Enga vitleysu!

Eins og mér hefur líkað vel við festu og fumleysi af hálfu Ingibjargar og Björgvins í þeim hremmingum sem hafa dunið yfir þjóðina að undanförnu, þá eru þessi "element" í flokknum, sem fram koma í þessari Mbl. frétt, það sem ég óttaðist mest þegar hann hóf stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi ríkisstjórn var ekki mynduð um ESB aðild og hún hefur um nóg annað að hugsa næstu misserin. Margt annað í ályktun kjördæmaráðsins er alveg hægt að taka undir, en þær kröfur sem þar koma fram eru reyndar á dagskrá hvort eð er. En það er auðvitað fjarstæða að frjálshyggjan hafi boðið skipbrot, það þarf bara að endurskoða regluverkið um bankana hér.

Ég vil benda á ágæta grein Ragnars Arnalds um ESB HÉR


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Erm ég hélt að frjálshyggjan þyrfti engar reglugerðir, að markaðurinn sæi um sig sjálfur?

Er frjálshyggjan þannig ekki að bíða skipsbrot með því að þurfa auknar reglur eða regluverk yfirleitt?

ESB er eini möguleikinn á langtíma stöðugleika og satt best að segja þá ættu frjálshyggjumenn að vera að þrýsta á þetta vegna þess að viðskiptafrelsi og innflutningshöft myndu falla niður. 

Þannig að þessi mótsagnar hegðun er ekki að draga úr því að maður telji frjálshyggjuna eitthvað lasna...

Skaz, 25.10.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til ESB aðildar, en það er allt í lagi mín vegna að vera með þreifingar, öðruvísi er e.t.v. erfitt að taka upplýsta ákvörðun um málið. En að tala um aðildarumsókn á þessu kjörtímabili er í besta falli barnalegt.

Þetta með reglugerðir... það er ljóst af reynslu okkar af bönkunum, að það þarf nokkuð strangt regluverk um þá vegna þess að íslenska hagkerfið er lítið. Reglur brjóta ekki í bága við frjálshyggjuna eða kapítalismann. Réttur eins endar þar sem annars réttur byrjar. Hins vegar eiga ríkisafskipti að vera sem minnst, svo framarlega það ógnar ekki almannahagsmunum. Hörðustu frjálshyggjumenn hafa engan áhuga á að stofna til óróa og óöryggis í þjóðfélaginu, slíkt er óvinur frjálsra viðskipta og eðlilegs viðskiptaumhverfis. Frjálshyggjumenn eru ekki anarkistar.

ESB aðild veitur okkur ekki meira viðskiptafrelsi en nú er og sennilega er það hamlandi ef eitthvað er. Viðskiptaheimurinn er ekki bara Evrópa. Við eigum að taka öllum heiminum opnum örmum, ekki bara Evrópu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Trúverðugleiki og verðmæti gjaldmiðils hefur ekkert með nafnið á myntinni að gera eða útlitið á peningaseðlinum. (Þetta á við um báðar hliðarnar) Trúverðugleikinn er í réttu hlutfalli við stöðugleika hagkerfisins og trausta stefnu í peningamálum. Þeir pólitíkusar sem gefast upp fyrir sinni eigin mynt, kenna henni um óáran í gjaldeyrismálum og krefjast þess að fá leyfi til að flýja á náðir erlends myntbandalags geta haft rétt fyrir sér. En annað hvort aftan, eða framan við þá yfirlýsingu verða þeir að hnýta aðra yfirlýsingu og svohljóðandi: "Við höfum ekki haft vitsmuni til að gegna því pólitíska hlutverki sem við sóttumst eftir, fengum og gerðu okkur ábyrga. Því játum við okkur sigraða og biðjumst ásjár okkur vitrara fólks hjá öðrum þjóðum. Jafnframt afsölum við okkur öllum rétti til lagagerninga og sjálfsákvarðan um eigin framtíð!"

