Túlkunaratriði

Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur tekst alltaf að lauma inn í fréttir sínar vinstri slagsíðunni. Þó VG væri brennimerkt á ennið á henni, þá væri það ekkert meiri yfirlýsing um skoðanir hennar en fréttirnar sem hún matreiðir. Ég tek það þó fram að ég hef ekki hugmynd um að öðru leyti hvort hún er í VG eða Samfylkingunni, en vinstri slagsíðan er augljós. Allar fréttir hennar bera vott um það. Ef ég set mig í eins hlutlausar stellingar og mér er frekast unnt, þá væru fyrirsagnir mínar á fréttum sem hún fjallar um töluvert öðruvísi.  

Það hefur margoft komið fram að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setur engin skilyrði fyrir lánveitingu til okkar, aðrar en þær að milliríkjadeilan verði í eðlilegum farvegi, þ.e. að samninga verði leitað með friðsamlegum og eðlilegum hætti. Dómstólaleiðin gæti vel verið partur af slíku ferli en þá erum við að tala um einhverra ára prósess. Ekki hefur heyrst um tímamörk á hugsanlegu samkomulagi og fæstir reikna með að samkomulag muni liggja á borðinu eftir rúma viku þegar IMF tekur ákvörðun um lánið. Geir Haarde hefur sagt að Íslendingar munu ekki láta kúga sig og ég treysti því.


mbl.is Icesave getur haft áhrif á IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. ÞKÁ hefur aldrei flutt jákvæða frétt um atvinnuvegina eða uppbyggingu atvinnuveganna  alltaf eitthvað neihvatt hún er málsvari VG hjá MBL. hún finnur alltaf einhverja neikvæða hlið og setur málið þannig upp á öllum þessum málaflokki.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.10.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband