í þessa reddingu. En almannafé.... ekkert mál.
Þegar svokallað "run" er farið af stað í banka þá virðist það oft lúta eigin lögmálum. Skynsemi og rök bíta ekki á almenna sparifjáreigendur þegar ótti um öryggi fjár þeirra gerir vart við sig. Ef ég ætti ævisparnaðinn í banka sem sagður er á barmi gjaldþrots, þá yrði ég ekkert sallarólegur við fréttir af því að tekist hefði á síðustu stundu að setja inn í bankann eitthvert skiterí af peningum sem væri ekki nema brot af skuldbindingum hans. Ég myndi taka út mitt fé ....og rétta það í annarri sveit.
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 27.10.2008 (breytt kl. 21:57) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Þú skilur þetta ekki.
Landsbankanum vantaði gjaldeyri strax sem tryggingu fyrir Bretanna.
Þeir höfðu ekki þessa fjármuni handbæra. Það hafði Seðlabankinn.
Landsbankinn bauð tryggingar, fimmfaldar tryggingar, því þeir áttu fyrir þessu bara ekki í lausu þessa stundina.
Seðlabankinn vann ekki sína vinnu, var út á þekju, skildi ekki stöðuna, tók rangar ákvarðanir, menn mistakanna, Sjálfstæðismenn mistananna.
Kjósandi, 27.10.2008 kl. 22:09
Vertu ekki með fullyrðingar að ég skilji ekki, nafnleysingi.
Þú veist örugglega ekki jafn mikið og þeir í Seðlabankanum. Þú tekur orð bissnessmanns sem stendur frammi fyrir miklu tapi fram yfir orð stjórnar Seðlabankans um bæði öryggi trygginganna og einnig um ágæti lánsins yfir höfuð. En þetta mun væntanlega allt koma í ljós síðar.
Því hefur verið haldið fram að Björgólfsfeðgar séu Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir, svo varla geta samsæriskenningasmiðirnir af vinstri vængnum haldið því fram líka að Davíð og co. hafi haft horn í síðu þeirra feðga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 23:03
Alveg er ég sammála kjósanda í þessu máli og ótrúlegt að þú Gunnar skulir enn og aftur vera að viðra þessi annarlegu sjónarmið þín hér á alþjóðlegum vettvangi, þetta er alls ekki sem við þurfum á að halda núna og verður gaman að sjá hve margir verða á Arnarhóli n.k Laugardag kl.3 til að mótmæla þínum manni
Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:11
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 02:03
Smá leiðrétting við færsluna, upphæðin sem um er að ræða er ekki 200 miljarðar, heldur 200 miljón pund. Þ.e. um 30 miljarðar Iskr.
Smáaurar fyri Björgólf Thor og merkilegt að svo lítil upphæð fyrir auðmanninn velti svona þungu hlassi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.