Árni Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður punktur Árni! Þetta er nefnilega ein hliðin (framhliðin) á peningnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er líka ágætt að horfa á reynslu síðustu ára; krónan helst ekki stöðugt og er dragbítur á Íslensku efnahagslífi! Sama hvort það sé slæmri efnahagsttjórnun að kenna eða veldur miklu óróleika, það skiptir ekki máli - við hefðum aldrei getað leyft okkur svo slæma efnahagsstjórnun undir eftirliti Evrópusambandsins! Við höfum bara aðgang að einu myntsamstarfi, og erum komin með báða fætur inn í það samstarf.. eigum bara eftir að setja hælinn niður á öðrum fætinum, svo stutt er eftir. Evrópusambandsaðild breytir litlu öðru hér á Íslandi en myntinni og landbúnaðarkerfinu - því tvennu sem við eigum hvort sem er löngu að vera búin að breyta.

Mæli ekki með að lesa mikið af Ragnari Arnalds. Henn hefur í raun verið á móti erlendu samstarfi síðan múrinn féll, andmælti EES og situr meðal annars í stjórn Seðlabanka Íslands - sem mætti kalla síðasta vígi krónunnar. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 02:35

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er MJÖG góður punktur hjá Árna.  Ætti SF þá ekki að viðurkenna vanmátt sinn, víkja úr stjórnmálunum og leyfa öðrum sem hafa vilja og ef til vill vitsmuni að spreyta sig á því að stýra lýðveldinu Ísland?

Kolbrún Hilmars, 26.10.2008 kl. 02:41

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég er algjörlega á móti inngöngu Íslands í ESB.  Hinsvegar þykir mér sjálfsagt að Íslendingar kanni hvað kæmi út úr viðræðum um aðild.  Umræðan er svo mikið þannig að sumir segja að aðild þýði þetta og hitt.  Útiloki eitt en opni fyrir annað.  Aðrir segja að þessu sé þveröfugt farið.

  Íslendingar geta aldrei tapað á því að fá á hreint hvað er í boði og á hvern hátt aðild að ESB muni skarast við hagsmuni okkar.  Þegar ég er að þrefa við stuðningsmenn ESB nær umræðan aldrei lengra en að orðum eins og "kannski" og "ef".  Ég er engu betur settur en viðmælendur mínir vegna þess að dæmið er svo óljóst.  Okkur vantar skýrar línur sem fást ekki nema klár niðurstaða liggi fyrir.  Þangað til erum við að deila um keisarans skegg.

Jens Guð, 26.10.2008 kl. 02:55

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þó maður sé ekki oft sammála Ragnari Arnalds, þá finnst mér pistill hans góður, sem ég vísa í. EES veitir okkur alveg nóg held ég en þær hremmingar sem við og heimsbyggðin erum að ganga í gegnum núna er ekki krónunni að kenna. T.d. var ég að heyra í dag frá kunningja mínum í Danmörku, að umræða sé að vakna þar um að óska hjálpar frá IFM-sjóðnum. Ástandið þar er víst lítið skárra en hér. Vonandi lærum við af þessari erfiðu reynslu.

Jens, ég er sammála þér með að sjálfsagt sé að skoða aðild þó ég hafi miklar efasemdir um hana, en útiloka þó ekkert. Stundum finnst mér Samfylkingin hanga á þessari ESB umræðu eins og hundur á roði og sér ekkert annað. Greinilega uppgjöf þar á bæ gagnvart sjálfstæðinu. Og svo hefur "populisminn" loðað svolítið við flokkinn í gegnum tíðina og þeir meta ESB dæmið sem ávísun á vinsældir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 04:21

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg eru menn furðulega fastir í því að segja að með inngöngu í ESB afsölum við okkur sjálfsákvörðunarrétti.  það rétta er að þetta erum við búin að gera með EES samningnum.  Hafa menn ekki kynnt sér EES samninginn?  Það er alveg rétt að það er ekki krónan sem hefur komið okkur í þessi vandræði, heldur stjórnun efnahagsmála, sem hefur einkennst af fumi og ráðaleysi, það hefur sýnt sig að það er mjög dýrt að halda úti, svona litlum sjálfstæðum gjaldmiðli svo efnahagslegur stöðugleiki ríki og stjórnarmenn hér á Íslandi hafa sýnt það og sannað að það verkefni er þeim ofviða.  En ég er á því að við værum ekki í þessum vandræðum ef við hefðum haft evruna og við værum ekki með Seðlabanka Íslands eða Davíð yfir okkur.

Jóhann Elíasson, 26.10.2008 kl. 05:09

10 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Rétt hjá Jóhanni

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband